Þingmenn Miðflokks fara með málið fyrir Landsrétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2018 10:27 Bára Halldórsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur með nýjan farsíma sem hún fékk að gjöf frá ónefndum velgjörðarmanni. Vísr/Vilhelm Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði beiðni þeirra um að fram færu vitnaleiðslur í dómsal auk þess sem sönnunargagna yrði aflað í Klaustursmálinu svonefnda. Stundin greindi fyrst frá kærunni.Um er að ræða þingmennina Bergþór Ólason, Gunnar Braga Sveinsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Bára Halldórsdóttir hefur viðurkennt að hafa tekið upp samtal þeirra fjögurra í á fjórðu klukkustund og komið í hendur fjölmiðla. Reimar Pétursson lögmaður hefur fyrir hönd umbjóðenda sinna fjögurra kært úrskurðinn til Landsréttar og má reikna með því að hann verði tekinn fyrir fljótlega í Landsrétti. Í kærunni kemur fram að ýmislegt gefi til kynna einbeittan brotavilja Báru, að um fyrirframgefið markmið hafi verið að ræða að taka samtalið upp. „Hún hafi gengið fumlaust til verka. Hún hafi haft meðferðis bæklinga sem hún notaði sem yfirvarp og búnað sem hentaði til verksins,“ segir í greinagerð Reimars. Bæklingurinn er ferðamannabæklingur sem Bára hefur viðurkennt að hafa þóst vera að skoða og búnaðurinn farsími hennar. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sem gætir réttinda Báru, segir í samtali við Vísi að reikna megi með því að málið verði flutt skriflega. Það sé undantekning frá meginreglunni þegar kærumál séu flutt munnlega. Kærandi skilaði greinargerð í gær.Uppfært klukkan 15:36Verjendur Báru hafa til 9. janúar til að skila greinagerð í málinu til Landsréttar.Þingmenn Miðflokksins á Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember.Vísir/Bára HalldórsdóttirFyrirframgefið markmið að njósna Í greinagerð Reimars kemur meðal annars fram með því að óska eftir því að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í nágrenninu sé verið að tryggja varðveislu efnisins ef til dómsmáls komi síðar meir. Þá telja þingmennirnir fjarri því sjálfgefið að fá aðgang að myndefninu án aðstoðar dómstóla. Þingmennirnir hafa engu að síður gert tilraun til þess og sent erindi á aðila í því skyni að fá aðgang að myndefni frá Klaustri og Alþingi. „Fáist slíkur aðgangur verður látið reyna á hvort unnt sé að gera viðunandi ráðstafanir án atbeina dómstóla til að tryggja að slíkur aðgangur verði tryggður þar til máls hafa verið leidd til lykta,“ segir í greinargerðinni. Þá minna þingmennirnir á að þeir hafi átt í einkasamtali og „réttilega vænst þess að samtal þeirra sætti engum njósnum og hvað þá upptöku. Ekkert við aðstæður á stðanum hafi gefið þeim tilefni til að ætla annað. Fámennt hafi verið og næstu gestir sátu fjarri þeim“.Bára ásamt Auði Tinnu og Ragnari Aðalsteinssyni, lögmönnum Réttar.Vísir/VilhelmSperrti eyrun Sjálf hafi Bára greint frá því að það hafi verið „erfitt að greina allt sem þau sögðu“. Þá hefði hún einnig „á stundum falið símann með gögnum“ og er vísað í viðtal Vísis við Báru. Þá vísa þingmennirnir í fleiri orð Báru í viðtölum við fjölmiðla. Meðal annars að hún hafi þóst vera að lesa fyrrnefnda ferðamannabæklinga og þannig leynt aðgerðum sínum. Hún hefði „sperrt eyrun“, ekki heyrt samtalið vel og ákveðið að „taka það upp og hlusta á aftur“. Allt þetta og fleira telja þingmennirnir benda til þess að Bára hafi komið á Klaustur með það fyrirframgefna markmið að njósna um og taka upp samtöl sóknaraðila. „Þá hafi hún dvalið á staðnum svo lengi sem í fjórar klukkustundir. Hafi hún þó sagst hafa verið á leiðinni á æfingu á leiksýningu sem ætlunin var að frumsýna tveimur dögum síðar, án þess að þetta hafi neitt tálmað þaulsetu hennar yfir upptökunum.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. 20. desember 2018 07:00 Héraðsdómur hafnaði kröfu þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. desember 2018 12:06 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði beiðni þeirra um að fram færu vitnaleiðslur í dómsal auk þess sem sönnunargagna yrði aflað í Klaustursmálinu svonefnda. Stundin greindi fyrst frá kærunni.Um er að ræða þingmennina Bergþór Ólason, Gunnar Braga Sveinsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Bára Halldórsdóttir hefur viðurkennt að hafa tekið upp samtal þeirra fjögurra í á fjórðu klukkustund og komið í hendur fjölmiðla. Reimar Pétursson lögmaður hefur fyrir hönd umbjóðenda sinna fjögurra kært úrskurðinn til Landsréttar og má reikna með því að hann verði tekinn fyrir fljótlega í Landsrétti. Í kærunni kemur fram að ýmislegt gefi til kynna einbeittan brotavilja Báru, að um fyrirframgefið markmið hafi verið að ræða að taka samtalið upp. „Hún hafi gengið fumlaust til verka. Hún hafi haft meðferðis bæklinga sem hún notaði sem yfirvarp og búnað sem hentaði til verksins,“ segir í greinagerð Reimars. Bæklingurinn er ferðamannabæklingur sem Bára hefur viðurkennt að hafa þóst vera að skoða og búnaðurinn farsími hennar. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sem gætir réttinda Báru, segir í samtali við Vísi að reikna megi með því að málið verði flutt skriflega. Það sé undantekning frá meginreglunni þegar kærumál séu flutt munnlega. Kærandi skilaði greinargerð í gær.Uppfært klukkan 15:36Verjendur Báru hafa til 9. janúar til að skila greinagerð í málinu til Landsréttar.Þingmenn Miðflokksins á Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember.Vísir/Bára HalldórsdóttirFyrirframgefið markmið að njósna Í greinagerð Reimars kemur meðal annars fram með því að óska eftir því að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í nágrenninu sé verið að tryggja varðveislu efnisins ef til dómsmáls komi síðar meir. Þá telja þingmennirnir fjarri því sjálfgefið að fá aðgang að myndefninu án aðstoðar dómstóla. Þingmennirnir hafa engu að síður gert tilraun til þess og sent erindi á aðila í því skyni að fá aðgang að myndefni frá Klaustri og Alþingi. „Fáist slíkur aðgangur verður látið reyna á hvort unnt sé að gera viðunandi ráðstafanir án atbeina dómstóla til að tryggja að slíkur aðgangur verði tryggður þar til máls hafa verið leidd til lykta,“ segir í greinargerðinni. Þá minna þingmennirnir á að þeir hafi átt í einkasamtali og „réttilega vænst þess að samtal þeirra sætti engum njósnum og hvað þá upptöku. Ekkert við aðstæður á stðanum hafi gefið þeim tilefni til að ætla annað. Fámennt hafi verið og næstu gestir sátu fjarri þeim“.Bára ásamt Auði Tinnu og Ragnari Aðalsteinssyni, lögmönnum Réttar.Vísir/VilhelmSperrti eyrun Sjálf hafi Bára greint frá því að það hafi verið „erfitt að greina allt sem þau sögðu“. Þá hefði hún einnig „á stundum falið símann með gögnum“ og er vísað í viðtal Vísis við Báru. Þá vísa þingmennirnir í fleiri orð Báru í viðtölum við fjölmiðla. Meðal annars að hún hafi þóst vera að lesa fyrrnefnda ferðamannabæklinga og þannig leynt aðgerðum sínum. Hún hefði „sperrt eyrun“, ekki heyrt samtalið vel og ákveðið að „taka það upp og hlusta á aftur“. Allt þetta og fleira telja þingmennirnir benda til þess að Bára hafi komið á Klaustur með það fyrirframgefna markmið að njósna um og taka upp samtöl sóknaraðila. „Þá hafi hún dvalið á staðnum svo lengi sem í fjórar klukkustundir. Hafi hún þó sagst hafa verið á leiðinni á æfingu á leiksýningu sem ætlunin var að frumsýna tveimur dögum síðar, án þess að þetta hafi neitt tálmað þaulsetu hennar yfir upptökunum.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. 20. desember 2018 07:00 Héraðsdómur hafnaði kröfu þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. desember 2018 12:06 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. 20. desember 2018 07:00
Héraðsdómur hafnaði kröfu þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. desember 2018 12:06