Ekki flókið að tína til höggin sem skilja að Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. desember 2018 11:00 Guðrún slær af teig á Íslandsmótinu í sumar. Mynd/GSÍmyndir/sigurður elvar Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn í höggleik, Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili, segir að það hafi verið viss vonbrigði að vera annað árið í röð aðeins nokkrum höggum frá því að komast á Evrópumótaröðina í golfi. „Auðvitað er maður fyrst og fremst svekktur, þetta eru sex högg sem munar að ég endi meðal 25 efstu, það er hægt að horfa á þetta sem eitt högg á dag. Það er auðvelt þegar ég lít til baka að finna þessi 5-6 högg sem þurfti til,“ sagði Guðrún aðspurð hvernig tilfinningarnar væru eftir mótið er hún var á heimleið til Íslands. Í gær lauk fyrsta tímabili Guðrúnar sem atvinnukylfings þar sem hún hefur leikið á LETA-mótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu, og lenti hún í 69. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Besta árangrinum náði hún í lokamóti tímabilsins í Barcelona þar sem hún var efst fyrir lokahringinn en fataðist flugið á lokahringnum og lenti í 17. sæti. Þá gerði hún atlögu að því að komast inn á Evrópumótaröðina og verða um leið fjórði íslenski kvenkylfingurinn sem kemst inn á þessa sterkustu mótaröð Evrópu. Hún lék heilt yfir stöðugt golf, fékk níu skolla, einn skramba og átta fugla á hringjunum en það dugði ekki til, Guðrún var fimm höggum frá því að enda meðal 25 efstu sem fengu þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. „Heilt yfir var spilamennskan góð, ég var að slá betur en ég hef gert til þessa en pútterinn brást mér þessa vikuna. Ég tek það út úr þessu móti að hafa slegið vel en ég veit að ég á nóg inni á flötunum.“ Guðrún hefur átt viðburðaríkt ár en hún var hluti af Evrópuúrvali áhugakylfinga í mars ásamt því að verða Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn í sumar. „Þessir tveir viðburðir standa upp úr, Íslandsmeistaratitillinn var ansi kærkominn og mér fannst frábært að spila fyrir hönd Evrópu í Doha. Markmið næsta árs er svo bara að gera betur á mótunum á LETA-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá brött að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn í höggleik, Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili, segir að það hafi verið viss vonbrigði að vera annað árið í röð aðeins nokkrum höggum frá því að komast á Evrópumótaröðina í golfi. „Auðvitað er maður fyrst og fremst svekktur, þetta eru sex högg sem munar að ég endi meðal 25 efstu, það er hægt að horfa á þetta sem eitt högg á dag. Það er auðvelt þegar ég lít til baka að finna þessi 5-6 högg sem þurfti til,“ sagði Guðrún aðspurð hvernig tilfinningarnar væru eftir mótið er hún var á heimleið til Íslands. Í gær lauk fyrsta tímabili Guðrúnar sem atvinnukylfings þar sem hún hefur leikið á LETA-mótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu, og lenti hún í 69. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Besta árangrinum náði hún í lokamóti tímabilsins í Barcelona þar sem hún var efst fyrir lokahringinn en fataðist flugið á lokahringnum og lenti í 17. sæti. Þá gerði hún atlögu að því að komast inn á Evrópumótaröðina og verða um leið fjórði íslenski kvenkylfingurinn sem kemst inn á þessa sterkustu mótaröð Evrópu. Hún lék heilt yfir stöðugt golf, fékk níu skolla, einn skramba og átta fugla á hringjunum en það dugði ekki til, Guðrún var fimm höggum frá því að enda meðal 25 efstu sem fengu þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. „Heilt yfir var spilamennskan góð, ég var að slá betur en ég hef gert til þessa en pútterinn brást mér þessa vikuna. Ég tek það út úr þessu móti að hafa slegið vel en ég veit að ég á nóg inni á flötunum.“ Guðrún hefur átt viðburðaríkt ár en hún var hluti af Evrópuúrvali áhugakylfinga í mars ásamt því að verða Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn í sumar. „Þessir tveir viðburðir standa upp úr, Íslandsmeistaratitillinn var ansi kærkominn og mér fannst frábært að spila fyrir hönd Evrópu í Doha. Markmið næsta árs er svo bara að gera betur á mótunum á LETA-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá brött að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti