Um 10% fleiri sjúklingar á bráðamóttöku eftir lokun bráðahluta hjartagáttar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 19:45 Álag á bráðamóttöku Landspítalans hefur aukist um tíu prósent að jafnaði síðan að bráðahluta hjartagáttar var lokað. Nær ómögulegt er að draga ákvörðunina til baka að sögn yfirlæknis á hjartagátt. Heilbrigðisráðherra segist treysta faglegu mati spítalans. Bráðahluti hjartagáttar Landspítalans við Hringbraut var færður yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi fyrsta desember síðastliðinn. „Það hefur komið svolítið aukið álag vegna þessa sjúklingahóps eðli málsins samkvæmt. Þetta eru um það bil 20 sjúklingar á dag, í heildina tekur bráðamóttakan að jafnaði á móti sirka 200 sjúklingum á dag þannig að þetta eru 10% þess,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Í hlutaúttekt um stöðu bráðamóttökunnar sem birt var í gær leggur landlæknir til að Landspítalann endurmeti hvort lokun hjartagáttar hafi verið rétt ákvörðun. „Ef að það er sýnt að þetta verulega ógni öryggi sjúklinga þá auðvitað endurskoðum við þessa ákvörðun. Eins og þetta lítur út fyrir okkur núna að þá hefur þessi breyting tekist vel til og það er ekki tilefni til að því er við fáum séð að endurskoða þetta,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt, tekur í sama streng og segir ákvörðunina hafa verið tekna af vel ígrunduðu máli. „Veltum við öllum steinum og við náttúrlega fórum ekki út í þetta af neinni annarri ástæðu en þeirri að það var mannekla, veruleg mannekla, sem að okkur tókst ekki að ráða fram úr. Í ljósi þess þá urðum við að gera þessar breytingar og ég núna þegar þessi breyting er um garð gengin þá er mjög erfitt að vinda ofan af henni og ég sé bara ekki hreinlega að það sé hægt,“ segir Karl. Hann bendir á að með tilkomu nýs meðferðarkjarna verði þjónustan öll sameinuð á ný undir sama þaki. „Þetta undirstrikar ennþá meira en áður að við þurfum að sameina bráðaþjónustu í eitt hús á einni deild og þangað til að það er gert að þá verðum við með þessa óþægilegu aðstæður, að vinna í tveimur húsum,“ segir Karl. „Auðvitað vildum við geta sameinað þessar deildir strax í dag á nýjum meðferðarkjarna og ég vona bara að þeirri uppbyggingu verði flýtt.“Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt Landspítalans.Vísir/skjáskotSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst treysta faglegu mati Landspítalans. „Auðvitað er þessi ákvörðun rökstudd með tilteknum hætti og Landspítalinn verður að meta það. En ég hlýt að horfa til þess, þar sem að embætti landlæknis er svona minn ráðgjafi í heilbrigðismálum meðal annars, að hlýtur að vera ástæða til þess að hvetja Landspítalann til að meta þessa ákvörðun eftir tiltekinn tíma,“ segir Svandís. Hún mun á morgun ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heimsækja stofnanir Landspítalans og kynna sér starfsemina og stöðu mála. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Álag á bráðamóttöku Landspítalans hefur aukist um tíu prósent að jafnaði síðan að bráðahluta hjartagáttar var lokað. Nær ómögulegt er að draga ákvörðunina til baka að sögn yfirlæknis á hjartagátt. Heilbrigðisráðherra segist treysta faglegu mati spítalans. Bráðahluti hjartagáttar Landspítalans við Hringbraut var færður yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi fyrsta desember síðastliðinn. „Það hefur komið svolítið aukið álag vegna þessa sjúklingahóps eðli málsins samkvæmt. Þetta eru um það bil 20 sjúklingar á dag, í heildina tekur bráðamóttakan að jafnaði á móti sirka 200 sjúklingum á dag þannig að þetta eru 10% þess,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Í hlutaúttekt um stöðu bráðamóttökunnar sem birt var í gær leggur landlæknir til að Landspítalann endurmeti hvort lokun hjartagáttar hafi verið rétt ákvörðun. „Ef að það er sýnt að þetta verulega ógni öryggi sjúklinga þá auðvitað endurskoðum við þessa ákvörðun. Eins og þetta lítur út fyrir okkur núna að þá hefur þessi breyting tekist vel til og það er ekki tilefni til að því er við fáum séð að endurskoða þetta,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt, tekur í sama streng og segir ákvörðunina hafa verið tekna af vel ígrunduðu máli. „Veltum við öllum steinum og við náttúrlega fórum ekki út í þetta af neinni annarri ástæðu en þeirri að það var mannekla, veruleg mannekla, sem að okkur tókst ekki að ráða fram úr. Í ljósi þess þá urðum við að gera þessar breytingar og ég núna þegar þessi breyting er um garð gengin þá er mjög erfitt að vinda ofan af henni og ég sé bara ekki hreinlega að það sé hægt,“ segir Karl. Hann bendir á að með tilkomu nýs meðferðarkjarna verði þjónustan öll sameinuð á ný undir sama þaki. „Þetta undirstrikar ennþá meira en áður að við þurfum að sameina bráðaþjónustu í eitt hús á einni deild og þangað til að það er gert að þá verðum við með þessa óþægilegu aðstæður, að vinna í tveimur húsum,“ segir Karl. „Auðvitað vildum við geta sameinað þessar deildir strax í dag á nýjum meðferðarkjarna og ég vona bara að þeirri uppbyggingu verði flýtt.“Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt Landspítalans.Vísir/skjáskotSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst treysta faglegu mati Landspítalans. „Auðvitað er þessi ákvörðun rökstudd með tilteknum hætti og Landspítalinn verður að meta það. En ég hlýt að horfa til þess, þar sem að embætti landlæknis er svona minn ráðgjafi í heilbrigðismálum meðal annars, að hlýtur að vera ástæða til þess að hvetja Landspítalann til að meta þessa ákvörðun eftir tiltekinn tíma,“ segir Svandís. Hún mun á morgun ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heimsækja stofnanir Landspítalans og kynna sér starfsemina og stöðu mála.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11
Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58
Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00