Gunnar: Adam bjargaði jólunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Kaplakrika skrifar 10. desember 2018 21:22 Gunnar fagnaði í leikslok í Krikanum vísir/bára Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum jafntefli gegn FH í Olísdeild karla í Kaplakrika í kvöld. Gunnar Magnússon var ánægður með sinn mann og sagði hann hafa bjargað jólunum, hvorki meira né minna. Bjarni Ófeigur Valdimarsson kom FH yfir þegar aðeins sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar fengu aukakast hinu megin á vellinum með tvær sekúndur á klukkunni. Þeir stilltu upp í skot fyrir Adam, hann stökk upp og boltinn small í netinu. Jafntefli 25-25. „Adam, hann bara bjargaði jólunum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í leikslok. „Maður sefur betur og jólin eru betri.“ „Þetta var týpískur Hafnarfjarðarslagur, leikur áhlaupa. Ég var óánægður með byrjunina, munurinn í byrjun var markvarslan, hún var mikil hjá þeim en lítil hjá okkur. Við náum að jafna það og komast inn í leikinn aftur og náum svo forskoti.“ „Svo fannst mér við vera mjög miklir klaufar. Köstum boltanum frá okkur, förum illa með margar góðar sóknir. Við eigum sem betur fer síðasta áhlaupið en ég er alveg svakalega ósáttur við síðasta markið sem við fáum á okkur.“ „Ég skil ekki af hverju við mættum ekki Bjarna á þessu mómenti, ég á erfitt með að sætta mig við það. Hann kemur upp á mitt markið á einhverja átta metra, ótrúlegt að við höfum fengið þetta mark á okkur, ég er mjög ósáttur við það.“ Báðir Hafnarfjarðarslagirnir á þessu tímabili, að minnsta kosti í deildarkeppninni – það kemur í ljós hvort þeir verði fleiri með vorinu, enda í jafntefli. Þurfa Hafnfirðingar að sætta sig við að liðin séu bara jafn góð? „Þetta eru bara tvö frábær lið. Þetta er eins og handbolti gerist bestur og gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Gunnar Magnússon. Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Fleiri fréttir Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Sjá meira
Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum jafntefli gegn FH í Olísdeild karla í Kaplakrika í kvöld. Gunnar Magnússon var ánægður með sinn mann og sagði hann hafa bjargað jólunum, hvorki meira né minna. Bjarni Ófeigur Valdimarsson kom FH yfir þegar aðeins sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar fengu aukakast hinu megin á vellinum með tvær sekúndur á klukkunni. Þeir stilltu upp í skot fyrir Adam, hann stökk upp og boltinn small í netinu. Jafntefli 25-25. „Adam, hann bara bjargaði jólunum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í leikslok. „Maður sefur betur og jólin eru betri.“ „Þetta var týpískur Hafnarfjarðarslagur, leikur áhlaupa. Ég var óánægður með byrjunina, munurinn í byrjun var markvarslan, hún var mikil hjá þeim en lítil hjá okkur. Við náum að jafna það og komast inn í leikinn aftur og náum svo forskoti.“ „Svo fannst mér við vera mjög miklir klaufar. Köstum boltanum frá okkur, förum illa með margar góðar sóknir. Við eigum sem betur fer síðasta áhlaupið en ég er alveg svakalega ósáttur við síðasta markið sem við fáum á okkur.“ „Ég skil ekki af hverju við mættum ekki Bjarna á þessu mómenti, ég á erfitt með að sætta mig við það. Hann kemur upp á mitt markið á einhverja átta metra, ótrúlegt að við höfum fengið þetta mark á okkur, ég er mjög ósáttur við það.“ Báðir Hafnarfjarðarslagirnir á þessu tímabili, að minnsta kosti í deildarkeppninni – það kemur í ljós hvort þeir verði fleiri með vorinu, enda í jafntefli. Þurfa Hafnfirðingar að sætta sig við að liðin séu bara jafn góð? „Þetta eru bara tvö frábær lið. Þetta er eins og handbolti gerist bestur og gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Gunnar Magnússon.
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Fleiri fréttir Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Sjá meira