Ómögulegt að sinna sýkingarvörnum og meðalbiðtími nær sólarhringur Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2018 12:43 Alma D. Möller, landlæknir Stöð 2/Aðsend Alma D. Möller landlæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem skapast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Í minnisblaðinu segir til dæmis að dæmi séu um að sjúklingar hafi þurft að bíða í nær þrjá sólarhringa eftir innlögn og þá sé ómögulegt að sinna sýkingarvörnum eins og vera ber. Ábending um stöðuna barst Landlæknisembættinu þann 6. desember síðastliðinn. Samdægurs hóf embættið úttekt á stöðu mála með heimsóknum, rýni á gögnum og viðtölum við starfsfólk og stjórnendur, að því er segir í frétt á vef Landlæknisembættisins. Enn er unnið að skýrslu um niðurstöður úttektarinnar en landlæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað þann 17. desember með helstu niðurstöðum það sem af er, auk brýnustu ábendingar. Í minnisblaðinu kemur fram að biðtími sjúklinga sem þurfa innlögn á bráðamóttökunni aukist stöðugt. Biðtíminn er nú orðinn 23,3 klukkustundir að meðaltali miðað við 16,6 klukkustundir í fyrra. „Dæmi eru um að sjúklingar hafi þurft að bíða innlagnar í allt að 66 klst. og að sjúklingar útskrifist, þ.e. ljúki meðferð, án þess að hafa komist á viðeigandi deild. […] Svo dæmi sé tekið voru 267 sjúklingar þar á einum sólarhring þann 5. desember en þann dag komu 216 manns en fyrir var 51 sjúklingur frá fyrri dögum sem ekki hafði verið hægt að útskrifa,“ segir í minnisblaðinu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/VilhelmÞá er augljóst að álag á starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans sé mikið. Þannig þurfi hver hjúkrunarfræðingur að sinna of mörgum sjúklingum og þá hefur skráðum atvikum tengdum „umhverfi og aðstæðum á deildinni“ fjölgað. Slík atvik eru 51 talsins árið 2018 miðað við 29 tilvik árin á undan. Einnig er salernisaðstæða ekki í samræmi við þarfir og skortur er á einbýlum. Því verði ómögulegt að sinna sýkingarvörnum eins og vera ber, auk þess sem friðhelgi einkalífs er ekki tryggð við aðstæður sem þessar. Aðstæðurnar skerði enn fremur getu deildarinnar til að takast á við hópslys og þá sé alvarlegt að staðan sé svo alvarleg rétt áður en inflúensutímabilið gengur í garð. Í minnisblaðinu leggur landlæknir til nokkur úrræði til að bæta ástandið.Öldrunarheimilið á Seltjarnarnesi verði opnað eins fljótt og verða má. · Opnun sjúkrahótels verði flýtt eins og unnt er.Greint verði frekar hver áhrif af þessu tvennu verði og metið í samráði við Landspítala hvort grípa þurfi til frekari úrræða eins og til dæmis að fela til þess bærum aðilum að reka hjúkrunarrými til bráðabirgða.Heimahjúkrun og heimaþjónusta verði efld og áhersla lögð á samhæfingu öldrunarþjónustu. Bent var á í nýlegri skýrslu KPMG um mat á InterRAI mælitækjum að hérlendis fer mun lægra hlutfall af vergri landsframleiðslu til heimahjúkrunar en á hinum norðurlöndunum.Til lengri tíma þarf að ráðast í nákvæma greiningu á þörf fyrir hjúkrunarrými, heimahjúkrun og heimaþjónustu. Ennfremur ætti að auka áherslu á heilsueflingu eldri borgara.Efla þarf mönnun, sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, til skemmri og lengri tíma. Landlækni er kunnugt um að heilbrigðisráðherra hefur þegar lagt fram tillögur til að bregðast við þeim vanda sem að mati landlæknis þolir enga bið. 200 manns leita á bráðamóttökuna á degi hverjum, þar af þurfa 20 sjúklingar innlögn. Móttaka hjartasjúklinga bættist svo ofan á verkefni bráðamóttökunnar eftir að Hjartagátt Landspítalans var lokað þann 1. desember síðastliðinn. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53 Alvarlegt ástand á Landspítalanum Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. 10. desember 2018 22:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Alma D. Möller landlæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem skapast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Í minnisblaðinu segir til dæmis að dæmi séu um að sjúklingar hafi þurft að bíða í nær þrjá sólarhringa eftir innlögn og þá sé ómögulegt að sinna sýkingarvörnum eins og vera ber. Ábending um stöðuna barst Landlæknisembættinu þann 6. desember síðastliðinn. Samdægurs hóf embættið úttekt á stöðu mála með heimsóknum, rýni á gögnum og viðtölum við starfsfólk og stjórnendur, að því er segir í frétt á vef Landlæknisembættisins. Enn er unnið að skýrslu um niðurstöður úttektarinnar en landlæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað þann 17. desember með helstu niðurstöðum það sem af er, auk brýnustu ábendingar. Í minnisblaðinu kemur fram að biðtími sjúklinga sem þurfa innlögn á bráðamóttökunni aukist stöðugt. Biðtíminn er nú orðinn 23,3 klukkustundir að meðaltali miðað við 16,6 klukkustundir í fyrra. „Dæmi eru um að sjúklingar hafi þurft að bíða innlagnar í allt að 66 klst. og að sjúklingar útskrifist, þ.e. ljúki meðferð, án þess að hafa komist á viðeigandi deild. […] Svo dæmi sé tekið voru 267 sjúklingar þar á einum sólarhring þann 5. desember en þann dag komu 216 manns en fyrir var 51 sjúklingur frá fyrri dögum sem ekki hafði verið hægt að útskrifa,“ segir í minnisblaðinu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/VilhelmÞá er augljóst að álag á starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans sé mikið. Þannig þurfi hver hjúkrunarfræðingur að sinna of mörgum sjúklingum og þá hefur skráðum atvikum tengdum „umhverfi og aðstæðum á deildinni“ fjölgað. Slík atvik eru 51 talsins árið 2018 miðað við 29 tilvik árin á undan. Einnig er salernisaðstæða ekki í samræmi við þarfir og skortur er á einbýlum. Því verði ómögulegt að sinna sýkingarvörnum eins og vera ber, auk þess sem friðhelgi einkalífs er ekki tryggð við aðstæður sem þessar. Aðstæðurnar skerði enn fremur getu deildarinnar til að takast á við hópslys og þá sé alvarlegt að staðan sé svo alvarleg rétt áður en inflúensutímabilið gengur í garð. Í minnisblaðinu leggur landlæknir til nokkur úrræði til að bæta ástandið.Öldrunarheimilið á Seltjarnarnesi verði opnað eins fljótt og verða má. · Opnun sjúkrahótels verði flýtt eins og unnt er.Greint verði frekar hver áhrif af þessu tvennu verði og metið í samráði við Landspítala hvort grípa þurfi til frekari úrræða eins og til dæmis að fela til þess bærum aðilum að reka hjúkrunarrými til bráðabirgða.Heimahjúkrun og heimaþjónusta verði efld og áhersla lögð á samhæfingu öldrunarþjónustu. Bent var á í nýlegri skýrslu KPMG um mat á InterRAI mælitækjum að hérlendis fer mun lægra hlutfall af vergri landsframleiðslu til heimahjúkrunar en á hinum norðurlöndunum.Til lengri tíma þarf að ráðast í nákvæma greiningu á þörf fyrir hjúkrunarrými, heimahjúkrun og heimaþjónustu. Ennfremur ætti að auka áherslu á heilsueflingu eldri borgara.Efla þarf mönnun, sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, til skemmri og lengri tíma. Landlækni er kunnugt um að heilbrigðisráðherra hefur þegar lagt fram tillögur til að bregðast við þeim vanda sem að mati landlæknis þolir enga bið. 200 manns leita á bráðamóttökuna á degi hverjum, þar af þurfa 20 sjúklingar innlögn. Móttaka hjartasjúklinga bættist svo ofan á verkefni bráðamóttökunnar eftir að Hjartagátt Landspítalans var lokað þann 1. desember síðastliðinn.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53 Alvarlegt ástand á Landspítalanum Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. 10. desember 2018 22:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58
Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53
Alvarlegt ástand á Landspítalanum Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. 10. desember 2018 22:00