Hafró vaktar fjarsvæði laxeldis á Vestfjörðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. janúar 2019 08:00 Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var í leiðangri. Fréttablaðið/Pjetur Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur nýlokið sínum fyrsta leiðangri í vöktun á fjarsvæðum laxeldis í Arnarfirði og á svæðum sem áhugi er fyrir í Ísafjarðardjúpi. „Í fullkomum heimi hefðum við viljað vera búnir að taka mikið af sýnum í Arnarfirði áður en laxeldi var hafið þar en við erum að byggja upp þekkingu um svæðið; reynslu og gögn til að geta fylgst betur með í framtíðinni,“ segir Hjalti Karlsson, sjávarlíffræðingur og verkefnastjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Hjalti bætir því við að markmiðið með vöktun í Ísafjarðardjúpi sé að ná í grunnstöðu áður en fiskeldi hefst þar. Verkefnið lýtur að því að skoða umhverfisáhrif laxeldis fyrir utan svæðin undir og við laxeldiskvíar sem fyrirtækjunum sjálfum er ætlað að vakta lögum samkvæmt. „Þeim er ekki gert að vakta fjarsvæðin, sem eru þá kílómetra eða lengra frá kvíunum. Í þessu verkefni ætlum við okkur að gera það og vorum í okkar fyrsta leiðangri af þessu tagi,“ segir Hjalti. Hafrannsóknastofnun fékk styrk úr Umhverfssjóði sjókvíaeldis til að hefja verkefnið. „Í þessum fyrsta leiðangri fórum við á ótal staði í nokkurri fjarlægð og mikilli fjarlægð frá eldisstöðvum í Arnarfirði en í Ísafirði á svæðum þar sem menn hafa sýnt áhuga á að hefja eldi og í nágrenni við þau,“ segir Hjalti. Í leiðangrinum voru neðanjarðarmyndavélar settar niður á 23 stöðum í Arnarfirði og á yfir 40 stöðum í Ísafjarðardjúpi auk þess sem sýni voru tekin á hverjum stað. „Úr botngreipum fáum við sýni af botndýrum til greiningar til að átta okkur á stöðunni á lífríkinu og í framhaldinu að geta svo farið aftur á staðina með það fyrir augum að kanna hvort einhverjar breyt- ingar hafa orðið,“ segir Hjalti. Að sögn Hjalta munu niðurstöður þessa leiðangurs ekki liggja fyrir fyrr en seint á þessu ári en greining á botnsýnum sé tímafrek og kosti marga mannmánuði. Þó sé unnið að áfangaskýrslu sem skila þurfi til Umhverfissjóðsins snemma á árinu og vonast hann til að verkefnið muni njóta áframhaldandi fjármögnunar. Aðspurður segir Hjalti að vissulega væri gagnlegt að vera með vöktun af þessu tagi víðar um landið. Hún sé hins vegar ákaflega dýr og tímafrek í vinnslu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur nýlokið sínum fyrsta leiðangri í vöktun á fjarsvæðum laxeldis í Arnarfirði og á svæðum sem áhugi er fyrir í Ísafjarðardjúpi. „Í fullkomum heimi hefðum við viljað vera búnir að taka mikið af sýnum í Arnarfirði áður en laxeldi var hafið þar en við erum að byggja upp þekkingu um svæðið; reynslu og gögn til að geta fylgst betur með í framtíðinni,“ segir Hjalti Karlsson, sjávarlíffræðingur og verkefnastjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Hjalti bætir því við að markmiðið með vöktun í Ísafjarðardjúpi sé að ná í grunnstöðu áður en fiskeldi hefst þar. Verkefnið lýtur að því að skoða umhverfisáhrif laxeldis fyrir utan svæðin undir og við laxeldiskvíar sem fyrirtækjunum sjálfum er ætlað að vakta lögum samkvæmt. „Þeim er ekki gert að vakta fjarsvæðin, sem eru þá kílómetra eða lengra frá kvíunum. Í þessu verkefni ætlum við okkur að gera það og vorum í okkar fyrsta leiðangri af þessu tagi,“ segir Hjalti. Hafrannsóknastofnun fékk styrk úr Umhverfssjóði sjókvíaeldis til að hefja verkefnið. „Í þessum fyrsta leiðangri fórum við á ótal staði í nokkurri fjarlægð og mikilli fjarlægð frá eldisstöðvum í Arnarfirði en í Ísafirði á svæðum þar sem menn hafa sýnt áhuga á að hefja eldi og í nágrenni við þau,“ segir Hjalti. Í leiðangrinum voru neðanjarðarmyndavélar settar niður á 23 stöðum í Arnarfirði og á yfir 40 stöðum í Ísafjarðardjúpi auk þess sem sýni voru tekin á hverjum stað. „Úr botngreipum fáum við sýni af botndýrum til greiningar til að átta okkur á stöðunni á lífríkinu og í framhaldinu að geta svo farið aftur á staðina með það fyrir augum að kanna hvort einhverjar breyt- ingar hafa orðið,“ segir Hjalti. Að sögn Hjalta munu niðurstöður þessa leiðangurs ekki liggja fyrir fyrr en seint á þessu ári en greining á botnsýnum sé tímafrek og kosti marga mannmánuði. Þó sé unnið að áfangaskýrslu sem skila þurfi til Umhverfissjóðsins snemma á árinu og vonast hann til að verkefnið muni njóta áframhaldandi fjármögnunar. Aðspurður segir Hjalti að vissulega væri gagnlegt að vera með vöktun af þessu tagi víðar um landið. Hún sé hins vegar ákaflega dýr og tímafrek í vinnslu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira