Samfélagið endurskoði hug sinn til flugelda Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. desember 2018 20:00 Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi milli íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin. Í fyrra kannaði hún áhuga fólks í Hlíðunum til að hittast á Klambratúni og skjóta upp flugeldum saman. Í kjölfarið áttaði hún sig á því að taka þarf þetta skrefinu lengra og auka öryggi íbúa sem og ferðamanna í kringum þennan mikla flugeldatíma. Æ algengara er að fjöldi fólk safnist saman til að skjóta upp flugeldum um áramótin. Samkomur sem þessar eru fjörugar en geta einnig verið hættulegar, en um hver áramót verða slys af völdum flugelda. Síðustu ár hefur aukist til muna að fólk sæki til dæmis á Skólavörðuholtið en í ár verður boðið upp á þrjú afmörkuð svæðitil að skjóta upp á í Reykjavík. Svæðin sem um ræðir eru á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot en með þessu á að draga úr hættu á slysum. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum frá klukkan tíu og fram yfir miðnætti. Reykjavíkurborg er svo í samstarfi við lögregluna við að loka fyrir bílaumferð um Skólavörðuholtið til að tryggja öryggi enn betur. „Fólk sem vill skjóta fer þá á þessu skotsvæði og skýtur þar upp flugeldunum. Hinir geta þá staðið í hæfilegri fjarlægð og fylgst með án þess að eiga á hættu að fá flugeldana í sig. Létum útbúa sérstaka skotpalla svo fólk geti notað þá og flugeldarnir velta þá síður um koll,” segir Rakel. Hún segir nauðsynlegt að gæta meira að öryggi í kringum flugeldana. Hingað komi margir ferðamenn sem koma til að upplifa áramótin og mikilvægt sé að huga að öryggi þeirra á þessum fjölförnu stöðum. Hún veltir þó fyrir sér framtíð flugeldanna. „Á einhverjum tímapunkti munu flugeldar verða takmarkaðir og jafnvel bannaðir. Ég held að það sé mikilvægt að við sem samfélag skoðum þetta í sameiningu, horfum til framtíðar og finnum nýjar fjármögnunarleiðir til að aðstoða björgunarsveitirnar,“ segir hún. Flugeldar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi milli íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin. Í fyrra kannaði hún áhuga fólks í Hlíðunum til að hittast á Klambratúni og skjóta upp flugeldum saman. Í kjölfarið áttaði hún sig á því að taka þarf þetta skrefinu lengra og auka öryggi íbúa sem og ferðamanna í kringum þennan mikla flugeldatíma. Æ algengara er að fjöldi fólk safnist saman til að skjóta upp flugeldum um áramótin. Samkomur sem þessar eru fjörugar en geta einnig verið hættulegar, en um hver áramót verða slys af völdum flugelda. Síðustu ár hefur aukist til muna að fólk sæki til dæmis á Skólavörðuholtið en í ár verður boðið upp á þrjú afmörkuð svæðitil að skjóta upp á í Reykjavík. Svæðin sem um ræðir eru á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot en með þessu á að draga úr hættu á slysum. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum frá klukkan tíu og fram yfir miðnætti. Reykjavíkurborg er svo í samstarfi við lögregluna við að loka fyrir bílaumferð um Skólavörðuholtið til að tryggja öryggi enn betur. „Fólk sem vill skjóta fer þá á þessu skotsvæði og skýtur þar upp flugeldunum. Hinir geta þá staðið í hæfilegri fjarlægð og fylgst með án þess að eiga á hættu að fá flugeldana í sig. Létum útbúa sérstaka skotpalla svo fólk geti notað þá og flugeldarnir velta þá síður um koll,” segir Rakel. Hún segir nauðsynlegt að gæta meira að öryggi í kringum flugeldana. Hingað komi margir ferðamenn sem koma til að upplifa áramótin og mikilvægt sé að huga að öryggi þeirra á þessum fjölförnu stöðum. Hún veltir þó fyrir sér framtíð flugeldanna. „Á einhverjum tímapunkti munu flugeldar verða takmarkaðir og jafnvel bannaðir. Ég held að það sé mikilvægt að við sem samfélag skoðum þetta í sameiningu, horfum til framtíðar og finnum nýjar fjármögnunarleiðir til að aðstoða björgunarsveitirnar,“ segir hún.
Flugeldar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira