Viðskipti innlent

94 prósent fyrirtækja með færri en 10 starfsmenn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aðeins 179 fyrirtæki á Íslandi höfðu fleiri en 100 starfsmenn á sínum snærum í fyrra.
Aðeins 179 fyrirtæki á Íslandi höfðu fleiri en 100 starfsmenn á sínum snærum í fyrra. Reykjavíkurborg
Langstærstur hluti íslenskra fyrirtækja er með færri en 10 starfsmenn. Í nýrri samantekt Hagstofunnar má sjá að í fyrra voru um 30 þúsund virk fyrirtæki á Íslandi með rúmlega 134 þúsund starfsmenn.

Af þessum fyrirtækjum voru rúmlega 28 þúsund með innan við tíu starfsmenn, sem gerir alls um 94 prósent. Hjá þessum fyrirtækjum störfuðu alls um 38 þúsund manns. Til samanburðar voru einungis 179 fyrirtæki með 100 starfsmenn eða fleiri, en hjá þeim störfuðu 51 þúsund starfsmenn.

Rekstrartekjur hinna 30 þúsund virku fyrirtækja námu um 4000 milljörðum króna samkvæmt úttektinni. Fyrirtækin með innan við 10 starfsmenn höfðu rekstrartekjur upp á um 908 milljarða króna en rekstrartekjur þeirra fyrirtækja sem eru með fleiri en 100 starfsmenn voru um 1800 milljarðar.

Nánar má fræðast um úttektina á vef Hagstofunnar þar sem jafnframt má sjá töflu með rekstrartekjum eftir atvinnugreinum og starfsmannafjölda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×