Þrír hópar heimsótti kirkjuna í morgun og fengu kynningu á starfsemi hennar, auk þess að syngja með sóknarprestinum og æskulýðsfulltrúanum. Krakkarnir fengu að vita allt það helsta um skírnina, ferminguna, giftingar og útfarir. Þá fengu börnin leikrit um sjálft jólaguðspjallið.
„Við byrjum á því að syngja og kveikja á kertum og hafa þetta huggulega og góða stund. Svo segjum við söguna sem við segjum alltaf í kirkjunni fyrir jólin, jólaguðspjallið sjálft og okkur finnst svolítið gaman að gera þetta á leikrænan hátt og höfum undan farin ár sett þetta upp í smá leikrit, sem hefur gefist vel“, segir Jóhanna Ýr og Guðbjörg bætir við að þeim þyki þetta mjög gaman og þær voni að það skili sér líka.
Guðbjörg fæðir barn í fræðslustundinni.
„Já, já, Jesú bara, hann fæðist sjálfur, ljósið kemur í heiminn fyrir krakkanna“, segir Guðbjörg.

„Auðvitað skiptir máli að við fræðumst öll en við virðum allar skoðanir og ég skil líka vel þau sjónarmið að vilja ekki að börnin komi í kirkju, en auðvitað viljum við bara fræða og við erum sannarlega að því“, bætir Guðbjörg við.
Krökkunum finnst alltaf mjög gaman og hátíðlegt að syngja í kirkjunni. Í dag söng einn hópurinn Bjart er yfir Betlehem.
Guðbjörg og Jóhanna syngja m.a. sunnudagsskólalög með krökkunum og bregða þar á leik.