Gular viðvaranir, rauð jól og innanlandsflugi aflýst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2018 09:18 Vindaspáin á landinu fyrir klukkan 18 í dag þegar klukkurnar hringja inn jólin. veðurstofa íslands Gular viðvaranir eru í gildi á nokkrum stöðum á landinu í dag og fram eftir kvöldi. Á vef Veðurstofunnar er varað við suðvestan hvassviðri eða stormi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll í þessum landshlutum og ætti fólk sem er á ferð því að sýna aðgát. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í morgun vegna veðurs og var aðeins flogið til Egilsstaða frá Reykjavíkurflugvelli. Flugum til Akureyrar og Ísafjarðar var hins vegar aflýst. Þá hefur flugum frá þessum sömu stöðum í hádeginu einnig verið aflýst en flogið verður frá Egilsstöðum samkvæmt upplýsingum á vef Air Iceland Connect. Að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nú lægð nærri Scoresby-sundi og hæðarhryggur suður af landinu. Saman valda þessi kerfi stífri suðvestan átt á landinu í dag. Það verður hins vegar lítil eða engin úrkoma þrátt fyrir að skýjað verði um allt land.„Jólin verða ekki hvít þetta árið“ Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir aðspurður að það verði rauð jól um nánast allt land. Ef til vill leynist einhverjir snjóblettir fyrir norðan en hvergi verður nýsnævi á jörðu klukkan níu í fyrramálið, á jóladagsmorgun, en það er sá tími sem miðað er við þegar því er slegið föstu hvort jólin eru hvít eða rauð. „Það kemur suðaustan átt aftur í fyrramálið og það verður vel yfir frostmarki um land allt svo jólin verða ekki hvít þetta árið,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðan til á landinu og suðaustanundir Vatnajökli. Hægari vindur við Faxaflóa og á Suðurlandi. Skýjað á landinu, en úrkomulítið. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austfjörðum. Lægir í kvöld.Gengur í suðaustan og síðar sunnan 10-18 á morgun með rigningu og súld, en lengst af hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri.Á miðvikudag (annar í jólum):Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning eða skúrir, en hægur vindur og úrkomulítið norðaustan til á landinu. Hiti 2 til 7 stig.Á fimmtudag:Suðlæg átt 5-13 og rigning á Suður- og Vesturlandi síðdegis, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti breytist lítið.Færð á vegum má svo kynna sér á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Sjá meira
Gular viðvaranir eru í gildi á nokkrum stöðum á landinu í dag og fram eftir kvöldi. Á vef Veðurstofunnar er varað við suðvestan hvassviðri eða stormi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll í þessum landshlutum og ætti fólk sem er á ferð því að sýna aðgát. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í morgun vegna veðurs og var aðeins flogið til Egilsstaða frá Reykjavíkurflugvelli. Flugum til Akureyrar og Ísafjarðar var hins vegar aflýst. Þá hefur flugum frá þessum sömu stöðum í hádeginu einnig verið aflýst en flogið verður frá Egilsstöðum samkvæmt upplýsingum á vef Air Iceland Connect. Að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nú lægð nærri Scoresby-sundi og hæðarhryggur suður af landinu. Saman valda þessi kerfi stífri suðvestan átt á landinu í dag. Það verður hins vegar lítil eða engin úrkoma þrátt fyrir að skýjað verði um allt land.„Jólin verða ekki hvít þetta árið“ Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir aðspurður að það verði rauð jól um nánast allt land. Ef til vill leynist einhverjir snjóblettir fyrir norðan en hvergi verður nýsnævi á jörðu klukkan níu í fyrramálið, á jóladagsmorgun, en það er sá tími sem miðað er við þegar því er slegið föstu hvort jólin eru hvít eða rauð. „Það kemur suðaustan átt aftur í fyrramálið og það verður vel yfir frostmarki um land allt svo jólin verða ekki hvít þetta árið,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðan til á landinu og suðaustanundir Vatnajökli. Hægari vindur við Faxaflóa og á Suðurlandi. Skýjað á landinu, en úrkomulítið. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austfjörðum. Lægir í kvöld.Gengur í suðaustan og síðar sunnan 10-18 á morgun með rigningu og súld, en lengst af hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri.Á miðvikudag (annar í jólum):Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning eða skúrir, en hægur vindur og úrkomulítið norðaustan til á landinu. Hiti 2 til 7 stig.Á fimmtudag:Suðlæg átt 5-13 og rigning á Suður- og Vesturlandi síðdegis, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti breytist lítið.Færð á vegum má svo kynna sér á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Sjá meira