Segir samskipti við verkalýðshreyfinguna mikil og góð Andri Eysteinsson skrifar 30. desember 2018 13:26 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vísar á bug ásökunum Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um að Vinstri Grænir hafi misst tengslin við verkalýðshreyfinguna og átti sig ekki á því. Katrín og Styrmir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Sagði VG misst tengslin við fyrirrennara sína og verkalýðshreyfinguna Styrmir Gunnarsson velti upp spurningunni hvernig flokkur VG væri í dag, auðvitað væru þau vinstri flokkur en væru búin að missa rætur við uppruna sinn, sem rekja mætti í gegnum Alþýðubandalag, Sósíalistaflokk og Kommúnistaflokks Íslands. Þeir flokkar hafi átt það sameiginlegt að vera í mjög nánum tengslum við verkalýðshreyfinguna. Styrmir segist túlka orð Katrínar og samflokksmanna hennar á þá vegu að VG hafi misst þessi tengsl við gamla tíma og verkalýðshreyfinguna. Katrín hóf mál sitt með því að segja að hún hafi aldrei verið í Alþýðubandalaginu og hafi gengið til liðs við VG vegna þess að flokkurinn nálgaðist samfélagsmálin með nýjum hætti, út frá mikilvægu jafnvægi efnahags, umhverfis og samfélags. Katrín sagði jöfnuð hluta af því og verkalýðshreyfingin einnig.Fáar ríkisstjórnir átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna í seinni tíð Katrín segist ekki vita til annars en að samskipti við verkalýðshreyfinguna séu mikil og góð. Fáar ríkisstjórnir í seinni tíð hafi átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna en sú sem nú situr. Katrín telur að það sé meðal annars vegna áhrifa Vinstri Grænna þó svo að flokkurinn sé ekki eins og Kommúnistaflokkurinn gamli. Katrín kannist ekki við annað þó að Styrmir sé kannski með heimildir umfram þær sem Katrín hefur. „Ég hef engar heimildir, aðra en það sem þú og þínir flokksmenn segja opinberlega. Ég dreg þá ályktun frá því sem þið segið og hvernig þið talið opinberlega, að þið séuð ekki í tengslum við þann grunn samfélagsins sem verkalýðsfélögin eru fulltrúar fyrir,“ sagði Styrmir áður en hann bætti við að honum dytti ekki í hug annað en að ríkisstjórnin ætti góð samtöl við verkalýðsforingja. „En eitt eru góð samtöl, og annað eru opin og hreinskilin samtöl,“ sagði Styrmir og minnti á að traust milli stjórnvalda og forystu verkalýðshreyfingarinnar sé mikilvægt. Fundir í ráðherrabústaðnum séu góðir en tveggja manna tal væri enn betra. Katrín bætti þá inn rétt áður en viðtalinu lauk að vissulega hefðu þónokkur tveggja manna töl átt sér stað milli ríkisstjórnar og forystu verkalýðshreyfingarinnar.Umræður Katrínar og Styrmis um málið hefjast eftir sex mínútur og fimmtíuogfjórar sekúndur í spilaranum hér að ofan. Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vísar á bug ásökunum Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um að Vinstri Grænir hafi misst tengslin við verkalýðshreyfinguna og átti sig ekki á því. Katrín og Styrmir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Sagði VG misst tengslin við fyrirrennara sína og verkalýðshreyfinguna Styrmir Gunnarsson velti upp spurningunni hvernig flokkur VG væri í dag, auðvitað væru þau vinstri flokkur en væru búin að missa rætur við uppruna sinn, sem rekja mætti í gegnum Alþýðubandalag, Sósíalistaflokk og Kommúnistaflokks Íslands. Þeir flokkar hafi átt það sameiginlegt að vera í mjög nánum tengslum við verkalýðshreyfinguna. Styrmir segist túlka orð Katrínar og samflokksmanna hennar á þá vegu að VG hafi misst þessi tengsl við gamla tíma og verkalýðshreyfinguna. Katrín hóf mál sitt með því að segja að hún hafi aldrei verið í Alþýðubandalaginu og hafi gengið til liðs við VG vegna þess að flokkurinn nálgaðist samfélagsmálin með nýjum hætti, út frá mikilvægu jafnvægi efnahags, umhverfis og samfélags. Katrín sagði jöfnuð hluta af því og verkalýðshreyfingin einnig.Fáar ríkisstjórnir átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna í seinni tíð Katrín segist ekki vita til annars en að samskipti við verkalýðshreyfinguna séu mikil og góð. Fáar ríkisstjórnir í seinni tíð hafi átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna en sú sem nú situr. Katrín telur að það sé meðal annars vegna áhrifa Vinstri Grænna þó svo að flokkurinn sé ekki eins og Kommúnistaflokkurinn gamli. Katrín kannist ekki við annað þó að Styrmir sé kannski með heimildir umfram þær sem Katrín hefur. „Ég hef engar heimildir, aðra en það sem þú og þínir flokksmenn segja opinberlega. Ég dreg þá ályktun frá því sem þið segið og hvernig þið talið opinberlega, að þið séuð ekki í tengslum við þann grunn samfélagsins sem verkalýðsfélögin eru fulltrúar fyrir,“ sagði Styrmir áður en hann bætti við að honum dytti ekki í hug annað en að ríkisstjórnin ætti góð samtöl við verkalýðsforingja. „En eitt eru góð samtöl, og annað eru opin og hreinskilin samtöl,“ sagði Styrmir og minnti á að traust milli stjórnvalda og forystu verkalýðshreyfingarinnar sé mikilvægt. Fundir í ráðherrabústaðnum séu góðir en tveggja manna tal væri enn betra. Katrín bætti þá inn rétt áður en viðtalinu lauk að vissulega hefðu þónokkur tveggja manna töl átt sér stað milli ríkisstjórnar og forystu verkalýðshreyfingarinnar.Umræður Katrínar og Styrmis um málið hefjast eftir sex mínútur og fimmtíuogfjórar sekúndur í spilaranum hér að ofan.
Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24