Erfitt að minnka mengun vegna sprengiefnasölu hjálparsveita Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. desember 2018 06:30 Í mörg horn er að líta á gamlárskvöldi í Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt brennustæði á gamlárskvöld í Gulaþingi og í Smárahvammi. Við það tilefni rifjaði Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, upp að mengunarmælingar í Dalsmára hefðu leitt í ljós Evrópumet í svifryki um síðustu áramót. Vitnar Sigurbjörg þar til skýrslu sem lögð var fram í bæjarráði Kópavogs um miðjan september síðastliðinn þar sem vísað var til þeirrar niðurstöðu háskólaprófessora að líklega hefði klukkustundargildi svifryksmengunar á brennustaðnum við Dalsmára verið það hæsta sem mælst hefði í Evrópu. Lagt var til að fundinn yrði nýr staður fyrir brennu og flugeldasýningu sem ekki væri í dalverpum og í nálægð við íbúabyggð. „Það er óskynsamlegt að safna fólki saman við slíkar aðstæður og því er mikilvægt að finna brennunni nýjan stað, ef ekki þessi áramót þá í það minnsta þau næstu,“ bókaði Sigurbjörg. „Svifryk getur borist í blóðstraum og lungu fólks, og börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir því.“ Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, bókaði þá að halda þyrfti því til haga að Evrópumetið hefði verið sett í kringum miðnætti en ekki á þeim tíma sem brennan er haldin. „Hins vegar er erfitt að sjá hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að flugeldum sé skotið upp á þessum tímamótum nema með inngripi stjórnvalda og þess áhrifaþáttar að björgunarsveitir þurfa enn að fjármagna sig með sölu á mengandi sprengiefni,“ segir í bókun Karenar. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Loftmengun í hæstu hæðum í aðdraganda flugeldahátíðar Mengunin er þegar talin hættuleg en búist er við því að hún aukist þegar fólk byrjar að skjóta upp flugeldum í tilefni af ljósahátíð hindúa. 5. nóvember 2018 08:33 Segja brennu og rakettur stressa hross og vilja nýja staðsetningu Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. 19. október 2018 07:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt brennustæði á gamlárskvöld í Gulaþingi og í Smárahvammi. Við það tilefni rifjaði Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, upp að mengunarmælingar í Dalsmára hefðu leitt í ljós Evrópumet í svifryki um síðustu áramót. Vitnar Sigurbjörg þar til skýrslu sem lögð var fram í bæjarráði Kópavogs um miðjan september síðastliðinn þar sem vísað var til þeirrar niðurstöðu háskólaprófessora að líklega hefði klukkustundargildi svifryksmengunar á brennustaðnum við Dalsmára verið það hæsta sem mælst hefði í Evrópu. Lagt var til að fundinn yrði nýr staður fyrir brennu og flugeldasýningu sem ekki væri í dalverpum og í nálægð við íbúabyggð. „Það er óskynsamlegt að safna fólki saman við slíkar aðstæður og því er mikilvægt að finna brennunni nýjan stað, ef ekki þessi áramót þá í það minnsta þau næstu,“ bókaði Sigurbjörg. „Svifryk getur borist í blóðstraum og lungu fólks, og börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir því.“ Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, bókaði þá að halda þyrfti því til haga að Evrópumetið hefði verið sett í kringum miðnætti en ekki á þeim tíma sem brennan er haldin. „Hins vegar er erfitt að sjá hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að flugeldum sé skotið upp á þessum tímamótum nema með inngripi stjórnvalda og þess áhrifaþáttar að björgunarsveitir þurfa enn að fjármagna sig með sölu á mengandi sprengiefni,“ segir í bókun Karenar.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Loftmengun í hæstu hæðum í aðdraganda flugeldahátíðar Mengunin er þegar talin hættuleg en búist er við því að hún aukist þegar fólk byrjar að skjóta upp flugeldum í tilefni af ljósahátíð hindúa. 5. nóvember 2018 08:33 Segja brennu og rakettur stressa hross og vilja nýja staðsetningu Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. 19. október 2018 07:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00
Loftmengun í hæstu hæðum í aðdraganda flugeldahátíðar Mengunin er þegar talin hættuleg en búist er við því að hún aukist þegar fólk byrjar að skjóta upp flugeldum í tilefni af ljósahátíð hindúa. 5. nóvember 2018 08:33
Segja brennu og rakettur stressa hross og vilja nýja staðsetningu Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. 19. október 2018 07:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?