Ekkert bann við skólaheimsóknum í Selfosskirkju 11. desember 2018 21:15 Guðbjörg og Jóhanna syngja m.a. sunnudagsskólalög með krökkunum og bregða þar á leik. Magnús Hlynur Um eitt þúsund leik- og grunnskólabörn á Selfossi hafa heimsótt Selfosskirkju á aðventunni þar sem sóknarpresturinn, Guðbjörg Arnardóttir og æskulýðsfulltrúinn, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bregða sér í nokkur hlutverk í jólaguðspjallinu. Ekkert bann er við slíkum heimsókn í kirkjuna. Þrír hópar heimsótti kirkjuna í morgun og fengu kynningu á starfsemi hennar, auk þess að syngja með sóknarprestinum og æskulýðsfulltrúanum. Krakkarnir fengu að vita allt það helsta um skírnina, ferminguna, giftingar og útfarir. Þá fengu börnin leikrit um sjálft jólaguðspjallið. „Við byrjum á því að syngja og kveikja á kertum og hafa þetta huggulega og góða stund. Svo segjum við söguna sem við segjum alltaf í kirkjunni fyrir jólin, jólaguðspjallið sjálft og okkur finnst svolítið gaman að gera þetta á leikrænan hátt og höfum undan farin ár sett þetta upp í smá leikrit, sem hefur gefist vel“, segir Jóhanna Ýr og Guðbjörg bætir við að þeim þyki þetta mjög gaman og þær voni að það skili sér líka. Guðbjörg fæðir barn í fræðslustundinni. „Já, já, Jesú bara, hann fæðist sjálfur, ljósið kemur í heiminn fyrir krakkanna“, segir Guðbjörg. Hér eru Guðbjörg og Jóhanna að flytja jólaguðspjallið fyrir börnin en í því sýna þær leiklistarhæfileika sína, þannig að boðskapurinn komist örugglega til skila.Magnús HlynurEn hvað með foreldrana sem vilja ekki að börnin þeirra fari í kirkju fyrir jól eða um jólin ? „Auðvitað skiptir máli að við fræðumst öll en við virðum allar skoðanir og ég skil líka vel þau sjónarmið að vilja ekki að börnin komi í kirkju, en auðvitað viljum við bara fræða og við erum sannarlega að því“, bætir Guðbjörg við. Krökkunum finnst alltaf mjög gaman og hátíðlegt að syngja í kirkjunni. Í dag söng einn hópurinn Bjart er yfir Betlehem. Guðbjörg og Jóhanna syngja m.a. sunnudagsskólalög með krökkunum og bregða þar á leik. Innlent Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Um eitt þúsund leik- og grunnskólabörn á Selfossi hafa heimsótt Selfosskirkju á aðventunni þar sem sóknarpresturinn, Guðbjörg Arnardóttir og æskulýðsfulltrúinn, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bregða sér í nokkur hlutverk í jólaguðspjallinu. Ekkert bann er við slíkum heimsókn í kirkjuna. Þrír hópar heimsótti kirkjuna í morgun og fengu kynningu á starfsemi hennar, auk þess að syngja með sóknarprestinum og æskulýðsfulltrúanum. Krakkarnir fengu að vita allt það helsta um skírnina, ferminguna, giftingar og útfarir. Þá fengu börnin leikrit um sjálft jólaguðspjallið. „Við byrjum á því að syngja og kveikja á kertum og hafa þetta huggulega og góða stund. Svo segjum við söguna sem við segjum alltaf í kirkjunni fyrir jólin, jólaguðspjallið sjálft og okkur finnst svolítið gaman að gera þetta á leikrænan hátt og höfum undan farin ár sett þetta upp í smá leikrit, sem hefur gefist vel“, segir Jóhanna Ýr og Guðbjörg bætir við að þeim þyki þetta mjög gaman og þær voni að það skili sér líka. Guðbjörg fæðir barn í fræðslustundinni. „Já, já, Jesú bara, hann fæðist sjálfur, ljósið kemur í heiminn fyrir krakkanna“, segir Guðbjörg. Hér eru Guðbjörg og Jóhanna að flytja jólaguðspjallið fyrir börnin en í því sýna þær leiklistarhæfileika sína, þannig að boðskapurinn komist örugglega til skila.Magnús HlynurEn hvað með foreldrana sem vilja ekki að börnin þeirra fari í kirkju fyrir jól eða um jólin ? „Auðvitað skiptir máli að við fræðumst öll en við virðum allar skoðanir og ég skil líka vel þau sjónarmið að vilja ekki að börnin komi í kirkju, en auðvitað viljum við bara fræða og við erum sannarlega að því“, bætir Guðbjörg við. Krökkunum finnst alltaf mjög gaman og hátíðlegt að syngja í kirkjunni. Í dag söng einn hópurinn Bjart er yfir Betlehem. Guðbjörg og Jóhanna syngja m.a. sunnudagsskólalög með krökkunum og bregða þar á leik.
Innlent Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira