Áætlun í gæðaþróun skref til þess að laga heilbrigðiskerfið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2018 19:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller, landlæknir Vísir/JóhannK Heilbrigðisráðherra og landlæknir undirrituðu í dag áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Áætlunin er liður í að vinna á vandanum sem er í íslensku heilbrigðiskerfi.Samkvæmt 11. gr laga um landlækni og lýðheilsu, skal landlæknir gera áætlun um gæðaþróun innan heilbrigðisþjónustunnar og skal hún miða að því að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að framþróun hennar. Áætlunin var í dag, í fyrsta skipti lögð fram, samþykkt og undirrituð af ráðherra og landlækni. Erum við þar stödd í heilbrigðisþjónustunni að við getum farið að setja okkur gæðaáætlanir.Þurfum við ekki að ná fyrst utan um vandan í heilbrigðiskerfinu? „Þetta er ein af leiðunum til þess. Það er einmitt að beina sjónum að gæðum og öryggi,“ sagði Alma D. Möller, landlæknir, eftir undirritunina í dag. Vandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er margþættur. Umræðan um mikið álag á Landspítalanum hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Páll Matthíasson, forstjóri sagði í pistli sínum á föstudag að álagið væri orðið það mikið að augljóst væri að öryggi sjúklinga er ekki tryggt. „Þegar við erum að tala um þessa stöðu sem hefur verið í fréttum undanfarna daga að þá höfum við auðvitað, og Embætti landlæknis í fyrsta lagi, skoðað hlutaúttekt embættisins á þessari stöðu á bráðamóttökunni og síðan fáum við sem heilbrigðisyfirvöld, þá úttekt í hendur og skoðum hvað það er í heilbrigðiskerfinu í heild sem við getum haft áhrif á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu er hluti af Heilbrigðisstefnu ráðherra sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Áætlunin miðar fyrst og fremst öryggis og gæðamálum og á að vera einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Áætlunin er fjórþætt. Hver og ein stofnun á að vera með kerfi til þess að vinna að stöðugum umbótum og sífellt að bæta þjónustuna. Skráning gæða í þjónustunni verði markvissari. Innleiða á samræmt atvikaskráningakerfi fyrir landið allt og að reglulega séu framkvæmdar þjónustukannanir hjá notendum.Er tíminn ekki útrunninn þar sem að við vitum að vandamálin í heilbrigðiskerfinu eru þegar mikil og stór?„Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ sagði Alma D. Möller Landlæknir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15 Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og landlæknir undirrituðu í dag áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Áætlunin er liður í að vinna á vandanum sem er í íslensku heilbrigðiskerfi.Samkvæmt 11. gr laga um landlækni og lýðheilsu, skal landlæknir gera áætlun um gæðaþróun innan heilbrigðisþjónustunnar og skal hún miða að því að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að framþróun hennar. Áætlunin var í dag, í fyrsta skipti lögð fram, samþykkt og undirrituð af ráðherra og landlækni. Erum við þar stödd í heilbrigðisþjónustunni að við getum farið að setja okkur gæðaáætlanir.Þurfum við ekki að ná fyrst utan um vandan í heilbrigðiskerfinu? „Þetta er ein af leiðunum til þess. Það er einmitt að beina sjónum að gæðum og öryggi,“ sagði Alma D. Möller, landlæknir, eftir undirritunina í dag. Vandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er margþættur. Umræðan um mikið álag á Landspítalanum hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Páll Matthíasson, forstjóri sagði í pistli sínum á föstudag að álagið væri orðið það mikið að augljóst væri að öryggi sjúklinga er ekki tryggt. „Þegar við erum að tala um þessa stöðu sem hefur verið í fréttum undanfarna daga að þá höfum við auðvitað, og Embætti landlæknis í fyrsta lagi, skoðað hlutaúttekt embættisins á þessari stöðu á bráðamóttökunni og síðan fáum við sem heilbrigðisyfirvöld, þá úttekt í hendur og skoðum hvað það er í heilbrigðiskerfinu í heild sem við getum haft áhrif á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu er hluti af Heilbrigðisstefnu ráðherra sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Áætlunin miðar fyrst og fremst öryggis og gæðamálum og á að vera einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Áætlunin er fjórþætt. Hver og ein stofnun á að vera með kerfi til þess að vinna að stöðugum umbótum og sífellt að bæta þjónustuna. Skráning gæða í þjónustunni verði markvissari. Innleiða á samræmt atvikaskráningakerfi fyrir landið allt og að reglulega séu framkvæmdar þjónustukannanir hjá notendum.Er tíminn ekki útrunninn þar sem að við vitum að vandamálin í heilbrigðiskerfinu eru þegar mikil og stór?„Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ sagði Alma D. Möller Landlæknir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15 Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15
Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00