Fótbolti

Pique kaupir neðrideildarliðið FC Andorra

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pique hugar að lífinu eftir fótboltann
Pique hugar að lífinu eftir fótboltann vísir/getty
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, og fjárfestingafélag sem hann fer fyrir festi kaup á FC Andorra, liði sem spilar í neðri deildum Spánar.

Fjárfestingafélag Pique, Kosmos, er orðið eigandi liðsins eftir að stjórnarmeðlimir liðsins samþykktu kaupin.

FC Andorra spilar í fimmtu deild á Spáni gegn liðum sem eru staðsett í Katalóníu. Liðið náði sínum besta árangri á síðustu áratugum síðustu aldar þegar það var í þriðju deildinni.

Pique hefur hægt og rólega fært sig út fyrir fótboltaheiminn með ýmsum viðskiptatækifærum og samkvæmt frétt Mundo Deportivo ætlar hann að hætta í fótbolta árið 2020 og einbeita sér að því að fara í framboð til forsetastöðu Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×