Ríkisráð kom saman á Bessastöðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2018 12:31 Staðan á vinnumarkaði verður eitt stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á nýju ári að sögn ráðherra. Tillögur að breytingum í þágu umferðaröryggis verða kynntar fljótlega á nýju ári. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. „Það mun augljóslega reyna á stöðuna á vinnumarkaði. Ég lít þannig á að okkar sameiginlega verkefni sé að ná að vernda þann árangur sem að við höfum náð í hús á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fundinn, spurður um stærstu verkefni ríkisstjórarinnar á nýju ári. Katrín Jakobsdóttir,forsætisráðherra tók í svipaðan streng og nefndi vinnumarkaðsmálin. „Það er líka ljóst að aðstæður eru að breytast í efnahagsmálum. Við erum að sjá hægari vöxt framundan þannig að það skiptir miklu máli núna hvernig við bregðumst við á næstu misserum og tökumst á við það til að tryggja hér áframhaldandi lífskjarabaráttu fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Aðspurð segir hún aðgerðir í loftslagsmálum vera meðal þess sem stóð upp úr á árinu. „Ég hlýt náttúrlega að nefna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem að ég held að hafi verið gríðarlega mikilvægt fyrsta skref sem okkar framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Katrín. Umferðaröryggi og staða vegakerfisins hefur verið áberandi í umræðunni en vinnu vegna nýrrar samgönguáætlunar líkur í janúar, en meira gæti þurft til. „Til þess að ná þeim markmiðum okkar um að fækka slysum þá þurfum við kannski að horfa á fleiri þætti eins og til dæmis hugsanlega lækkun hraða á hættulegustu stöðunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. „Það er eitthvað sem að við höfum verið að vinna að á síðustu vikum og verður vonandi hægt að kynna fljótlega.“ Alþingi Kjaramál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Staðan á vinnumarkaði verður eitt stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á nýju ári að sögn ráðherra. Tillögur að breytingum í þágu umferðaröryggis verða kynntar fljótlega á nýju ári. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. „Það mun augljóslega reyna á stöðuna á vinnumarkaði. Ég lít þannig á að okkar sameiginlega verkefni sé að ná að vernda þann árangur sem að við höfum náð í hús á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fundinn, spurður um stærstu verkefni ríkisstjórarinnar á nýju ári. Katrín Jakobsdóttir,forsætisráðherra tók í svipaðan streng og nefndi vinnumarkaðsmálin. „Það er líka ljóst að aðstæður eru að breytast í efnahagsmálum. Við erum að sjá hægari vöxt framundan þannig að það skiptir miklu máli núna hvernig við bregðumst við á næstu misserum og tökumst á við það til að tryggja hér áframhaldandi lífskjarabaráttu fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Aðspurð segir hún aðgerðir í loftslagsmálum vera meðal þess sem stóð upp úr á árinu. „Ég hlýt náttúrlega að nefna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem að ég held að hafi verið gríðarlega mikilvægt fyrsta skref sem okkar framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Katrín. Umferðaröryggi og staða vegakerfisins hefur verið áberandi í umræðunni en vinnu vegna nýrrar samgönguáætlunar líkur í janúar, en meira gæti þurft til. „Til þess að ná þeim markmiðum okkar um að fækka slysum þá þurfum við kannski að horfa á fleiri þætti eins og til dæmis hugsanlega lækkun hraða á hættulegustu stöðunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. „Það er eitthvað sem að við höfum verið að vinna að á síðustu vikum og verður vonandi hægt að kynna fljótlega.“
Alþingi Kjaramál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira