Hestastyttur út um allt inni í stofu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2018 20:00 Einn mesti hrossabóndi landsins býr á Skeiðunum og á þar á fjórða hundrað hrossa. Hrossin eru þó ekki lifandi því þetta eru allt styttur á hillum inni í stofu. Engin stytta er eins. Það er Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin. Sigurlín er mikil áhugamanneskja um íslenska hestinn og á nokkra sem hún notar meðal annars til að fara í hestaferðir á sumrin. „Það kom hér ung stúlka, sem eyddi heilmiklum tíma í að telja stytturnar og hún komst að því að þær væru vel yfir þrjú hundruð, ég man ekki alveg töluna,“ segir Sigurlín. „Ég hef keypt svolítið í Kolaportinu og svo hef ég verið að þvælast hingað og þangað til útlanda og svo hefur fólk, sem hefur farið til útlanda keypt og látið mig fá,“ segir Sigurlín aðspurð hvar hún hefur fengið allar stytturnar. Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin.Magnús HlynurHestastytturnar koma víða að, til dæmis frá Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Sigurlín á sér eina uppáhalds styttu. „Það er stytta, sem fannst í Kína, að vísu afsteypa, en hún fannst á Silkileiðinni, þannig að hún er nokkur þúsund ára gömul, sem sagt fyrirmyndin af þessar styttu. Það var vinafólk okkar sem fór til Kína og færði mér styttuna þegar þau komu til baka.“ Sigurlín segist vera hætt að safna styttum af hestum enda allt plássið á hillunum búið. Hún gerir hins vegar mikið af því að mála myndir og þar eru hestar í miklu uppáhaldi hjá henni enda nokkrar fallegar hestamyndir upp á veggjum eftir hana á heimilinu á Votumýri. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Einn mesti hrossabóndi landsins býr á Skeiðunum og á þar á fjórða hundrað hrossa. Hrossin eru þó ekki lifandi því þetta eru allt styttur á hillum inni í stofu. Engin stytta er eins. Það er Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin. Sigurlín er mikil áhugamanneskja um íslenska hestinn og á nokkra sem hún notar meðal annars til að fara í hestaferðir á sumrin. „Það kom hér ung stúlka, sem eyddi heilmiklum tíma í að telja stytturnar og hún komst að því að þær væru vel yfir þrjú hundruð, ég man ekki alveg töluna,“ segir Sigurlín. „Ég hef keypt svolítið í Kolaportinu og svo hef ég verið að þvælast hingað og þangað til útlanda og svo hefur fólk, sem hefur farið til útlanda keypt og látið mig fá,“ segir Sigurlín aðspurð hvar hún hefur fengið allar stytturnar. Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin.Magnús HlynurHestastytturnar koma víða að, til dæmis frá Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Sigurlín á sér eina uppáhalds styttu. „Það er stytta, sem fannst í Kína, að vísu afsteypa, en hún fannst á Silkileiðinni, þannig að hún er nokkur þúsund ára gömul, sem sagt fyrirmyndin af þessar styttu. Það var vinafólk okkar sem fór til Kína og færði mér styttuna þegar þau komu til baka.“ Sigurlín segist vera hætt að safna styttum af hestum enda allt plássið á hillunum búið. Hún gerir hins vegar mikið af því að mála myndir og þar eru hestar í miklu uppáhaldi hjá henni enda nokkrar fallegar hestamyndir upp á veggjum eftir hana á heimilinu á Votumýri.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira