Guðjón Valur og Þórey Rósa handknattleiksfólk ársins Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. desember 2018 18:00 Handknattleiksfólk ársins 2018 Facebook/HSÍ Handknattleikssamband Íslands hefur tilkynnt um val á handknattleiksfólki ársins 2018. Landsliðshornamennirnir Þórey Rósa Stefánsdóttir og Guðjón Valur Sigurðsson urðu fyrir valinu að þessu sinni. Umsögn HSÍ um handknattleiksfólk ársins má sjá hér fyrir neðan.Handknattleikskona ársins: Þórey Rósa StefánsdóttirHandknattleikskona ársins 2018 er Þórey Rósa Stefánsdóttir, hægri hornamaður úr Fram í Reykjavík. Þórey Rósa er 29 ára, fædd 14. ágúst 1989. Hún spilaði með ÍR til 16 ára aldurs þegar hún skipti yfir í Fram og hóf þar sinn feril með meistaraflokki haustið 2005. Þórey tók þátt í miklum uppgangi kvennaliðs Fram áður en hún fór í atvinnumennsku til hollenska liðsins E&O Emmen. Þá spilaði Þórey í stuttan tíma með Vfl Oldenburg áður en hún flutti sig til Team Tvis Holstebro í Danmörku sumarið 2011. Hún var Evrópumeistari vorið 2013 með Holstebro en flutti sig síðar það sumar til Noregs þar sem Þórey spilaði með Vipers Kristiansand næstu 4 ár í toppbaráttu í norsku deildinni. Þórey flutti heim 2017 og gekk til liðs við Fram á nýjan leik, þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram nú í vor. Þann 20. apríl 2011 lék Þórey sinn fyrsta landsleik í Antalya í Tyrklandi gegn heimakonum og skoraði 2 mörk í leiknum. Þórey hefur verið lykilmaður í A landsliði kvenna undanfarin ár, hún hefur spilað 96 landsleiki og skorað í þeim 275 mörk. Auk þess lék Þórey á sínum tíma 31 unglingalandsleik og skoraði í þeim 72 mörk. Þá var Þórey Rósa fyrirliði A landsliðs kvenna sem tryggði sér sæti í umspilsleikjum fyrir HM næsta sumar.Handknattleiksmaður ársins: Guðjón Valur Sigurðsson Handknattleiksmaður ársins 2018 er Guðjón Valur Sigurðsson, vinstri hornamaður Rhein-Necker Löwen í Þýskalandi og fyrirliði A landsliðs karla. Guðjón Valur er 39 ára, fæddur 8. ágúst 1979. Hann er alinn upp í Gróttu og steig þar sín fyrstu skref með meistaraflokki. Guðjón Valur spilaði með KA á Akureyri um tíma en fór í atvinnumennsku til Þýskalands sumarið 2001. Í Þýskalandi spilaði hann með Essen og varð Evrópumeistari með þeim árið 2005, seinna það ár gekk hann til liðs við Gummersbach. Árið 2008 gekk hann til liðs við Rein-Neckar Löwen. Það var síðan tímabilið 2011-2012 sem hann söðlaði um og fór til Danmerkur og spilaði þar með AG Köbenhavn. Hann fór aftur til Þýskalands 2012 og gekk þá til liðs við THW Kiel. Hann varð Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari með Kiel 2013 og Þýskalandsmeistari 2014. Guðjón Valur gekk til liðs við Barcelona sumarið 2014 og þar sem hann vann alla titla sem í boði voru vorið 2015. Eftir annan Spánarmeistaratitilinn í röð vorið 2016 hélt Guðjón Valur á ný til Þýskalands og gekk í annað sinn í raðir Rhein-Necker Löwen. Með Rhein-Necker Löwen var Guðjón Þýskalandsmeistari vorið 2017 ásamt því að vera fjórði markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar en vorið 2018 endaði liðið í 2. sæti. Guðjón spilaði sinn fyrsta A-landsleik 16. desember 1999 í Haarlem í Hollandi á móti Rúmeníu og skoraði þar 2 mörk. Þá hefur hann verið lykilmaður í landsliðinu um langt skeið. Guðjón náði stórum áfanga á árinu þegar hann varð markahæsti landsliðsmaður í heiminum frá upphafi. Hann hefur leikið 348 A-landsleiki og skorað í þeim 1816 mörk. Þá lék hann 14 leiki með yngri landsliðum og skoraði í þeim 23 mörk. Sem atvinnumaður hefur Guðjón Valur verið frábær fyrirmynd ungra handboltaiðkenda bæði hér á landi og erlendis í bráðum tvo áratugi. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands hefur tilkynnt um val á handknattleiksfólki ársins 2018. Landsliðshornamennirnir Þórey Rósa Stefánsdóttir og Guðjón Valur Sigurðsson urðu fyrir valinu að þessu sinni. Umsögn HSÍ um handknattleiksfólk ársins má sjá hér fyrir neðan.Handknattleikskona ársins: Þórey Rósa StefánsdóttirHandknattleikskona ársins 2018 er Þórey Rósa Stefánsdóttir, hægri hornamaður úr Fram í Reykjavík. Þórey Rósa er 29 ára, fædd 14. ágúst 1989. Hún spilaði með ÍR til 16 ára aldurs þegar hún skipti yfir í Fram og hóf þar sinn feril með meistaraflokki haustið 2005. Þórey tók þátt í miklum uppgangi kvennaliðs Fram áður en hún fór í atvinnumennsku til hollenska liðsins E&O Emmen. Þá spilaði Þórey í stuttan tíma með Vfl Oldenburg áður en hún flutti sig til Team Tvis Holstebro í Danmörku sumarið 2011. Hún var Evrópumeistari vorið 2013 með Holstebro en flutti sig síðar það sumar til Noregs þar sem Þórey spilaði með Vipers Kristiansand næstu 4 ár í toppbaráttu í norsku deildinni. Þórey flutti heim 2017 og gekk til liðs við Fram á nýjan leik, þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram nú í vor. Þann 20. apríl 2011 lék Þórey sinn fyrsta landsleik í Antalya í Tyrklandi gegn heimakonum og skoraði 2 mörk í leiknum. Þórey hefur verið lykilmaður í A landsliði kvenna undanfarin ár, hún hefur spilað 96 landsleiki og skorað í þeim 275 mörk. Auk þess lék Þórey á sínum tíma 31 unglingalandsleik og skoraði í þeim 72 mörk. Þá var Þórey Rósa fyrirliði A landsliðs kvenna sem tryggði sér sæti í umspilsleikjum fyrir HM næsta sumar.Handknattleiksmaður ársins: Guðjón Valur Sigurðsson Handknattleiksmaður ársins 2018 er Guðjón Valur Sigurðsson, vinstri hornamaður Rhein-Necker Löwen í Þýskalandi og fyrirliði A landsliðs karla. Guðjón Valur er 39 ára, fæddur 8. ágúst 1979. Hann er alinn upp í Gróttu og steig þar sín fyrstu skref með meistaraflokki. Guðjón Valur spilaði með KA á Akureyri um tíma en fór í atvinnumennsku til Þýskalands sumarið 2001. Í Þýskalandi spilaði hann með Essen og varð Evrópumeistari með þeim árið 2005, seinna það ár gekk hann til liðs við Gummersbach. Árið 2008 gekk hann til liðs við Rein-Neckar Löwen. Það var síðan tímabilið 2011-2012 sem hann söðlaði um og fór til Danmerkur og spilaði þar með AG Köbenhavn. Hann fór aftur til Þýskalands 2012 og gekk þá til liðs við THW Kiel. Hann varð Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari með Kiel 2013 og Þýskalandsmeistari 2014. Guðjón Valur gekk til liðs við Barcelona sumarið 2014 og þar sem hann vann alla titla sem í boði voru vorið 2015. Eftir annan Spánarmeistaratitilinn í röð vorið 2016 hélt Guðjón Valur á ný til Þýskalands og gekk í annað sinn í raðir Rhein-Necker Löwen. Með Rhein-Necker Löwen var Guðjón Þýskalandsmeistari vorið 2017 ásamt því að vera fjórði markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar en vorið 2018 endaði liðið í 2. sæti. Guðjón spilaði sinn fyrsta A-landsleik 16. desember 1999 í Haarlem í Hollandi á móti Rúmeníu og skoraði þar 2 mörk. Þá hefur hann verið lykilmaður í landsliðinu um langt skeið. Guðjón náði stórum áfanga á árinu þegar hann varð markahæsti landsliðsmaður í heiminum frá upphafi. Hann hefur leikið 348 A-landsleiki og skorað í þeim 1816 mörk. Þá lék hann 14 leiki með yngri landsliðum og skoraði í þeim 23 mörk. Sem atvinnumaður hefur Guðjón Valur verið frábær fyrirmynd ungra handboltaiðkenda bæði hér á landi og erlendis í bráðum tvo áratugi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira