Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Kristján Már Unnarsson skrifar 10. desember 2018 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Veggjöld verða tekin upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Málið er unnið innan umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og í nánu samráði við samgönguráðherra, sem var spurður um það við upphaf þingfundar í dag hversvegna núna þyrfti veggjöld sem hann mælti áður gegn: „Það er meðal annars vegna þess að í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, í orkuskiptum, þá höfum við orðið þess fullviss að tekjur ríkisins af bensín- og dísilgjöldum munu fara hratt lækkandi næstu ár og þær tekjur munu þá ekki duga fyrir þeim vegaframkvæmdum sem við almennt sættum okkur við,“ svaraði Sigurður Ingi Jóhannsson.Samgönguáætlun er til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, situr í forsæti þingnefndarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Breytingartillagan, sem þingnefndin fjallar um, gerir ráð fyrir að vegtollur verði tekinn upp á öllum stofnbrautum út úr Reykjavík; á Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Einnig við öll jarðgöng á landinu, auk þess sem opnað er á veggjöld fyrir einstakar framkvæmdir, eins og á veg yfir Öxi og brú yfir Hornafjörð. Ekki yrðu sett upp sérstök tollskýli heldur myndavélar sem myndu skrá öll bílnúmer, sem síðan yrðu gjaldfærð. Ökumenn þyrftu þannig ekki að hægja á umferðarhraða vegna þeirra. Veggjöldin yrðu tiltölulega lág, kannski 140-150 krónur á hvern fólksbíl í hvert skipti með afslætti en einstakt gjald yrði talsvert hærra. Veggjöldin gætu skilað yfir tíu milljörðum króna í tekjur á ári, en það ræðst af útfærslu og fjárhæð.Frá Reykjanesbraut. Tvöföldun hennar lýkur á árabilinu 2029-2033, að óbreyttri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar.Vísir/VilhelmFjármunirnir færu til að flýta framkvæmdum um land allt, en þó mest suðvestanlands, bæði innan höfuðborgarsvæðisins og á stofnbrautum í grennd, eins og breikkun Reykjanesbrautar, Vesturlandsvegar áleiðis til Borgarness og Suðurlandsvegar austur fyrir Selfoss, auk brúar yfir Ölfusá. Jafnframt yrði stórverkum flýtt á landsbyggðinni, eins og vegagerð yfir Dynjandisheiði og Öxi og brúarsmíði yfir Jökulsá á Fjöllum og Hornafjarðarfljót. Þá yrði átak gert í uppbyggingu dreifbýlisvega, eins og um Skógarströnd, Borgarfjarðardali og Vatnsnes. Í fluginu yrði uppbygging varaflugvalla í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum sett undir kostnað Keflavíkurflugvallar og innheimt varaflugvallagjald, sem þýddi að meira fé yrði á fjárlögum til annarra innanlandsvalla. Teikning af nýrri brú yfir Hornafjörð. Hún er nefnd sem dæmi um verkefni þar sem veggjald yrði lagt á.Grafík/Vegagerðin.Stefnt er að því að samgönguáætlun verði kláruð úr umhverfis- og samgöngunefnd á morgun eða á miðvikudag og að hún komi til atkvæðagreiðslu þingsins fyrir lok vikunnar. Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, spurði samgönguráðherra hvað lægi á að klára þetta fyrir jól: „Ef það gengur upp að ná að ljúka þessu núna væri það frábært. Vegna þess að fjögurra ára áætlunin er að renna út núna í lok þessa árs og það er mjög mikilvægt fyrir Vegagerðina að hafa svolítinn fyrirsjáanleika í sínum áætlunum, hönnun og útboðum. Meðal annars til að ná fram eins mikilli hagræðingu í rekstri og útboðum og unnt er,“ svaraði samgönguráðherra. Samgönguáætlun er þingsályktun en veggjöldin kalla á sérstakt lagafrumvarp, sem kæmi þá fram á vorþingi. Verði málið samþykkt á Alþingi má gera ráð fyrir að það taki minnst eitt til eitt og hálft ár að undirbúa gjaldtökuna. Menn sjá fyrir sér að vegtollarnir geti farið að tikka inn haustið 2020. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bílar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30 Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15 Veggjöld í breyttri samgönguáætlun Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, gagnrýnir að veggjöldum sé troðið í gegnum þingið á síðustu dögum haustþings, eins og hann kemst að orði. 10. desember 2018 16:59 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Boðar breytingar á samgönguáætlun Óhjákvæmilegt er að breytingar verði gerðar á samgönguáætlun, segir Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 8. desember 2018 22:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Veggjöld verða tekin upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Málið er unnið innan umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og í nánu samráði við samgönguráðherra, sem var spurður um það við upphaf þingfundar í dag hversvegna núna þyrfti veggjöld sem hann mælti áður gegn: „Það er meðal annars vegna þess að í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, í orkuskiptum, þá höfum við orðið þess fullviss að tekjur ríkisins af bensín- og dísilgjöldum munu fara hratt lækkandi næstu ár og þær tekjur munu þá ekki duga fyrir þeim vegaframkvæmdum sem við almennt sættum okkur við,“ svaraði Sigurður Ingi Jóhannsson.Samgönguáætlun er til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, situr í forsæti þingnefndarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Breytingartillagan, sem þingnefndin fjallar um, gerir ráð fyrir að vegtollur verði tekinn upp á öllum stofnbrautum út úr Reykjavík; á Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Einnig við öll jarðgöng á landinu, auk þess sem opnað er á veggjöld fyrir einstakar framkvæmdir, eins og á veg yfir Öxi og brú yfir Hornafjörð. Ekki yrðu sett upp sérstök tollskýli heldur myndavélar sem myndu skrá öll bílnúmer, sem síðan yrðu gjaldfærð. Ökumenn þyrftu þannig ekki að hægja á umferðarhraða vegna þeirra. Veggjöldin yrðu tiltölulega lág, kannski 140-150 krónur á hvern fólksbíl í hvert skipti með afslætti en einstakt gjald yrði talsvert hærra. Veggjöldin gætu skilað yfir tíu milljörðum króna í tekjur á ári, en það ræðst af útfærslu og fjárhæð.Frá Reykjanesbraut. Tvöföldun hennar lýkur á árabilinu 2029-2033, að óbreyttri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar.Vísir/VilhelmFjármunirnir færu til að flýta framkvæmdum um land allt, en þó mest suðvestanlands, bæði innan höfuðborgarsvæðisins og á stofnbrautum í grennd, eins og breikkun Reykjanesbrautar, Vesturlandsvegar áleiðis til Borgarness og Suðurlandsvegar austur fyrir Selfoss, auk brúar yfir Ölfusá. Jafnframt yrði stórverkum flýtt á landsbyggðinni, eins og vegagerð yfir Dynjandisheiði og Öxi og brúarsmíði yfir Jökulsá á Fjöllum og Hornafjarðarfljót. Þá yrði átak gert í uppbyggingu dreifbýlisvega, eins og um Skógarströnd, Borgarfjarðardali og Vatnsnes. Í fluginu yrði uppbygging varaflugvalla í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum sett undir kostnað Keflavíkurflugvallar og innheimt varaflugvallagjald, sem þýddi að meira fé yrði á fjárlögum til annarra innanlandsvalla. Teikning af nýrri brú yfir Hornafjörð. Hún er nefnd sem dæmi um verkefni þar sem veggjald yrði lagt á.Grafík/Vegagerðin.Stefnt er að því að samgönguáætlun verði kláruð úr umhverfis- og samgöngunefnd á morgun eða á miðvikudag og að hún komi til atkvæðagreiðslu þingsins fyrir lok vikunnar. Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, spurði samgönguráðherra hvað lægi á að klára þetta fyrir jól: „Ef það gengur upp að ná að ljúka þessu núna væri það frábært. Vegna þess að fjögurra ára áætlunin er að renna út núna í lok þessa árs og það er mjög mikilvægt fyrir Vegagerðina að hafa svolítinn fyrirsjáanleika í sínum áætlunum, hönnun og útboðum. Meðal annars til að ná fram eins mikilli hagræðingu í rekstri og útboðum og unnt er,“ svaraði samgönguráðherra. Samgönguáætlun er þingsályktun en veggjöldin kalla á sérstakt lagafrumvarp, sem kæmi þá fram á vorþingi. Verði málið samþykkt á Alþingi má gera ráð fyrir að það taki minnst eitt til eitt og hálft ár að undirbúa gjaldtökuna. Menn sjá fyrir sér að vegtollarnir geti farið að tikka inn haustið 2020. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bílar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30 Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15 Veggjöld í breyttri samgönguáætlun Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, gagnrýnir að veggjöldum sé troðið í gegnum þingið á síðustu dögum haustþings, eins og hann kemst að orði. 10. desember 2018 16:59 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Boðar breytingar á samgönguáætlun Óhjákvæmilegt er að breytingar verði gerðar á samgönguáætlun, segir Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 8. desember 2018 22:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30
Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15
Veggjöld í breyttri samgönguáætlun Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, gagnrýnir að veggjöldum sé troðið í gegnum þingið á síðustu dögum haustþings, eins og hann kemst að orði. 10. desember 2018 16:59
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45
Boðar breytingar á samgönguáætlun Óhjákvæmilegt er að breytingar verði gerðar á samgönguáætlun, segir Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 8. desember 2018 22:00