Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2018 14:37 Flugeldar hafa verið ómissandi hluti af áramótum margra. Fréttablaðið/ernir Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. Tæplega 7 prósent vilja banna þá alfarið og tæplega 48% vilja hefta söluna að einhverju leyti. Þetta má lesa úr svörum þeirra 817 manns sem svöruðu spurningum sem Maskína lagði fyrir fyrr í þessum mánuði. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að karlar vilji frekar halda í óbreytt fyrirkomulag en konur. Hlutfall karla sem vilja núverandi sölufyrirkomulag er 53,3 prósent en 37,3 prósent kvenna. Þá eru konur hlynntari því að leyfa sölu eingöngu til flugeldasýninga (33,8 prósent) en karlar (22,6 prósent). Fólk á aldursbilinu 40-49 ára er líklegast til þess að vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. Könnunin gefur jafnframt til kynna að Reykvíkingar séu ólíklegastir til að vilja óbreytt fyrirkomulag, eða á bilinu 35-36 prósent. Þeir eru einnig líklegastir til þess að vilja hefta sölu á flugeldum á einn eða annan hátt. Norðlendingar eru líklegastir til þess að vilja hafa óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda, eða um 60 prósent. Þá er einnig töluverður munur á afstöðu fólks eftir menntun og stjórnmálaskoðunum. Þeir sem eru meira menntaðir eru hlynntari því að vilja breytt sölufyrirkomulag og kjósendur Pírata eru líklegastir til að vilja banna flugelda alfarið.Skýrsluna í PDF-formi má nálgast með því að smella hér. Flugeldar Tengdar fréttir Svíar þurfa sérstakt leyfi til að skjóta upp rakettum á næsta ári Komandi gamlárskvöld verður það síðasta þar sem almenningi í Svíþjóð gefst færi á að fagna nýju ári með því að skjóta upp rakettum án þess að fá til þess sérstakt leyfi. 28. desember 2018 10:35 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. Tæplega 7 prósent vilja banna þá alfarið og tæplega 48% vilja hefta söluna að einhverju leyti. Þetta má lesa úr svörum þeirra 817 manns sem svöruðu spurningum sem Maskína lagði fyrir fyrr í þessum mánuði. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að karlar vilji frekar halda í óbreytt fyrirkomulag en konur. Hlutfall karla sem vilja núverandi sölufyrirkomulag er 53,3 prósent en 37,3 prósent kvenna. Þá eru konur hlynntari því að leyfa sölu eingöngu til flugeldasýninga (33,8 prósent) en karlar (22,6 prósent). Fólk á aldursbilinu 40-49 ára er líklegast til þess að vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. Könnunin gefur jafnframt til kynna að Reykvíkingar séu ólíklegastir til að vilja óbreytt fyrirkomulag, eða á bilinu 35-36 prósent. Þeir eru einnig líklegastir til þess að vilja hefta sölu á flugeldum á einn eða annan hátt. Norðlendingar eru líklegastir til þess að vilja hafa óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda, eða um 60 prósent. Þá er einnig töluverður munur á afstöðu fólks eftir menntun og stjórnmálaskoðunum. Þeir sem eru meira menntaðir eru hlynntari því að vilja breytt sölufyrirkomulag og kjósendur Pírata eru líklegastir til að vilja banna flugelda alfarið.Skýrsluna í PDF-formi má nálgast með því að smella hér.
Flugeldar Tengdar fréttir Svíar þurfa sérstakt leyfi til að skjóta upp rakettum á næsta ári Komandi gamlárskvöld verður það síðasta þar sem almenningi í Svíþjóð gefst færi á að fagna nýju ári með því að skjóta upp rakettum án þess að fá til þess sérstakt leyfi. 28. desember 2018 10:35 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Svíar þurfa sérstakt leyfi til að skjóta upp rakettum á næsta ári Komandi gamlárskvöld verður það síðasta þar sem almenningi í Svíþjóð gefst færi á að fagna nýju ári með því að skjóta upp rakettum án þess að fá til þess sérstakt leyfi. 28. desember 2018 10:35
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00
Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01