Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. desember 2018 06:00 Ellert sló á létta strengi með Viðreisnarmanninum Þorsteini Víglundssyni yfir veiðigjaldaumræðunni í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að taka sæti á Alþingi en hann situr nú sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Ellert var fyrst kjörinn á þing árið 1971 en þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þingmaðurinn segir að málefni eldri borgara verði ofarlega á baugi hjá sér meðan hann situr á þingi. Þingseta Ellerts nú er komin til vegna þess að Ágúst Ólafur Ágústsson hefur tekið sér tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum eftir að hafa verið áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar fyrir ósæmilega framkomu við konu. Fyrsti og annar varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, og rithöfundurinn Einar Kárason, gátu ekki tekið sæti nú. Því tók Ellert sætið. „Því var flett upp í dag að það hefði enginn verið 79 ára gamall í sögu þingsins. Hvorki fyrr né síðar. Ég er nú nokkuð hreykinn af því að vera sá elsti,“ segir Ellert. Elsti þingmaður í sögunni var Sighvatur Árnason, bóndi í Eyvindarholti, en hann var tæplega 79 ára gamall þegar þingsetu hans lauk árið 1902. Sem fyrr segir var Ellert kjörinn fyrst á þing 1971, þá rétt rúmlega þrítugur, en þá var hann yngstur þingmanna. Hann sat á þingi til 1978 en missti þá sæti sitt. Hann var kjörinn á ný 1983 og sat til 1987. Árið 2007 var hann kjörinn á þing á ný, þá fyrir Samfylkinguna, og sat til ársins 2009. Í millitíðinni tók hann sæti sem varamaður á árunum 2006 og 2007. „Ég hef nú kannski ekki setið nógu lengi þetta skiptið til að bera saman þingið þá og nú. Upp til hópa eru þingmenn gott fólk sem vill vel og reynir að standa sig. Þannig að andrúmsloftið er sams konar. Helsti munurinn er kannski sá að við höfðum ekki vínbari í nágrenni þingsins á þeim tíma,“ segir Ellert. Gert er ráð fyrir því að þingið fari í jólafrí næsta föstudag en fjárlög voru afgreidd fyrir helgi. Ellert, sem er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, gerir ráð fyrir að þegar hann taki til máls muni málefni aldraðra verða í fyrirrúmi. „Það þarf að gagnrýna það að greiðslur frá almannatryggingum til eldri borgara hafa lítið hækkað. Vonandi get ég messað yfir þinginu og farið fram á það að fólk skilji betur að of margir einstaklingar eru í fátækt. Það þarf að koma til móts við þetta fólk og rétta því hjálparhönd,“ segir Ellert. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ellert snýr aftur á Alþingi Tekur sæti fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem farinn er í leyfi. 10. desember 2018 11:09 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að taka sæti á Alþingi en hann situr nú sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Ellert var fyrst kjörinn á þing árið 1971 en þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þingmaðurinn segir að málefni eldri borgara verði ofarlega á baugi hjá sér meðan hann situr á þingi. Þingseta Ellerts nú er komin til vegna þess að Ágúst Ólafur Ágústsson hefur tekið sér tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum eftir að hafa verið áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar fyrir ósæmilega framkomu við konu. Fyrsti og annar varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, og rithöfundurinn Einar Kárason, gátu ekki tekið sæti nú. Því tók Ellert sætið. „Því var flett upp í dag að það hefði enginn verið 79 ára gamall í sögu þingsins. Hvorki fyrr né síðar. Ég er nú nokkuð hreykinn af því að vera sá elsti,“ segir Ellert. Elsti þingmaður í sögunni var Sighvatur Árnason, bóndi í Eyvindarholti, en hann var tæplega 79 ára gamall þegar þingsetu hans lauk árið 1902. Sem fyrr segir var Ellert kjörinn fyrst á þing 1971, þá rétt rúmlega þrítugur, en þá var hann yngstur þingmanna. Hann sat á þingi til 1978 en missti þá sæti sitt. Hann var kjörinn á ný 1983 og sat til 1987. Árið 2007 var hann kjörinn á þing á ný, þá fyrir Samfylkinguna, og sat til ársins 2009. Í millitíðinni tók hann sæti sem varamaður á árunum 2006 og 2007. „Ég hef nú kannski ekki setið nógu lengi þetta skiptið til að bera saman þingið þá og nú. Upp til hópa eru þingmenn gott fólk sem vill vel og reynir að standa sig. Þannig að andrúmsloftið er sams konar. Helsti munurinn er kannski sá að við höfðum ekki vínbari í nágrenni þingsins á þeim tíma,“ segir Ellert. Gert er ráð fyrir því að þingið fari í jólafrí næsta föstudag en fjárlög voru afgreidd fyrir helgi. Ellert, sem er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, gerir ráð fyrir að þegar hann taki til máls muni málefni aldraðra verða í fyrirrúmi. „Það þarf að gagnrýna það að greiðslur frá almannatryggingum til eldri borgara hafa lítið hækkað. Vonandi get ég messað yfir þinginu og farið fram á það að fólk skilji betur að of margir einstaklingar eru í fátækt. Það þarf að koma til móts við þetta fólk og rétta því hjálparhönd,“ segir Ellert.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ellert snýr aftur á Alþingi Tekur sæti fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem farinn er í leyfi. 10. desember 2018 11:09 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Ellert snýr aftur á Alþingi Tekur sæti fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem farinn er í leyfi. 10. desember 2018 11:09