Bára lét Alþingi fá frumupptökurnar af Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2018 13:01 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. Stundin greindi frá þessu í dag. Í frétt Stundarinnar segir að forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis hafi óskað eftir gögnunum við miðlana þrjá sem höfðu upptökur Báru undir höndum, Stundina, DV og Kvennablaðið. Bára hafi ákveðið um helgina að afhenda hljóðupptökurnar sjálf svo að siðanefnd Alþingis gæti skoðað frumgögn. Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis, staðfesti í samtali við RÚV að skrifstofan væri komin með upptökurnar. Á upptökunum má heyra samtal sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins þar sem farið var ófögrum orðum um þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Tveir þingmenn Miðflokksins, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, tóku sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna málsins. Þá voru þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason reknir úr Flokki fólksins vegna aðildar sinnar. Forsætisnefnd ákvað í byrjun desember að vísa Klaustursmálinu til siðanefndar Alþingis. Í nefndinni sitja Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir formaður, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, doktor í heimspeki og umboðsmaður barna. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin kemur saman frá því að hún var stofnuð í fyrra. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hanna Katrín: „Við skuldum heilli þjóð að bregðast við“ Hanna Katrín Friðriksson þingflokkformaður Viðreisnar vill að þingmennirnir sex axli ábyrð og segi af sér. 9. desember 2018 11:13 Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00 Líf vísar „lygaspuna“ um heimsókn sína á Klaustur til föðurhúsanna Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé "lygaspuni frá óvildarmönnum“. 9. desember 2018 17:45 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. Stundin greindi frá þessu í dag. Í frétt Stundarinnar segir að forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis hafi óskað eftir gögnunum við miðlana þrjá sem höfðu upptökur Báru undir höndum, Stundina, DV og Kvennablaðið. Bára hafi ákveðið um helgina að afhenda hljóðupptökurnar sjálf svo að siðanefnd Alþingis gæti skoðað frumgögn. Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis, staðfesti í samtali við RÚV að skrifstofan væri komin með upptökurnar. Á upptökunum má heyra samtal sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins þar sem farið var ófögrum orðum um þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Tveir þingmenn Miðflokksins, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, tóku sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna málsins. Þá voru þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason reknir úr Flokki fólksins vegna aðildar sinnar. Forsætisnefnd ákvað í byrjun desember að vísa Klaustursmálinu til siðanefndar Alþingis. Í nefndinni sitja Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir formaður, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, doktor í heimspeki og umboðsmaður barna. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin kemur saman frá því að hún var stofnuð í fyrra.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hanna Katrín: „Við skuldum heilli þjóð að bregðast við“ Hanna Katrín Friðriksson þingflokkformaður Viðreisnar vill að þingmennirnir sex axli ábyrð og segi af sér. 9. desember 2018 11:13 Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00 Líf vísar „lygaspuna“ um heimsókn sína á Klaustur til föðurhúsanna Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé "lygaspuni frá óvildarmönnum“. 9. desember 2018 17:45 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Hanna Katrín: „Við skuldum heilli þjóð að bregðast við“ Hanna Katrín Friðriksson þingflokkformaður Viðreisnar vill að þingmennirnir sex axli ábyrð og segi af sér. 9. desember 2018 11:13
Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00
Líf vísar „lygaspuna“ um heimsókn sína á Klaustur til föðurhúsanna Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé "lygaspuni frá óvildarmönnum“. 9. desember 2018 17:45