Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2018 09:00 Hópmynd af fjölskyldunni á Kleifum. Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar töpuðu máli gegn Blönduósbæ sem vill rifta lóðaleigusamningum við fjölskylduna og taka jörð þeirra eignarnámi. Fjölskyldan íhugar að óska eftir því við Hæstarétt að málið fái efnislega afgreiðslu fyrir Hæstarétti og telur bæinn ekki vera í rétti til að taka af þeim jörðina. Fjölskyldan og sveitarfélagið deila um jörðina Kleifar sem liggur að Blöndu sunnan við sjúkrahúsið á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dómari við Landsrétt, skilaði sératkvæði og taldi fjölskylduna vera í rétti í málinu. Vilhjálmur gagnrýnir í sératkvæði sínu að aðeins skuli vera talað um 12 hektara en jörðin sé sannarlega 18,1 hektari. Telur hann sveitarfélagið „ekki [hafa] sýnt fram á að hann eigi nein þau réttindi yfir þeim hluta lands jarðarinnar, sem erfðaleigusamningarnir ná yfir“.Yfirlitsmynd af Blönduósi, sjúkrahúsinu þar og húsunum á Kleifum.„Forsagan er sú að það er ágreiningur um eignarhald og ábúendur vildu ekki taka tilboði bæjarins um afmarkaða lóð fyrir eignir en bærinn á óumdeilt jörðina. Þetta er leigujörð,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi. „Þá var þetta eina leiðin að taka jörðina eignarnámi með eðlilegum bótum fyrir eignir. En þar á undan var búið að bjóða upp á að ábúendur fengju að halda húsum og fengju afmarkaða lóð út á það. og bærinn myndi síðan ráðstafa restinni af jörðinni undir framtíðar byggingarland.“ Hafi rökin verið sú að ekki hafi verið búið á jörðinni og enginn búskapur rekinn, telur Vilhjálmur það ekki vera nægilega sterk rök. „Þegar [sveitarfélagið] rifti byggingarbréfinu 22. desember 2009 voru liðin 15 ár frá því búskap lauk að Kleifum vegna riðuveiki sem upp kom á jörðinni. Fyrr en árið 2009 hafði stefndi aldrei gert neinar athugasemdir um vöntun á búskap eða stopula búsetu á jörðinni,“ segir í séráliti Vilhjálms. Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV í fyrra vegna menningarlífs á Kleifum og var stefnan sú að halda áfram á þeirri braut. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt því hér er um ævistarf afa míns að ræða sem verður tekið af okkur. Við munum nú senda bréf til Hæstaréttar um að fá málið tekið fyrir þar. Vonandi næst það,“ segir Áslaug. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Sjá meira
Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar töpuðu máli gegn Blönduósbæ sem vill rifta lóðaleigusamningum við fjölskylduna og taka jörð þeirra eignarnámi. Fjölskyldan íhugar að óska eftir því við Hæstarétt að málið fái efnislega afgreiðslu fyrir Hæstarétti og telur bæinn ekki vera í rétti til að taka af þeim jörðina. Fjölskyldan og sveitarfélagið deila um jörðina Kleifar sem liggur að Blöndu sunnan við sjúkrahúsið á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dómari við Landsrétt, skilaði sératkvæði og taldi fjölskylduna vera í rétti í málinu. Vilhjálmur gagnrýnir í sératkvæði sínu að aðeins skuli vera talað um 12 hektara en jörðin sé sannarlega 18,1 hektari. Telur hann sveitarfélagið „ekki [hafa] sýnt fram á að hann eigi nein þau réttindi yfir þeim hluta lands jarðarinnar, sem erfðaleigusamningarnir ná yfir“.Yfirlitsmynd af Blönduósi, sjúkrahúsinu þar og húsunum á Kleifum.„Forsagan er sú að það er ágreiningur um eignarhald og ábúendur vildu ekki taka tilboði bæjarins um afmarkaða lóð fyrir eignir en bærinn á óumdeilt jörðina. Þetta er leigujörð,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi. „Þá var þetta eina leiðin að taka jörðina eignarnámi með eðlilegum bótum fyrir eignir. En þar á undan var búið að bjóða upp á að ábúendur fengju að halda húsum og fengju afmarkaða lóð út á það. og bærinn myndi síðan ráðstafa restinni af jörðinni undir framtíðar byggingarland.“ Hafi rökin verið sú að ekki hafi verið búið á jörðinni og enginn búskapur rekinn, telur Vilhjálmur það ekki vera nægilega sterk rök. „Þegar [sveitarfélagið] rifti byggingarbréfinu 22. desember 2009 voru liðin 15 ár frá því búskap lauk að Kleifum vegna riðuveiki sem upp kom á jörðinni. Fyrr en árið 2009 hafði stefndi aldrei gert neinar athugasemdir um vöntun á búskap eða stopula búsetu á jörðinni,“ segir í séráliti Vilhjálms. Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV í fyrra vegna menningarlífs á Kleifum og var stefnan sú að halda áfram á þeirri braut. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt því hér er um ævistarf afa míns að ræða sem verður tekið af okkur. Við munum nú senda bréf til Hæstaréttar um að fá málið tekið fyrir þar. Vonandi næst það,“ segir Áslaug.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Sjá meira