„Plögguðu bara tölvuna úr sambandi og hlupu með hana út“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2018 10:55 Sigurþór Þórólfsson, sem er alltaf kallaður Bóbó, segir tjónið fyrir verslunina mikið. vísir/vilhelm Apple-borðtölvu var stolið um klukkan 21 í gærkvöldi í herrafataversluninni Karlmenn á Laugavegi 77. Verslunin var opin vegna jólavertíðarinnar þegar þjófarnir létu greipar sópa og segir Sigurþór Þórólfsson, eigandi Karlmanna, að þjófarnir hafi aðeins verið inni í versluninni í nokkrar sekúndur. „Lögreglan er að vinna í þessu. Þeir komu á staðinn og eru að kanna málið en þetta er ekki þetta útlenda gengi sem er búið að vera að herja á landsmenn heldur Íslendingar,“ segir Sigurþór sem er reyndar alltaf kallaður Bóbó. Hann segir þjófana hafa verið að minnsta kosti tvo. „Það var einn sem hljóp út strax á eftir hinum. Þetta gerðist rosalega hratt. Það kom fyrst hérna einn inn og plataði afgreiðslumanninn út í horn og síðan kom annar strax á eftir. Þeir vissu greinilega hvað þeir voru að gera. Þeir plögguðu bara tölvuna úr sambandi og hlupu með hana út, bara rosalega hratt. Þetta skeði á nokkrum sekúndum,“ segir Bóbó.Verslunin Karlmenn er á Laugavegi 77.vísir/vilhelmAllar viðskiptamannaskrár, pantanir og myndir í tölvunni Hann segist ekki hafa áttað sig strax á því að tölvunni hafði verið stolið. „En svo fór ég allt í einu að hugsa: „Bíddu, engin músík?“ Og þá var tölvan horfin þannig að þetta gerðist mjög hratt.“ Bóbó segir að í tölvunni sé mikið af verðmætum gögnum verslunarinnar. „Þetta er hrikalegt tjón. Þarna eru allar viðskiptamannaskrár, allar pantanir og allar myndir. Svo er svona klaufaskapur í manni að það er langt síðan maður tók „backup,““ segir Bóbó sem segist hreinlega ekki trúa því að það sé einhver að koma á opnunartíma og taka tölvu. Hann segir lögregluna vera að kanna hvort að þjófarnir hafi náðst á mynd úr myndavélum á móti versluninni þar sem ekki séu myndavélar í og við verslunina sjálfa. Bóbó setti færslu á Facebook-síðu verslunarinnar í gær þar sem hann bauð fundarlaun fyrir tölvuna vegna gagnanna sem eru í henni. „Í tölvunni eru mikilvæg gögn og upplýsingar sem nýtast aðeins okkur. Ef einhver þarna úti er með tölvuna okkar eða getur vísað okkur á hana þá fær sá hinn sami jakkaföt skyrtu og bindi að eigin vali, jafnvel frakka,“ segir í Facebook-færslun verslunarinnar. Lögreglumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Apple-borðtölvu var stolið um klukkan 21 í gærkvöldi í herrafataversluninni Karlmenn á Laugavegi 77. Verslunin var opin vegna jólavertíðarinnar þegar þjófarnir létu greipar sópa og segir Sigurþór Þórólfsson, eigandi Karlmanna, að þjófarnir hafi aðeins verið inni í versluninni í nokkrar sekúndur. „Lögreglan er að vinna í þessu. Þeir komu á staðinn og eru að kanna málið en þetta er ekki þetta útlenda gengi sem er búið að vera að herja á landsmenn heldur Íslendingar,“ segir Sigurþór sem er reyndar alltaf kallaður Bóbó. Hann segir þjófana hafa verið að minnsta kosti tvo. „Það var einn sem hljóp út strax á eftir hinum. Þetta gerðist rosalega hratt. Það kom fyrst hérna einn inn og plataði afgreiðslumanninn út í horn og síðan kom annar strax á eftir. Þeir vissu greinilega hvað þeir voru að gera. Þeir plögguðu bara tölvuna úr sambandi og hlupu með hana út, bara rosalega hratt. Þetta skeði á nokkrum sekúndum,“ segir Bóbó.Verslunin Karlmenn er á Laugavegi 77.vísir/vilhelmAllar viðskiptamannaskrár, pantanir og myndir í tölvunni Hann segist ekki hafa áttað sig strax á því að tölvunni hafði verið stolið. „En svo fór ég allt í einu að hugsa: „Bíddu, engin músík?“ Og þá var tölvan horfin þannig að þetta gerðist mjög hratt.“ Bóbó segir að í tölvunni sé mikið af verðmætum gögnum verslunarinnar. „Þetta er hrikalegt tjón. Þarna eru allar viðskiptamannaskrár, allar pantanir og allar myndir. Svo er svona klaufaskapur í manni að það er langt síðan maður tók „backup,““ segir Bóbó sem segist hreinlega ekki trúa því að það sé einhver að koma á opnunartíma og taka tölvu. Hann segir lögregluna vera að kanna hvort að þjófarnir hafi náðst á mynd úr myndavélum á móti versluninni þar sem ekki séu myndavélar í og við verslunina sjálfa. Bóbó setti færslu á Facebook-síðu verslunarinnar í gær þar sem hann bauð fundarlaun fyrir tölvuna vegna gagnanna sem eru í henni. „Í tölvunni eru mikilvæg gögn og upplýsingar sem nýtast aðeins okkur. Ef einhver þarna úti er með tölvuna okkar eða getur vísað okkur á hana þá fær sá hinn sami jakkaföt skyrtu og bindi að eigin vali, jafnvel frakka,“ segir í Facebook-færslun verslunarinnar.
Lögreglumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira