Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Andri Eysteinsson skrifar 30. desember 2018 12:24 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. Unga fólkið í ríkisstjórninni þarf að átta sig annars fari allt til fjandans í vetur enda viti þau ekki hvað gæti verið í vændum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það þó jákvæða þróun hversu meðvitað samfélagið er um mikilvægi jöfnuðar. Styrmir og Katrín voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Rólegt ár en erfiðir tímar framundan fyrir ríkisstjórnina Aðspurður sagðist Styrmir telja að liði ár hafi verið rólegt fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ríkisstjórnin hafi haft það gott. Erfiðari tímar séu þó fram undan vegna undiröldu kjarasamninga og kjara í samfélaginu. „Mjög sterk tilfinning hjá fólki um að þjóðfélagið sé að skiptast í tvennt. Þeir sem eru í aðstöðu til tryggja sína hagsmuni og skilja hina eftir“,segir Styrmir. Styrmir segist finna fyrir þessum tón í samfélaginu og segir unga fólkið í ríkisstjórninni þurfa að átta sig á þessu annars fari allt „til fjandans“ í vetur. Katrín segist finna fyrir umræðunni um jöfnuð og segir hana allt aðra en hún var fyrir tíu árum síðan. Árin fyrir hrun hafi ójöfnuður verið miklu meiri en umræðan nánast engin. „Mér finnst það í raun og veru mjög jákvæð þróun hversu miklu meðvitaðri við erum um að jöfnuður skipti máli fyrir hagsæld samfélaga,“ sagði forsætisráðherra. Katrín vill meina að þetta útskýri þessa undiröldu sem greina má í samfélaginu.Verkfallsaðgerðir, hörku átök og hættulegt ástand Styrmir Gunnarsson segir hins vegar að stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir þessu. „Undir lok viðreisnaráratugarins voru vaxandi umræður um eitt grundvallaratriði sem ég held að sé grundvallaratriði í dag. Efnamunurinn má ekki verða of mikill, þetta fór gersamlega úr böndum á fyrstu árum nýrrar aldar, gersamlega klikkað ástand. Ég er ansi hræddur um að tilfinning fólks sé sú að, þrátt fyrir hrunið, sé þróunin hafin að nýju,“ sagði Styrmir. Ritstjórinn fyrrverandi minnist á umfjallanir Morgunblaðsins, sem vinstri menn hafi kallað „vonda Morgunblaðið“, sem hélt því fram að efnamunur fólks mætti ekki verða of mikill í eins litlu samfélagi og Ísland er. Styrmir segist muna eftir verkfallsátökum þegar verkfallsverðir stoppuðu mjólkurbíla í Ártúnsbrekku og helltu niður mjólkinni. Þetta hafi verið hörku átök og hættulegt ástand. Nýja kynslóðin í ríkisstjórninni viti ekki hvað gæti verið í vændum. Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. Unga fólkið í ríkisstjórninni þarf að átta sig annars fari allt til fjandans í vetur enda viti þau ekki hvað gæti verið í vændum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það þó jákvæða þróun hversu meðvitað samfélagið er um mikilvægi jöfnuðar. Styrmir og Katrín voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Rólegt ár en erfiðir tímar framundan fyrir ríkisstjórnina Aðspurður sagðist Styrmir telja að liði ár hafi verið rólegt fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ríkisstjórnin hafi haft það gott. Erfiðari tímar séu þó fram undan vegna undiröldu kjarasamninga og kjara í samfélaginu. „Mjög sterk tilfinning hjá fólki um að þjóðfélagið sé að skiptast í tvennt. Þeir sem eru í aðstöðu til tryggja sína hagsmuni og skilja hina eftir“,segir Styrmir. Styrmir segist finna fyrir þessum tón í samfélaginu og segir unga fólkið í ríkisstjórninni þurfa að átta sig á þessu annars fari allt „til fjandans“ í vetur. Katrín segist finna fyrir umræðunni um jöfnuð og segir hana allt aðra en hún var fyrir tíu árum síðan. Árin fyrir hrun hafi ójöfnuður verið miklu meiri en umræðan nánast engin. „Mér finnst það í raun og veru mjög jákvæð þróun hversu miklu meðvitaðri við erum um að jöfnuður skipti máli fyrir hagsæld samfélaga,“ sagði forsætisráðherra. Katrín vill meina að þetta útskýri þessa undiröldu sem greina má í samfélaginu.Verkfallsaðgerðir, hörku átök og hættulegt ástand Styrmir Gunnarsson segir hins vegar að stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir þessu. „Undir lok viðreisnaráratugarins voru vaxandi umræður um eitt grundvallaratriði sem ég held að sé grundvallaratriði í dag. Efnamunurinn má ekki verða of mikill, þetta fór gersamlega úr böndum á fyrstu árum nýrrar aldar, gersamlega klikkað ástand. Ég er ansi hræddur um að tilfinning fólks sé sú að, þrátt fyrir hrunið, sé þróunin hafin að nýju,“ sagði Styrmir. Ritstjórinn fyrrverandi minnist á umfjallanir Morgunblaðsins, sem vinstri menn hafi kallað „vonda Morgunblaðið“, sem hélt því fram að efnamunur fólks mætti ekki verða of mikill í eins litlu samfélagi og Ísland er. Styrmir segist muna eftir verkfallsátökum þegar verkfallsverðir stoppuðu mjólkurbíla í Ártúnsbrekku og helltu niður mjólkinni. Þetta hafi verið hörku átök og hættulegt ástand. Nýja kynslóðin í ríkisstjórninni viti ekki hvað gæti verið í vændum.
Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira