Innlent

Vöruflutningabíll valt á Hellisheiði

Samúel Karl Ólason skrifar
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri, segir að ekki hafi þurft að beita klippum við að ná ökumanninum út og við fyrstu athugun hafi ekki litið út fyrir að eldsneyti læki úr bílnum.
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri, segir að ekki hafi þurft að beita klippum við að ná ökumanninum út og við fyrstu athugun hafi ekki litið út fyrir að eldsneyti læki úr bílnum. Vísir
Vöruflutningabíll valt á hliðina á Hellisheiði, fyrir ofan Kambana, er honum var ekið til austurs skömmu fyrir tvö í dag. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út vegna veltunnar og er verið að flytja ökumann bílsins til aðhlynningar.

Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri segir að ekki hafi þurft að beita klippum við að ná ökumanninum út og við fyrstu athugun hafi ekki litið út fyrir að eldsneyti læki úr bílnum.

Veltan átti sér stað eins og áður segir fyrir ofan Kambana, til móts við Engladalsá. Pétur vill brýna fyriri ökumönnum að slæmt skyggni er á Hellisheiði og líklegast verði vöruflutningabíllinn ekki fjarlægður fyrr en skyggnið skánar. Því þurfi ökumenn að fara varlega um svæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×