Pressa á ráðherra vegna alvarlegs ástands á Landspítalanum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2018 20:00 Í minnisblaði sem Alma D. Möller landlæknir sendi til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra kemur fram að sjúklingar bíði á bráðamóttöku í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Öryggi sjúklinga sé ógnað með þessum hætti og brýnt sé að ráðherra bregðist skjótt við. Landlæknir skilaði heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem myndaðist á bráðamóttöku Landspítalans í byrjun mánaðar. Nýting sjúkrarýma fór upp í 117 prósent en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum er gert ráð fyrir 85 prósent nýtingu. Sjúklingar sem bíða eftir innlögn og eru vistaðir á bráðamóttöku bíða nú í rúmar 23 klukkustundir en fyrir ári var biðin tæpar 17 klukkustundir. Erlend viðmið gera ráð fyrir 6 klukkustunda bið. Dæmi eru til um að sjúklingar bíði í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Landlæknir segir ástandið óviðunandi og hvetur heilbrigðisráðherra til að bregðast skjótt við. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að grípa þurfi til aðgerða áður en flensutíðin mæti sem erfiðust er í febrúar og mars. „Það sem þarf að breytast til þess að við getum brugðist við þessu er að við náum að útskrifa fólk skilvirkar og hraðar af spítalanum þegar það hefur lokið virkri meðferð hér,“ segir Páll og bendir á að Landspítalinn sé mjög gott sjúkrahús fyrir bráðveikt fólk en ekki gott hjúkrunarheimili. Tvö hundruð manns leita á bráðamóttökuna á degi hverjum, þar af þurfa 20 sjúklingar innlögn. En allt að 76 sjúklingar hafa verið þar samtímis en pláss er fyrir 56. 5. Desember síðastliðinn voru 267 sjúklingar sem leituðu þangað á einum sólahring og fyrir voru 51 sjúklingur frá fyrri dögum sem ekki var hægt að útskrifa. „Ég verð að segja það að stjórnvöld og heilbrigðisráðherra hafa tekið þessu alvarlega og brugðist skjótt við. Þannig að við gerum okkur vonir um að við sjáum fljótlega árangur og fáum svör,“ segir hann. Heilbrigðisráðherra vildi bíða með að veita viðtal vegna málsins þar til hlutaúttekt landlæknis liggur fyrir. Heilbrigðismál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Sjá meira
Í minnisblaði sem Alma D. Möller landlæknir sendi til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra kemur fram að sjúklingar bíði á bráðamóttöku í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Öryggi sjúklinga sé ógnað með þessum hætti og brýnt sé að ráðherra bregðist skjótt við. Landlæknir skilaði heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem myndaðist á bráðamóttöku Landspítalans í byrjun mánaðar. Nýting sjúkrarýma fór upp í 117 prósent en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum er gert ráð fyrir 85 prósent nýtingu. Sjúklingar sem bíða eftir innlögn og eru vistaðir á bráðamóttöku bíða nú í rúmar 23 klukkustundir en fyrir ári var biðin tæpar 17 klukkustundir. Erlend viðmið gera ráð fyrir 6 klukkustunda bið. Dæmi eru til um að sjúklingar bíði í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Landlæknir segir ástandið óviðunandi og hvetur heilbrigðisráðherra til að bregðast skjótt við. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að grípa þurfi til aðgerða áður en flensutíðin mæti sem erfiðust er í febrúar og mars. „Það sem þarf að breytast til þess að við getum brugðist við þessu er að við náum að útskrifa fólk skilvirkar og hraðar af spítalanum þegar það hefur lokið virkri meðferð hér,“ segir Páll og bendir á að Landspítalinn sé mjög gott sjúkrahús fyrir bráðveikt fólk en ekki gott hjúkrunarheimili. Tvö hundruð manns leita á bráðamóttökuna á degi hverjum, þar af þurfa 20 sjúklingar innlögn. En allt að 76 sjúklingar hafa verið þar samtímis en pláss er fyrir 56. 5. Desember síðastliðinn voru 267 sjúklingar sem leituðu þangað á einum sólahring og fyrir voru 51 sjúklingur frá fyrri dögum sem ekki var hægt að útskrifa. „Ég verð að segja það að stjórnvöld og heilbrigðisráðherra hafa tekið þessu alvarlega og brugðist skjótt við. Þannig að við gerum okkur vonir um að við sjáum fljótlega árangur og fáum svör,“ segir hann. Heilbrigðisráðherra vildi bíða með að veita viðtal vegna málsins þar til hlutaúttekt landlæknis liggur fyrir.
Heilbrigðismál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Sjá meira