Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. desember 2018 20:14 Algengt er að flugeldar skjóti hundum skelk í bringu á áramótunum. Vísir/Andri Marinó Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. Í tilkynningu MAST segir að alþekkt sé að dýr bregðist afar illa við hávaða frá flugeldaskotum og geti það valdið slysum, bæði á dýrunum sjálfum og umhverfi þeirra, öðrum dýrum og fólki. Dæmi séu um að hundar hafi hlaupið fyrir bíla eða á fjöll. Hestar í haga séu í sérstakri hættu, þar sem dæmi séum um að þeir hafi fælst við flugelda, brotist út úr girðingum og hlaupið fyrir bílaumferð og valdið slysum. Þá segir MAST að óþarfi sé að lýsa því sem geti gerst ef flugeldum er skotið upp rétt hjá eða yfir fólki við útreiðar. Þá vekur MAST sérstaka athygli á breytingum á leyfilegum skottíma flugelda sem nú er skemmri en undanfarin ár. Almenn notkun flugelda er leyfð frá 28. desember til 6. janúar frá kl. 10:00 til 22:00 og alla nýársnótt. Segir stofnunin afar mikilvægt að þessi tímatakmörk séu virt svo dýraeigendur geti viðrað dýr sín án þess að eiga á hættu að ofsahræðsla vegna flugelda grípi um sig hjá dýrunum. Matvælastofnun vill einnig beina til almennings, sérstaklega foreldra og forráðamanna unglinga og barna, að sýna þá tillitsemi við dýr og eigendur þeirra að skjóta einungis upp flugeldum og sprengja ýlur og hvellhettur á gamlárskvöld og þrettándanum. Það hjálpi eigendum dýranna að grípa til viðeigandi ráðstafana. Að lokum birti MAST lista yfir möguleg fyrirbyggjandi úrræði sem dýraeigendur geta nýtt sér. Listann og tilkynningu MAST í heild sinni má sjá hér. Dýr Flugeldar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. Í tilkynningu MAST segir að alþekkt sé að dýr bregðist afar illa við hávaða frá flugeldaskotum og geti það valdið slysum, bæði á dýrunum sjálfum og umhverfi þeirra, öðrum dýrum og fólki. Dæmi séu um að hundar hafi hlaupið fyrir bíla eða á fjöll. Hestar í haga séu í sérstakri hættu, þar sem dæmi séum um að þeir hafi fælst við flugelda, brotist út úr girðingum og hlaupið fyrir bílaumferð og valdið slysum. Þá segir MAST að óþarfi sé að lýsa því sem geti gerst ef flugeldum er skotið upp rétt hjá eða yfir fólki við útreiðar. Þá vekur MAST sérstaka athygli á breytingum á leyfilegum skottíma flugelda sem nú er skemmri en undanfarin ár. Almenn notkun flugelda er leyfð frá 28. desember til 6. janúar frá kl. 10:00 til 22:00 og alla nýársnótt. Segir stofnunin afar mikilvægt að þessi tímatakmörk séu virt svo dýraeigendur geti viðrað dýr sín án þess að eiga á hættu að ofsahræðsla vegna flugelda grípi um sig hjá dýrunum. Matvælastofnun vill einnig beina til almennings, sérstaklega foreldra og forráðamanna unglinga og barna, að sýna þá tillitsemi við dýr og eigendur þeirra að skjóta einungis upp flugeldum og sprengja ýlur og hvellhettur á gamlárskvöld og þrettándanum. Það hjálpi eigendum dýranna að grípa til viðeigandi ráðstafana. Að lokum birti MAST lista yfir möguleg fyrirbyggjandi úrræði sem dýraeigendur geta nýtt sér. Listann og tilkynningu MAST í heild sinni má sjá hér.
Dýr Flugeldar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira