Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 13:30 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. Formaður Eflingar segir til einskis að halda viðræðum áfram með þeim hætti sem verið hefur. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að afturkalla samningsumboð sitt frá samninganefnd Starfsgreinasambandsins þar sem öll félög þess höfðu áður sameinast í fyrsta skipti í sögu þess. Í morgun tilkynnti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sambandinu að það myndi fylgja Eflingu út úr samflotinu. Í viðtali á Vísi segist Vilhjálmur stefna á samflot með VR eins og Efling ætlar að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Efling og VR muni jafnvel vísa deilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara strax í dag. „Ég get ekki svarað um það akkúrat núna. En það verður væntanlega farið í það sem allra fyrst,” segir Sóveig Anna. Vilji Eflingar og VR til samstarfs sé ótvíræður og deilunni verði að minnsta kosti að öllum líkindum vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. Tillaga Eflingar og sex annarra verkaklýðsfélaga innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins um að vísa deilunni áfram var ekki samþykkt á fundi nefndarinnar á föstudag og er ákvörðun Eflingar beint framhald af þeirri niðurstöðu. „Okkar mat er að það sé til einskis að halda viðræðunum áfram með því formi sem verið hefur. Þar af leiðandi sé ekkert annað í stöðunni en gera þetta,” segir Sólveig Anna. Kröfur Eflingar hafi ekkert breyst og sé þær sömu og samþykktar hafi verið innan Starfsgreinasambandsins. Þetta snúist um aðferðir. „Flýta ferlinu og svo skiptir það okkur auðvitað gríðarlegu máli eins og margoft hefur komið fram að vera í þessu mikla og góða samstarfi við VR.”Þið sjáið slagkraft í að vera með öðru svona fjölmennu félagi?„Sannarlega og svo má ekki gleyma því að VR lagði fram kröfugerð sem er að miklu leyti samhljóða kröfugerðinni sem við lögðum fram,” segir Sólveig Anna. Auk Eflingar lögðu sex önnur verkalýðsfélög til í samninganefnd Starfsgreinasambandsins að deilunni yrði vísað strax til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segist ekki geta svarað því hvort öll þessi félög muni fylgja Eflingu að málum nú. „Þú verður bara að tala við formenn annarra félaga,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. Formaður Eflingar segir til einskis að halda viðræðum áfram með þeim hætti sem verið hefur. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að afturkalla samningsumboð sitt frá samninganefnd Starfsgreinasambandsins þar sem öll félög þess höfðu áður sameinast í fyrsta skipti í sögu þess. Í morgun tilkynnti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sambandinu að það myndi fylgja Eflingu út úr samflotinu. Í viðtali á Vísi segist Vilhjálmur stefna á samflot með VR eins og Efling ætlar að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Efling og VR muni jafnvel vísa deilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara strax í dag. „Ég get ekki svarað um það akkúrat núna. En það verður væntanlega farið í það sem allra fyrst,” segir Sóveig Anna. Vilji Eflingar og VR til samstarfs sé ótvíræður og deilunni verði að minnsta kosti að öllum líkindum vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. Tillaga Eflingar og sex annarra verkaklýðsfélaga innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins um að vísa deilunni áfram var ekki samþykkt á fundi nefndarinnar á föstudag og er ákvörðun Eflingar beint framhald af þeirri niðurstöðu. „Okkar mat er að það sé til einskis að halda viðræðunum áfram með því formi sem verið hefur. Þar af leiðandi sé ekkert annað í stöðunni en gera þetta,” segir Sólveig Anna. Kröfur Eflingar hafi ekkert breyst og sé þær sömu og samþykktar hafi verið innan Starfsgreinasambandsins. Þetta snúist um aðferðir. „Flýta ferlinu og svo skiptir það okkur auðvitað gríðarlegu máli eins og margoft hefur komið fram að vera í þessu mikla og góða samstarfi við VR.”Þið sjáið slagkraft í að vera með öðru svona fjölmennu félagi?„Sannarlega og svo má ekki gleyma því að VR lagði fram kröfugerð sem er að miklu leyti samhljóða kröfugerðinni sem við lögðum fram,” segir Sólveig Anna. Auk Eflingar lögðu sex önnur verkalýðsfélög til í samninganefnd Starfsgreinasambandsins að deilunni yrði vísað strax til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segist ekki geta svarað því hvort öll þessi félög muni fylgja Eflingu að málum nú. „Þú verður bara að tala við formenn annarra félaga,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34
Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30