Topp tíu listinn í kjöri Íþróttamanns ársins 2018: Guðjón Valur í tíunda skiptið og Sara setti met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2018 06:00 Íþróttamennirnir tíu sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins 2018. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú Íþróttamann ársins í 63. sinn og það er komið á hreint hvaða íþróttamenn enduðu í tíu efstu sætunum í kjörinu í ár. Þrír nýliðar eru á topp tíu listanum í ár en fjórir íþróttamannanna tíu voru líka á topp tíu listanum fyrir ári síðan. Íþróttamaður ársins verður útnefndur í Hörpu 29. desember næstkomandi en 31 félagi í samtökum íþróttafréttamanna kusu í ár og hafa aldrei fleiri kosið. Að venju er topp tíu listinn gerður opinber rétt fyrir jól og svo er einnig nú. Í viðbót kom í ljós hvaða þrír fengu flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og hvaða þrjú lið fengu flest atkvæði í kjörinu frá liði ársins. Sjö íþróttagreinar eiga fulltrúa á topp tíu listanum en fjórir af tíu á listanum eru knattspyrnumenn. Fimleikar, handbolti, körfubolta, kraftlyftingar, frjálsar íþróttir og golf eiga síðan einn fulltrúa hvert. Bara tvær konur komast inn á topp tíu listann að þessu sinni og hafa ekki verið færri í fimm ár. Fimm konur höfðu komist í hóp þeirra tíu efstu undanfarin fjögur ár. Ein kona heldur þó áfram að bæta við met sitt. Sara Björk Gunnarsdóttir bætti við met sitt yfir flest skipti inn á topp tíu. Engin önnur kona hefur verið oftar en fimm sinnum meðal tíu efstu en Sara Björk er þar í sjöunda skiptið. Sara Björk er líka sjötta árið í röð meðal þeirra tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins. Alls eru fjögur á listanum í ár sem voru þar líka í fyrra. Hinir þrír eru knattspyrnumennirnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson og svo handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Gylfi er meðal tíu efstu sjöunda árið í röð en hann hefur verið á topp tíu á öllum listum frá og með áreinu 2012. Gylfi var kosinn Íþróttamaður ársins 2013 og 2016. Hann ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni eru þeir einu á topp tíu listanum í ár sem hefur áður fengið útnefninguna Íþróttamaður ársins. Guðjón Valur Sigurðsson komst líka í góðan hóp með því að vera í tíunda skipti meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. Þetta er líka í sjötta sinn sem Guðjón er meðal þeirra tíu efstu eftir að hann varð þrítugur og því hafa aðeins tveir náð í sögunni eða þeir Bjarni Friðriksson og Ólafur Stefánsson, báðir sjö sinnum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir heldur áfram þeirri hefð frjálsíþróttakvenna að komast inn á topp tíu en þetta er tíunda árið í röð sem frjálsíþróttakona er meðal tíu efstu í kjörinu. Guðbjörg Jóna er einn af þremur nýliðunum inn á topp tíu í ár en hinir eru fimleikmaðurinn Valgarð Reinhardsson og kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús. Guðbjörg Jóna er bara sautján ára og langyngst á topp tíu listanum enda sú eina sem er ekki orðin 22 ára. Valgarð Reinhardsson er næstyngstur (22 ára) og aðeins annar fimleikamaðurinn í sögu kjörsins sem kemst inn á topp tíu en sá síðasti var Rúnar Alexandersson fyrir fjórtán árum. Rúnar var fimm sinnum inn á topp tíu á árunum 1998 til 2004. Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson koma báðir aftur inn á listann eftir eins árs fjarveru en þeir voru meðal tíu efstu í fyrsta sinn fyrir tveimur árum. Það er lengra síðan að Alfreð Finnbogason var á topp tíu en hann var síðast meðal tíu efstu árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá hvaða tíu íþróttamenn, þrjú lið og þrír þjálfarar eru tilnefnd í ár.Tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2018:Alfreð Finnbogason29 ára knattspyrnumaðurSpilar með Augsburg í ÞýskalandiÍ þriðja skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 23 ára gamall árið 2012Alfreð skoraði á árinu bæði fyrsta mark Íslands í úrslitakeppni HM (á móti Argentínu) og fyrsta mark Íslands í Þjóðadeildinni. Hann var einnig markahæsti landsliðsmaður ársins með fjögur mörk. Alfreð hefur þegar skorað sjö mörk í þýsku deildinni á þessu tímabili þrátt fyrir að hafa spilað aðeins níu leiki. Hann varð auk þess tíundi markahæsti maður þýsku deildarinnar sem lauk síðasta vor.Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir17 ára frjálsíþróttakonaÆfir hjá ÍR í ReykjavíkÍ fyrsta skiptið meðal tíu efstu Guðbjörg Jóna varð bæði Evrópumeistari unglinga og Ólympíumeistari ungmenna á árinu. Hún vann gull í 100 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi á EM undir 18 ára og varð svo Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi kvenna, þar sem hún bætti Íslandsmetið í greininni (23,47 sek) en sá tími er í 279. sæti heimslista IAAF. Hún bætti Íslandsmetið í 200 metra hlaupi þrisvar sinnum á árinu en það hafði staðið í 21 ár þegar Guðbjörg bætti það fyrst í júní.Guðjón Valur Sigurðsson39 ára handknattleiksmaðurSpilar með Rhein-Neckar Löwen í ÞýskalandiÍ tíunda skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 26 ára gamall árið 2005Guðjón Valur varð bikarmeistari með Rhein Neckar Löwen í Þýskalandi en liðið endaði í öðru sæti í Bundesligunni og vann Super Cup í Þýskalandi. Guðjón varð markahæsti landsliðsmaður heims frá upphafi á árinu þegar hann bætti met Ungverjans Peter Kovacs. Guðjón er líka komin í hóp markahæstu leikmanna Bundesligunnar frá upphafi en hann þriðji markahæsti erlendi leikmaður sögunnar. Guðjón átti líka frábæra leiki í Meistaradeildinni og í þýsku deildinni í haust. Gylfi Þór Sigurðsson29 ára knattspyrnumaðurSpilar með Everton í EnglandiÍ áttunda skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 21 árs gamall árið 2010 Gylfi hefur verið í aðalhlutverki með Everton í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þar sem hann hefur skorað 6 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 17 leikjum. Gylfi er lykilmaður í liði sem er eins og er í áttunda sæti deildarinnar og hefur staðist þær miklu væntingar sem gerðar voru til hans eftir félagaskiptin til Everton á síðasta ári. Hann skoraði annað marka íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi þar sem hann var í risastóru hlutverki.Haraldur Franklín Magnús27 ára kylfingurSpilar fyrir Golfklúbb ReykjavíkurÍ fyrsta skiptið meðal tíu efstu Haraldur komst inn á Opna breska meistaramótið eftir að hafa endað í öðru sæti á úrtökumóti fyrir risamótið. Hann tók því fyrstur allra íslenskra karlkylfinga þátt á risamóti á atvinnumótaröð. Hann lék á 17 mótum á Nordic atvinnumótaröðinni og endaði í 55. sæti á stigalistanum. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á tíu mótum og besti árangur hans var 7. sætið. Jóhann Berg Guðmundsson28 ára knattspyrnumaðurSpilar með Burnley í EnglandiÍ annað skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 27 ára gamall árið 2017 Jóhann Berg var lykilmaður hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley sem náði óvænt sjöunda sætinu í deildinni og tryggði sér sæti í Evrópudeildinni. Jóhann Berg skoraði 2 mörk og gaf átta stoðsendingar í ensku deildinni tímabilið 2017-18. Jóhann er með 2 mörk og 4 stoðsendingar á þessu tímabili. Hann er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu og var sárt saknað í tapleiknum á móti Nígeríu á HM í Rússlandi sem var langslakasti leikur liðsins á mótinu.Júlían J. K. Jóhannsson25 ára kraftlyftingamaðurKeppir fyrir Ármann í ReykjavíkÍ annað skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 23 ára gamall árið 2016 Júlían átti setti heimsmet á árinu í réttstöðulyftu, hann setti Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu og náði bestum árangri allra í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum. Hann vann einnig gull á EM í kraftlyftingum og silfur á HM í klassískum kraftlyftingum. Júlían varð Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum og stigahæstur í karlaflokki á Reykjavíkurleikjunum. Hann er í fjórða sæti á heimslista í sínum flokki. Martin Hermannsson24 ára körfuknattleiksmaðurSpilar með Alba Berlin í ÞýskalandiÍ annað skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 22 ára gamall árið 2016 Martin er í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og steig enn eitt skrefið upp á við á sínum ferli þegar hann samdi við þýska stórliðið Alba Berlin. Martin léks með Châlons-Reims í efstu deild í Frakklandi í fyrra þar sem hann stóð sig frábærlega og svo vel að hann fékk samning hjá stórliði í Þýskalandi. Í undankeppni HM var Martin stigahæstur í íslenska landslliðinu með 21,5 stig að meðaltali, stoðsendingahæstur með 3,7 stoðsendingar í leik og einnig framlagshæstur með 20,0 stig í leik.Sara Björk Gunnarsdóttir28 ára knattspyrnukonaSpilar með Wolfsburg í ÞýskalandiÍ sjöunda skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 21 árs gömul árið 2011 Sara Björk Gunnarsdóttir varð tvöfaldur meistari með Wolfsburg í Þýskalandi auk þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með þýska liðinu. Sara Björk meiddist í úrslitaleiknum og Wolfsburg liðið tapaði í framlengingu. Sara Björk er algjör lykilmaður í félagsliði og landsliði en Wolfsburg er eitt besta félagslið Evrópu. Hún skoraði ellefu mörk í öllum keppnum með Wolfsburg á síðustu leiktíð þar af 6 mörk í 9 leikjum í Meistaradeildinni. Hún var einnig ofarlega á lista Guardian yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu.Valgarð Reinhardsson22 ára fimleikamaðurKeppir fyrir Gerplu í KópavogiÍ fyrsta skiptið meðal tíu efstu Valgarð náði þeim sögulega árangri að vera fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komst í úrslit á stökki þegar hann var fimmti í undanúrslitunum á Evrópumótinu í Glasgow í ágúst en alls kepptu 151 keppandi á mótinu. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í fjölþraut, bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu og vann til silfurverðlauna á tvíslá á Norðurlandamótinu í sumar. Lið ársins - tilnefningarKarlalið ÍBV, handbolti Karlalið ÍBV í handbolta varð þrefaldur meistari á síðasta tímabili og komst að auki í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu þar sem liðið féll út á móti Turda frá Rúmeníu sem vann svo titilinn. ÍBV vann Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-1 sigur á FH í lokaúrslitaeinvíginu, bikarmeistaratitilinn eftir sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöll og deildarmeistaratitilinn eftir mikla dramatík í lokaumferðinni í Safamýrinni.Kvennalandslið Íslands, hópfimleikar Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumóti í hópfimleikum í október. Liðið vann tvö áhöld af þremur og var hársbreidd frá því að landa Evrópumeistaratitlinum í ár en grátlega litlu munaði á fyrsta og öðru sætinu. Styrk íslensku kvennanna má einna helst sjá í Stjörnuliði mótsins en Ísland átti þrjár af sex konum í því liði en ekkert land náði þeim árangri.Landslið Íslands, golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson fögnuðu saman sigri á meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppni. Mótið fór fram á Gleneagles í Skotlandi en þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fór fram og í fyrsta sinn sem íslenskir kylfingar standa uppi sem sigurvegarar á Evrópumóti.Þjálfari ársins - tilnefningarArnar Pétursson, ÍBV Arnar þjálfaði karlalið ÍBV í handbolta sem varð þrefaldur meistari á síðasta tímabili og komst að auki í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu þar sem liðið féll út á móti Turda frá Rúmeníu sem vann svo titilinn.Kristján Andrésson, Svíþjóð Kristján þjálfaði karlalandslið Svía sem varð í öðru sæti á Evrópumótinu í Króatíu eftir tap á móti Spáni í úrslitaleik. Kristjáni tókst að fara svona langt með liðið þrátt fyrir að tapa á móti Íslandi í fyrsta leik mótsins en sænska liðið sló Ólympíumeistara Dana út í undanúrslitaleiknum.Þorsteinn Halldórsson, Breiðablik Þorsteinn gerði kornungt kvennalið Breiðabliks óvænt að tvöföldum meisturum sumarið 2018 þrátt fyrir að hafa misst þrjá lykilleikmenn í atvinnumennsku. Blikaliðið vann deildina með fimm stigum og svo 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú Íþróttamann ársins í 63. sinn og það er komið á hreint hvaða íþróttamenn enduðu í tíu efstu sætunum í kjörinu í ár. Þrír nýliðar eru á topp tíu listanum í ár en fjórir íþróttamannanna tíu voru líka á topp tíu listanum fyrir ári síðan. Íþróttamaður ársins verður útnefndur í Hörpu 29. desember næstkomandi en 31 félagi í samtökum íþróttafréttamanna kusu í ár og hafa aldrei fleiri kosið. Að venju er topp tíu listinn gerður opinber rétt fyrir jól og svo er einnig nú. Í viðbót kom í ljós hvaða þrír fengu flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og hvaða þrjú lið fengu flest atkvæði í kjörinu frá liði ársins. Sjö íþróttagreinar eiga fulltrúa á topp tíu listanum en fjórir af tíu á listanum eru knattspyrnumenn. Fimleikar, handbolti, körfubolta, kraftlyftingar, frjálsar íþróttir og golf eiga síðan einn fulltrúa hvert. Bara tvær konur komast inn á topp tíu listann að þessu sinni og hafa ekki verið færri í fimm ár. Fimm konur höfðu komist í hóp þeirra tíu efstu undanfarin fjögur ár. Ein kona heldur þó áfram að bæta við met sitt. Sara Björk Gunnarsdóttir bætti við met sitt yfir flest skipti inn á topp tíu. Engin önnur kona hefur verið oftar en fimm sinnum meðal tíu efstu en Sara Björk er þar í sjöunda skiptið. Sara Björk er líka sjötta árið í röð meðal þeirra tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins. Alls eru fjögur á listanum í ár sem voru þar líka í fyrra. Hinir þrír eru knattspyrnumennirnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson og svo handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Gylfi er meðal tíu efstu sjöunda árið í röð en hann hefur verið á topp tíu á öllum listum frá og með áreinu 2012. Gylfi var kosinn Íþróttamaður ársins 2013 og 2016. Hann ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni eru þeir einu á topp tíu listanum í ár sem hefur áður fengið útnefninguna Íþróttamaður ársins. Guðjón Valur Sigurðsson komst líka í góðan hóp með því að vera í tíunda skipti meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. Þetta er líka í sjötta sinn sem Guðjón er meðal þeirra tíu efstu eftir að hann varð þrítugur og því hafa aðeins tveir náð í sögunni eða þeir Bjarni Friðriksson og Ólafur Stefánsson, báðir sjö sinnum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir heldur áfram þeirri hefð frjálsíþróttakvenna að komast inn á topp tíu en þetta er tíunda árið í röð sem frjálsíþróttakona er meðal tíu efstu í kjörinu. Guðbjörg Jóna er einn af þremur nýliðunum inn á topp tíu í ár en hinir eru fimleikmaðurinn Valgarð Reinhardsson og kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús. Guðbjörg Jóna er bara sautján ára og langyngst á topp tíu listanum enda sú eina sem er ekki orðin 22 ára. Valgarð Reinhardsson er næstyngstur (22 ára) og aðeins annar fimleikamaðurinn í sögu kjörsins sem kemst inn á topp tíu en sá síðasti var Rúnar Alexandersson fyrir fjórtán árum. Rúnar var fimm sinnum inn á topp tíu á árunum 1998 til 2004. Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson koma báðir aftur inn á listann eftir eins árs fjarveru en þeir voru meðal tíu efstu í fyrsta sinn fyrir tveimur árum. Það er lengra síðan að Alfreð Finnbogason var á topp tíu en hann var síðast meðal tíu efstu árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá hvaða tíu íþróttamenn, þrjú lið og þrír þjálfarar eru tilnefnd í ár.Tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2018:Alfreð Finnbogason29 ára knattspyrnumaðurSpilar með Augsburg í ÞýskalandiÍ þriðja skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 23 ára gamall árið 2012Alfreð skoraði á árinu bæði fyrsta mark Íslands í úrslitakeppni HM (á móti Argentínu) og fyrsta mark Íslands í Þjóðadeildinni. Hann var einnig markahæsti landsliðsmaður ársins með fjögur mörk. Alfreð hefur þegar skorað sjö mörk í þýsku deildinni á þessu tímabili þrátt fyrir að hafa spilað aðeins níu leiki. Hann varð auk þess tíundi markahæsti maður þýsku deildarinnar sem lauk síðasta vor.Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir17 ára frjálsíþróttakonaÆfir hjá ÍR í ReykjavíkÍ fyrsta skiptið meðal tíu efstu Guðbjörg Jóna varð bæði Evrópumeistari unglinga og Ólympíumeistari ungmenna á árinu. Hún vann gull í 100 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi á EM undir 18 ára og varð svo Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi kvenna, þar sem hún bætti Íslandsmetið í greininni (23,47 sek) en sá tími er í 279. sæti heimslista IAAF. Hún bætti Íslandsmetið í 200 metra hlaupi þrisvar sinnum á árinu en það hafði staðið í 21 ár þegar Guðbjörg bætti það fyrst í júní.Guðjón Valur Sigurðsson39 ára handknattleiksmaðurSpilar með Rhein-Neckar Löwen í ÞýskalandiÍ tíunda skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 26 ára gamall árið 2005Guðjón Valur varð bikarmeistari með Rhein Neckar Löwen í Þýskalandi en liðið endaði í öðru sæti í Bundesligunni og vann Super Cup í Þýskalandi. Guðjón varð markahæsti landsliðsmaður heims frá upphafi á árinu þegar hann bætti met Ungverjans Peter Kovacs. Guðjón er líka komin í hóp markahæstu leikmanna Bundesligunnar frá upphafi en hann þriðji markahæsti erlendi leikmaður sögunnar. Guðjón átti líka frábæra leiki í Meistaradeildinni og í þýsku deildinni í haust. Gylfi Þór Sigurðsson29 ára knattspyrnumaðurSpilar með Everton í EnglandiÍ áttunda skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 21 árs gamall árið 2010 Gylfi hefur verið í aðalhlutverki með Everton í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þar sem hann hefur skorað 6 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 17 leikjum. Gylfi er lykilmaður í liði sem er eins og er í áttunda sæti deildarinnar og hefur staðist þær miklu væntingar sem gerðar voru til hans eftir félagaskiptin til Everton á síðasta ári. Hann skoraði annað marka íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi þar sem hann var í risastóru hlutverki.Haraldur Franklín Magnús27 ára kylfingurSpilar fyrir Golfklúbb ReykjavíkurÍ fyrsta skiptið meðal tíu efstu Haraldur komst inn á Opna breska meistaramótið eftir að hafa endað í öðru sæti á úrtökumóti fyrir risamótið. Hann tók því fyrstur allra íslenskra karlkylfinga þátt á risamóti á atvinnumótaröð. Hann lék á 17 mótum á Nordic atvinnumótaröðinni og endaði í 55. sæti á stigalistanum. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á tíu mótum og besti árangur hans var 7. sætið. Jóhann Berg Guðmundsson28 ára knattspyrnumaðurSpilar með Burnley í EnglandiÍ annað skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 27 ára gamall árið 2017 Jóhann Berg var lykilmaður hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley sem náði óvænt sjöunda sætinu í deildinni og tryggði sér sæti í Evrópudeildinni. Jóhann Berg skoraði 2 mörk og gaf átta stoðsendingar í ensku deildinni tímabilið 2017-18. Jóhann er með 2 mörk og 4 stoðsendingar á þessu tímabili. Hann er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu og var sárt saknað í tapleiknum á móti Nígeríu á HM í Rússlandi sem var langslakasti leikur liðsins á mótinu.Júlían J. K. Jóhannsson25 ára kraftlyftingamaðurKeppir fyrir Ármann í ReykjavíkÍ annað skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 23 ára gamall árið 2016 Júlían átti setti heimsmet á árinu í réttstöðulyftu, hann setti Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu og náði bestum árangri allra í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum. Hann vann einnig gull á EM í kraftlyftingum og silfur á HM í klassískum kraftlyftingum. Júlían varð Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum og stigahæstur í karlaflokki á Reykjavíkurleikjunum. Hann er í fjórða sæti á heimslista í sínum flokki. Martin Hermannsson24 ára körfuknattleiksmaðurSpilar með Alba Berlin í ÞýskalandiÍ annað skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 22 ára gamall árið 2016 Martin er í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og steig enn eitt skrefið upp á við á sínum ferli þegar hann samdi við þýska stórliðið Alba Berlin. Martin léks með Châlons-Reims í efstu deild í Frakklandi í fyrra þar sem hann stóð sig frábærlega og svo vel að hann fékk samning hjá stórliði í Þýskalandi. Í undankeppni HM var Martin stigahæstur í íslenska landslliðinu með 21,5 stig að meðaltali, stoðsendingahæstur með 3,7 stoðsendingar í leik og einnig framlagshæstur með 20,0 stig í leik.Sara Björk Gunnarsdóttir28 ára knattspyrnukonaSpilar með Wolfsburg í ÞýskalandiÍ sjöunda skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 21 árs gömul árið 2011 Sara Björk Gunnarsdóttir varð tvöfaldur meistari með Wolfsburg í Þýskalandi auk þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með þýska liðinu. Sara Björk meiddist í úrslitaleiknum og Wolfsburg liðið tapaði í framlengingu. Sara Björk er algjör lykilmaður í félagsliði og landsliði en Wolfsburg er eitt besta félagslið Evrópu. Hún skoraði ellefu mörk í öllum keppnum með Wolfsburg á síðustu leiktíð þar af 6 mörk í 9 leikjum í Meistaradeildinni. Hún var einnig ofarlega á lista Guardian yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu.Valgarð Reinhardsson22 ára fimleikamaðurKeppir fyrir Gerplu í KópavogiÍ fyrsta skiptið meðal tíu efstu Valgarð náði þeim sögulega árangri að vera fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komst í úrslit á stökki þegar hann var fimmti í undanúrslitunum á Evrópumótinu í Glasgow í ágúst en alls kepptu 151 keppandi á mótinu. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í fjölþraut, bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu og vann til silfurverðlauna á tvíslá á Norðurlandamótinu í sumar. Lið ársins - tilnefningarKarlalið ÍBV, handbolti Karlalið ÍBV í handbolta varð þrefaldur meistari á síðasta tímabili og komst að auki í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu þar sem liðið féll út á móti Turda frá Rúmeníu sem vann svo titilinn. ÍBV vann Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-1 sigur á FH í lokaúrslitaeinvíginu, bikarmeistaratitilinn eftir sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöll og deildarmeistaratitilinn eftir mikla dramatík í lokaumferðinni í Safamýrinni.Kvennalandslið Íslands, hópfimleikar Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumóti í hópfimleikum í október. Liðið vann tvö áhöld af þremur og var hársbreidd frá því að landa Evrópumeistaratitlinum í ár en grátlega litlu munaði á fyrsta og öðru sætinu. Styrk íslensku kvennanna má einna helst sjá í Stjörnuliði mótsins en Ísland átti þrjár af sex konum í því liði en ekkert land náði þeim árangri.Landslið Íslands, golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson fögnuðu saman sigri á meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppni. Mótið fór fram á Gleneagles í Skotlandi en þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fór fram og í fyrsta sinn sem íslenskir kylfingar standa uppi sem sigurvegarar á Evrópumóti.Þjálfari ársins - tilnefningarArnar Pétursson, ÍBV Arnar þjálfaði karlalið ÍBV í handbolta sem varð þrefaldur meistari á síðasta tímabili og komst að auki í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu þar sem liðið féll út á móti Turda frá Rúmeníu sem vann svo titilinn.Kristján Andrésson, Svíþjóð Kristján þjálfaði karlalandslið Svía sem varð í öðru sæti á Evrópumótinu í Króatíu eftir tap á móti Spáni í úrslitaleik. Kristjáni tókst að fara svona langt með liðið þrátt fyrir að tapa á móti Íslandi í fyrsta leik mótsins en sænska liðið sló Ólympíumeistara Dana út í undanúrslitaleiknum.Þorsteinn Halldórsson, Breiðablik Þorsteinn gerði kornungt kvennalið Breiðabliks óvænt að tvöföldum meisturum sumarið 2018 þrátt fyrir að hafa misst þrjá lykilleikmenn í atvinnumennsku. Blikaliðið vann deildina með fimm stigum og svo 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum.
Íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira