Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 21:44 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun viðmælenda við samningaborðið ekki breyta því hvað sé til skiptanna í komandi kjarasamningum. Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að kalla inn samningsumboð sitt hjá Starfsgreinasambandinu og fara í samflot með VR og í morgun tilkynnti formaður Verkalýðsfélags Akraness að félagið myndi fylgja Eflingu. Félögin munu vísa deilu sinni við atvinnurekendur formlega til ríkissáttasemjara á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tímann verða að leiða í ljós hvaða áhrif þessar hræringar hafi á samningaviðræðurnar. „Aðgerðir eiga aldrei að vera markmið eins eða neins. Nú erum við að fara inn í jólahátíðina og ég held að við eigum að einsetja okkur að ná kjarasamningum án rósturs og aðgerða á vinnumarkaði. Það er atburðarás sem enginn vill hrinda af stað,“ segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir það vonbrigði að leiðir skilji. En aðildarfélögin nítján sameinuðust í fyrsta sinn í sögu sinni öll við samningaborðið í haust.Verður þetta keppni á milli hópa um hver nær betri samningi við Samtök atvinnulífsins? „Nei, nei. Það er engin keppni þarna á milli. Vegna þess að báðir aðilar og allir sem standa í samningagerð hafa bara eitt markmið. Það er að ná kjarasamningi til að bæta stöðu síns félagsfólks,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir annan hópinn ekki geta vænst þess að fá betri samning en hinn. „Hvernig sem verkalýðshreyfingin kýs að skipuleggja sig, hverja hún kýs að kalla að borðinu, breytir því ekki hvað er til skiptanna. Breytir því ekki hvernig gangurinn er í hagkerfinu,“ segir framkvæmdastjóri SA. Verkalýðshreyfingin er einnig með kröfur á stjórnvöld í skatta- og húsnæðismálum. En átakshópur á vegum stjórnvalda skilar tillögum í húsnæðismálum hinn 20. janúar. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir hvað stjórnvöld eru seint á ferðinni með sín svör sem geti hamlað samningum. „Þannig að mér finnst að stjórnvöld þurfi að fara að hressast í að koma með eitthvað inn í þessar samningaviðræður. Þannig að það kannski strandar á þeim að lokum? Það gæti alveg gert það og þá er það mikill ábyrgðarhluti,“ segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun viðmælenda við samningaborðið ekki breyta því hvað sé til skiptanna í komandi kjarasamningum. Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að kalla inn samningsumboð sitt hjá Starfsgreinasambandinu og fara í samflot með VR og í morgun tilkynnti formaður Verkalýðsfélags Akraness að félagið myndi fylgja Eflingu. Félögin munu vísa deilu sinni við atvinnurekendur formlega til ríkissáttasemjara á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tímann verða að leiða í ljós hvaða áhrif þessar hræringar hafi á samningaviðræðurnar. „Aðgerðir eiga aldrei að vera markmið eins eða neins. Nú erum við að fara inn í jólahátíðina og ég held að við eigum að einsetja okkur að ná kjarasamningum án rósturs og aðgerða á vinnumarkaði. Það er atburðarás sem enginn vill hrinda af stað,“ segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir það vonbrigði að leiðir skilji. En aðildarfélögin nítján sameinuðust í fyrsta sinn í sögu sinni öll við samningaborðið í haust.Verður þetta keppni á milli hópa um hver nær betri samningi við Samtök atvinnulífsins? „Nei, nei. Það er engin keppni þarna á milli. Vegna þess að báðir aðilar og allir sem standa í samningagerð hafa bara eitt markmið. Það er að ná kjarasamningi til að bæta stöðu síns félagsfólks,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir annan hópinn ekki geta vænst þess að fá betri samning en hinn. „Hvernig sem verkalýðshreyfingin kýs að skipuleggja sig, hverja hún kýs að kalla að borðinu, breytir því ekki hvað er til skiptanna. Breytir því ekki hvernig gangurinn er í hagkerfinu,“ segir framkvæmdastjóri SA. Verkalýðshreyfingin er einnig með kröfur á stjórnvöld í skatta- og húsnæðismálum. En átakshópur á vegum stjórnvalda skilar tillögum í húsnæðismálum hinn 20. janúar. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir hvað stjórnvöld eru seint á ferðinni með sín svör sem geti hamlað samningum. „Þannig að mér finnst að stjórnvöld þurfi að fara að hressast í að koma með eitthvað inn í þessar samningaviðræður. Þannig að það kannski strandar á þeim að lokum? Það gæti alveg gert það og þá er það mikill ábyrgðarhluti,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00
Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30