Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. janúar 2019 06:00 Þorgrímur man ekki önnur eins snjóþyngsli við hótel sitt. Mynd/Þorgrímur Það væsir ekki um þá Íslendinga sem dvelja á skíðahóteli Þorgríms og Þuríðar í austurrísku Ölpunum en þar kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Snjóflóðahætta er víða á skíðasvæðum í Ölpunum eftir mikla snjókomu um helgina og minnst fjórir skíðamenn hafa látist, þrír í snjóflóðum og einn sem varð undir tré sem féll vegna snjóþyngsla. Fréttavefur BBC greindi frá því að björgunarfólk væri víða að leita að fólki á skíðasvæðum bæði í austurrísku og ítölsku Ölpunum, fjölda fjallvega hefði verið lokað og skíðafólk varað við. „Það er nú meira í nágrenni við Tíról og eins á skíðasvæðinu í Obertauern sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá okkur, það er snjóflóðahætta þar,“ segir Þorgrímur Kristinsson, staðarhaldari á skíðahóteli Íslendinga í Speirereck-fjalli í Austurríki, sem er um það bil 100 kílómetra suður af Salzburg. Þorgrímur segist fylgjast mjög vel með öllum aðstæðum á skíðasvæðunum og mögulegri snjóflóðahættu. „Það er engin snjóflóðahætta hér hjá okkur en ég hef eitthvað heyrt í fréttum um slys á fólki. „Þau verða helst þegar fólk er að fara utanbrautar í svona aðstæðum sem er algjörlega bannað,“ segir hann og kveðst ekki muna eftir jafnmiklum snjó á svæðinu og ekkert lát virðist ætla að verða á ofankomunni. „Það er spáð snjókomu hér allavega næstu fjóra dagana. En fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil klettafjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóðahætta er ekki eins mikil hjá okkur og þar.“ Aðspurður segist Þorgrímur ekki vita til þess að veðrið og snjóþyngslin á svæðinu hafi valdið Íslendingum vandræðum. „Nei, ég veit ekki til þess og allir á hótelinu hjá mér eru fínir,“ segir hann. Langflestir hótelgesta hans eru Íslendingar. „Það er góð stemning meðal Íslendinganna hjá okkur og frá næstu viku og alveg út febrúar verður alveg vitlaust að gera hjá okkur.“ Snjókoman truflar ekki skíðaiðkunina að sögn Þorgríms. Þó hafi skíðalyftum verið lokað um stundarsakir vegna fannkyngi. „En í dag var þetta mjög fínt hjá okkur og frábært skíðafæri. En þetta er samt komið gott,“ segir Þorgrímur sem á því frekar að venjast að biðja um meiri snjó en óska þess að lát verði á ofankomu. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Veður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Það væsir ekki um þá Íslendinga sem dvelja á skíðahóteli Þorgríms og Þuríðar í austurrísku Ölpunum en þar kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Snjóflóðahætta er víða á skíðasvæðum í Ölpunum eftir mikla snjókomu um helgina og minnst fjórir skíðamenn hafa látist, þrír í snjóflóðum og einn sem varð undir tré sem féll vegna snjóþyngsla. Fréttavefur BBC greindi frá því að björgunarfólk væri víða að leita að fólki á skíðasvæðum bæði í austurrísku og ítölsku Ölpunum, fjölda fjallvega hefði verið lokað og skíðafólk varað við. „Það er nú meira í nágrenni við Tíról og eins á skíðasvæðinu í Obertauern sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá okkur, það er snjóflóðahætta þar,“ segir Þorgrímur Kristinsson, staðarhaldari á skíðahóteli Íslendinga í Speirereck-fjalli í Austurríki, sem er um það bil 100 kílómetra suður af Salzburg. Þorgrímur segist fylgjast mjög vel með öllum aðstæðum á skíðasvæðunum og mögulegri snjóflóðahættu. „Það er engin snjóflóðahætta hér hjá okkur en ég hef eitthvað heyrt í fréttum um slys á fólki. „Þau verða helst þegar fólk er að fara utanbrautar í svona aðstæðum sem er algjörlega bannað,“ segir hann og kveðst ekki muna eftir jafnmiklum snjó á svæðinu og ekkert lát virðist ætla að verða á ofankomunni. „Það er spáð snjókomu hér allavega næstu fjóra dagana. En fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil klettafjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóðahætta er ekki eins mikil hjá okkur og þar.“ Aðspurður segist Þorgrímur ekki vita til þess að veðrið og snjóþyngslin á svæðinu hafi valdið Íslendingum vandræðum. „Nei, ég veit ekki til þess og allir á hótelinu hjá mér eru fínir,“ segir hann. Langflestir hótelgesta hans eru Íslendingar. „Það er góð stemning meðal Íslendinganna hjá okkur og frá næstu viku og alveg út febrúar verður alveg vitlaust að gera hjá okkur.“ Snjókoman truflar ekki skíðaiðkunina að sögn Þorgríms. Þó hafi skíðalyftum verið lokað um stundarsakir vegna fannkyngi. „En í dag var þetta mjög fínt hjá okkur og frábært skíðafæri. En þetta er samt komið gott,“ segir Þorgrímur sem á því frekar að venjast að biðja um meiri snjó en óska þess að lát verði á ofankomu.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Veður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira