Langþreyttur Ragnar Þór horfir til Frakklands og pantar gul vesti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 13:18 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR virðist innblásinn af nýlegum mótmælum í Frakklandi þar sem mótmælendur klæddust gulum vestum til að mótmæla efnahagsstefnu landsins. Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa pantað sér gult vesti í dag og spyr hvort panta eigi fleiri. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði í framhaldi af mótmælunum að hækka lágmarkslaun í landinu og gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. Þá hyggst hann afturkalla skerðingar á eftirlaunum. Fjórar helgar í röð mótmæltu hinir svokölluðu „gulvestungar“ Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans. Í upphafi beindust mótmælaaðgerðirnar að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu landsins. Mótmælin í Frakklandi hafa einkennst af skemmdarverkum og óeirðum. Kveikt var í bílum, rúður voru brotnar og skemmdir voru unnar á verslunum og veitingastöðum. Vest var ástandið í Parísarborg en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse.Hrossakaup á börum bæjarins Ragnar Þór virðist ætla sér byltingu í anda þeirrar í Frakklandi. Vísar hann til fjölmargra mála sem komið hafa upp hjá kjörnum fulltrúum undanfarið. „Kjörnir fulltrúar stunda hrossakaup á börum bæjarins, eru uppvísir af ósæmilegri hegðun, jafnvel kynferðislegri áreitni. Stjórnvöld lækka veiðigjöld og hækka framlög til stjórnmálaflokka. Þjóðarsjóður skal stofnaður fyrir einhverja dekurkálfa að gambla með. Kjararáð hækkar kjör þeirra um tæplega helming um leið og ekkert svigrúm er til kerfisbreytinga eða kjarabóta fyrir þjóðina. Skýrsla um hvítþvott fjármálakerfisins segir okkur að vanda betur valið á þeim sem fá bankana í hendurnar næst. Uppbygging innviða verða svo fjármagnaðir með gjaldtöku,“ segir Ragnar Þór. „Ekkert er að marka kosningaloforðin eins og venjulega því stjórnmálamenn virðast eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á 4 ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga. Í millitíðinni eru þau kyrfilega læst í neðstu skúffu ríkisstjórnarinnar með stórum bunka spillingarmála, panamaskjala og nýju stjórnarskráni.“Fréttin er í vinnslu. Kjaramál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Formaður VR virðist innblásinn af nýlegum mótmælum í Frakklandi þar sem mótmælendur klæddust gulum vestum til að mótmæla efnahagsstefnu landsins. Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa pantað sér gult vesti í dag og spyr hvort panta eigi fleiri. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði í framhaldi af mótmælunum að hækka lágmarkslaun í landinu og gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. Þá hyggst hann afturkalla skerðingar á eftirlaunum. Fjórar helgar í röð mótmæltu hinir svokölluðu „gulvestungar“ Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans. Í upphafi beindust mótmælaaðgerðirnar að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu landsins. Mótmælin í Frakklandi hafa einkennst af skemmdarverkum og óeirðum. Kveikt var í bílum, rúður voru brotnar og skemmdir voru unnar á verslunum og veitingastöðum. Vest var ástandið í Parísarborg en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse.Hrossakaup á börum bæjarins Ragnar Þór virðist ætla sér byltingu í anda þeirrar í Frakklandi. Vísar hann til fjölmargra mála sem komið hafa upp hjá kjörnum fulltrúum undanfarið. „Kjörnir fulltrúar stunda hrossakaup á börum bæjarins, eru uppvísir af ósæmilegri hegðun, jafnvel kynferðislegri áreitni. Stjórnvöld lækka veiðigjöld og hækka framlög til stjórnmálaflokka. Þjóðarsjóður skal stofnaður fyrir einhverja dekurkálfa að gambla með. Kjararáð hækkar kjör þeirra um tæplega helming um leið og ekkert svigrúm er til kerfisbreytinga eða kjarabóta fyrir þjóðina. Skýrsla um hvítþvott fjármálakerfisins segir okkur að vanda betur valið á þeim sem fá bankana í hendurnar næst. Uppbygging innviða verða svo fjármagnaðir með gjaldtöku,“ segir Ragnar Þór. „Ekkert er að marka kosningaloforðin eins og venjulega því stjórnmálamenn virðast eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á 4 ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga. Í millitíðinni eru þau kyrfilega læst í neðstu skúffu ríkisstjórnarinnar með stórum bunka spillingarmála, panamaskjala og nýju stjórnarskráni.“Fréttin er í vinnslu.
Kjaramál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira