Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. desember 2018 08:15 Hjördís (t.v.) pakkar jólagjöfum með sjálfboðaliðum. fréttablaðið/Stefán Dæmi eru um að fólk sem annars hefði tekið þátt í jólafagnaði Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld verji jólunum einsamalt af því það hefur enga leið til að komast niður í ráðhús þar sem jólagleðin fer fram. „Jú, þetta er eitt af því sem hamlar því að fólk geti skráð sig í jólamatinn, það hefur ekki bíl og strætó gengur ekki á þessum tíma,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, ritari hjá Hjálpræðishernum, um þá jaðarsettu einstaklinga sem búa í úthverfum og nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Strætó gengur til klukkan 15 á aðfangadag og akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða er opin til 17. „Eftir það geta notendur nýtt sér leigubíla eða samið beint við verktaka akstursþjónustunnar, en þá eru fargjöld ekki niðurgreidd,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn Fréttablaðsins. Einnig kemur fram í svarinu að engin ferð hafi verið farin til Hjálpræðishersins í fyrra og engar pantanir gerðar vegna aðfangadags þetta árið. Það þarf þó ekki að þýða að eftirspurnin sé lítil enda þjónustan aðeins opin til 17 eins og fyrr segir. „Við reyndum eitt árið að fá sjálfboðaliða til að skutla og sækja en það tók of langan tíma þannig að við höfum í rauninni ekki getað spáð í því. Fólk verður því annaðhvort að reyna að redda sér einhvern veginn eða þá bara ekki koma. Það er bara þannig,“ segir Hjördís. Um 250 manns hafa skráð sig í jólamat Hjálpræðishersins. Skráning hefur verið í gangi allan desember og var henni lokað á þriðjudag. Hjördís segir fjöldann svipaðan og undanfarin ár. „Þetta er jaðarsett fólk sem kemur til okkar. Fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun,“ segir Hjördís. Hælisleitendur og flóttafólk eru stækkandi hópur sem fagnar jólum með hernum en samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun eru yfir 600 hælisleitendur í þjónustu hjá stofnuninni og sveitarfélögum í Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ í dag. Þar af eru um 140 börn. Jólaveislan fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur eins og undanfarin tvö ár. „Þetta er eini styrkur borgarinnar til hersins, að leyfa okkur að vera í salnum á jólum,“ segir Hjördís. Á undan jólamatnum stendur herinn fyrir jólaballi í salnum og hefst það klukkan fjögur. Borðhaldið hefst svo þegar jólin ganga í garð, klukkan 18. Þegar Fréttablaðið ræddi við Hjördísi var verið að sækja síðustu aðföng til veislunnar og undirbúningur hennar langt kominn, búið að pakka inn gjöfum sem verða bæði gefnar í jólagleðinni í Ráðhúsinu en herinn fer einnig með gjafir í fangelsin, upp í Víðines og í fleiri búsetukjarna og gistiskýli. Birtist í Fréttablaðinu Jól Strætó Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Sjá meira
Dæmi eru um að fólk sem annars hefði tekið þátt í jólafagnaði Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld verji jólunum einsamalt af því það hefur enga leið til að komast niður í ráðhús þar sem jólagleðin fer fram. „Jú, þetta er eitt af því sem hamlar því að fólk geti skráð sig í jólamatinn, það hefur ekki bíl og strætó gengur ekki á þessum tíma,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, ritari hjá Hjálpræðishernum, um þá jaðarsettu einstaklinga sem búa í úthverfum og nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Strætó gengur til klukkan 15 á aðfangadag og akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða er opin til 17. „Eftir það geta notendur nýtt sér leigubíla eða samið beint við verktaka akstursþjónustunnar, en þá eru fargjöld ekki niðurgreidd,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn Fréttablaðsins. Einnig kemur fram í svarinu að engin ferð hafi verið farin til Hjálpræðishersins í fyrra og engar pantanir gerðar vegna aðfangadags þetta árið. Það þarf þó ekki að þýða að eftirspurnin sé lítil enda þjónustan aðeins opin til 17 eins og fyrr segir. „Við reyndum eitt árið að fá sjálfboðaliða til að skutla og sækja en það tók of langan tíma þannig að við höfum í rauninni ekki getað spáð í því. Fólk verður því annaðhvort að reyna að redda sér einhvern veginn eða þá bara ekki koma. Það er bara þannig,“ segir Hjördís. Um 250 manns hafa skráð sig í jólamat Hjálpræðishersins. Skráning hefur verið í gangi allan desember og var henni lokað á þriðjudag. Hjördís segir fjöldann svipaðan og undanfarin ár. „Þetta er jaðarsett fólk sem kemur til okkar. Fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun,“ segir Hjördís. Hælisleitendur og flóttafólk eru stækkandi hópur sem fagnar jólum með hernum en samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun eru yfir 600 hælisleitendur í þjónustu hjá stofnuninni og sveitarfélögum í Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ í dag. Þar af eru um 140 börn. Jólaveislan fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur eins og undanfarin tvö ár. „Þetta er eini styrkur borgarinnar til hersins, að leyfa okkur að vera í salnum á jólum,“ segir Hjördís. Á undan jólamatnum stendur herinn fyrir jólaballi í salnum og hefst það klukkan fjögur. Borðhaldið hefst svo þegar jólin ganga í garð, klukkan 18. Þegar Fréttablaðið ræddi við Hjördísi var verið að sækja síðustu aðföng til veislunnar og undirbúningur hennar langt kominn, búið að pakka inn gjöfum sem verða bæði gefnar í jólagleðinni í Ráðhúsinu en herinn fer einnig með gjafir í fangelsin, upp í Víðines og í fleiri búsetukjarna og gistiskýli.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Strætó Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Sjá meira