Allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 23. desember 2018 21:15 Það er allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum í dag en það bitnar helst á langveikum börnum og börnum með sérþarfir. Barnatannlæknir segir ástandið slæmt og að erfitt sé að láta verkjuð börn bíða. Barnatannlæknar sinna meðal annars langveikum börnum, börnum með sérþarfir eða heilbrigðum börnum með miklar tannskemmdir sem þurfa til dæmis á svæfingu að halda. Það eru aðeins þrír starfandi barnatannlæknar á Íslandi í dag sem gerir það að verkum að biðlistar eru mjög langir. Biðlistinn hjá Evu Guðrúnu Sveinsdóttur barnatannlækni er til að mynda hálft ár. Eva útskýrir að tannlæknarnir reyna að forgangsraða eins og hægt er en það komi því miður fyrir að verkjuð börn þurfi að bíða eftir tíma. „Það eru kannski þeir sem síst skyldi bitna á, langveik börn, einhverf börn,“ segir Eva Guðrún.Ólaunað framhaldsnám sem erfitt er að komast inn í Nám í barnatannlækningum er framhaldsnám sem ekki er kennt á Íslandi. Eftir sex ára grunnnám þarf því að fara erlendis í þriggja ára sérnám sem er ekki launað, en það er ólíkt því sem þekkist í lækningum almennt. „Það eru ekkert allir tilbúnir að fara út í þetta sérnám fyrir utan að það er mjög erfitt að komast inn í það.“ Þá er ekki hægt að taka námslán fyrir framhaldsnáminu ef viðkomandi hefur tekið námslán í grunnnáminu. Eva Guðrún vill að bætt verði úr þessu. „Að minnsta kosti að fólk geti fjármagnað sig, að það væri hægt að taka lán fyrir þessu þannig að gott væri.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðunni til framtíðar. Erfitt sé að segja til um hve margir komi heim að námi loknu en aðeins einn tannlæknir stundar sérnám sem stendur. Álagið er því mikið hjá starfandi barnatannlæknum á Íslandi. „Þetta eru viðkvæm börn og börn sem eru langveik og maður segir ekki nei við því. Þetta spilar svona á samviskuna manns og maður vinnur oft ansi langa daga,“ segir Eva Guðrún að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Það er allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum í dag en það bitnar helst á langveikum börnum og börnum með sérþarfir. Barnatannlæknir segir ástandið slæmt og að erfitt sé að láta verkjuð börn bíða. Barnatannlæknar sinna meðal annars langveikum börnum, börnum með sérþarfir eða heilbrigðum börnum með miklar tannskemmdir sem þurfa til dæmis á svæfingu að halda. Það eru aðeins þrír starfandi barnatannlæknar á Íslandi í dag sem gerir það að verkum að biðlistar eru mjög langir. Biðlistinn hjá Evu Guðrúnu Sveinsdóttur barnatannlækni er til að mynda hálft ár. Eva útskýrir að tannlæknarnir reyna að forgangsraða eins og hægt er en það komi því miður fyrir að verkjuð börn þurfi að bíða eftir tíma. „Það eru kannski þeir sem síst skyldi bitna á, langveik börn, einhverf börn,“ segir Eva Guðrún.Ólaunað framhaldsnám sem erfitt er að komast inn í Nám í barnatannlækningum er framhaldsnám sem ekki er kennt á Íslandi. Eftir sex ára grunnnám þarf því að fara erlendis í þriggja ára sérnám sem er ekki launað, en það er ólíkt því sem þekkist í lækningum almennt. „Það eru ekkert allir tilbúnir að fara út í þetta sérnám fyrir utan að það er mjög erfitt að komast inn í það.“ Þá er ekki hægt að taka námslán fyrir framhaldsnáminu ef viðkomandi hefur tekið námslán í grunnnáminu. Eva Guðrún vill að bætt verði úr þessu. „Að minnsta kosti að fólk geti fjármagnað sig, að það væri hægt að taka lán fyrir þessu þannig að gott væri.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðunni til framtíðar. Erfitt sé að segja til um hve margir komi heim að námi loknu en aðeins einn tannlæknir stundar sérnám sem stendur. Álagið er því mikið hjá starfandi barnatannlæknum á Íslandi. „Þetta eru viðkvæm börn og börn sem eru langveik og maður segir ekki nei við því. Þetta spilar svona á samviskuna manns og maður vinnur oft ansi langa daga,“ segir Eva Guðrún að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira