Fjölmörg mál afgreidd á lokametrunum á Alþingi fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2018 20:00 Þær stöllur úr Vinstri grænum, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, áttu góða stund á þinginu í vikunni sem ljósmyndari Vísis fangaði. vísir/vilhelm Fjáraukalög, fjármál stjórnmálasamtaka og stuðningur við við útgáfu bóka á íslensku voru meðal mála sem rædd voru á Alþingi í dag, síðasta dag þingsins fyrir jólaleyfi. Þá voru ræddar ýmsar breytingar á lögum vegna afnáms laga um uppreist æru. Eitt af hefðbundnum lokaverkum Alþingis hverju sinni er veiting ríkisborgararéttar en að þessu sinni veitir Alþingi tuttugu og sex einstaklingum víðs vegar að úr heiminum ríkisborgararétt. Þá samþykkti Alþingi tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun þingfunda. „Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nauðsyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín Að svo mæltu tóku þingmenn að afgreiða þau mál sem ljúka þarf fyrir jólaleyfi eins og fjáraukalög. En þar á að afgreiða fjárútlát sem voru tímabundin, ófyrirséð og óhjákvæmileg á þessu ári. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fleiri þingmenn í stjórnarandstöðunni vildu meina að þar væru útgjaldaliðir sem ættu heima annars staðar. „Og hefði átt að gera ráð fyrir í áætlunum og í fjárlögum fyrir árið 2018. En svo vantar hér inn atriði sem sannarlega eru ófyrirséð og óhjákvæmileg,“ sagði Oddný. Þá var frumvarp allra formanna flokka á Alþingi um skýrari ákvæði um fjármál stjórnmálasamtaka afgreitt á þinginu. Forsætisráðherra sagði m.a. nýmæli að nöfn allra lögaðila sem styrktu stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber. „Í þessu frumvarpi eru lagðar til mikilvægar breytingar í átt til aukins gagnsæis þegar kemur að fjármálum stjórnmálaflokkanna. Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli.“ Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata telur frumvarpið einnig til mikilla bóta. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka,“ sagði Helgi Hrafn. Þá náði frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um endurgreiðslu ríkisins á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku fram að ganga. Margir þingmenn tóku undir með ráðherra að þetta væri mikilvægt skref til stuðnings íslenskunni. „Þetta er algerlega nýmæli sem við erum að fara í hér. Ég er sannfærð um að þetta markar þáttaskil. En þessi aðgerð er liður í heilstæðri nálgun til þess að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34 Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Fjáraukalög, fjármál stjórnmálasamtaka og stuðningur við við útgáfu bóka á íslensku voru meðal mála sem rædd voru á Alþingi í dag, síðasta dag þingsins fyrir jólaleyfi. Þá voru ræddar ýmsar breytingar á lögum vegna afnáms laga um uppreist æru. Eitt af hefðbundnum lokaverkum Alþingis hverju sinni er veiting ríkisborgararéttar en að þessu sinni veitir Alþingi tuttugu og sex einstaklingum víðs vegar að úr heiminum ríkisborgararétt. Þá samþykkti Alþingi tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun þingfunda. „Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nauðsyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín Að svo mæltu tóku þingmenn að afgreiða þau mál sem ljúka þarf fyrir jólaleyfi eins og fjáraukalög. En þar á að afgreiða fjárútlát sem voru tímabundin, ófyrirséð og óhjákvæmileg á þessu ári. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fleiri þingmenn í stjórnarandstöðunni vildu meina að þar væru útgjaldaliðir sem ættu heima annars staðar. „Og hefði átt að gera ráð fyrir í áætlunum og í fjárlögum fyrir árið 2018. En svo vantar hér inn atriði sem sannarlega eru ófyrirséð og óhjákvæmileg,“ sagði Oddný. Þá var frumvarp allra formanna flokka á Alþingi um skýrari ákvæði um fjármál stjórnmálasamtaka afgreitt á þinginu. Forsætisráðherra sagði m.a. nýmæli að nöfn allra lögaðila sem styrktu stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber. „Í þessu frumvarpi eru lagðar til mikilvægar breytingar í átt til aukins gagnsæis þegar kemur að fjármálum stjórnmálaflokkanna. Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli.“ Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata telur frumvarpið einnig til mikilla bóta. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka,“ sagði Helgi Hrafn. Þá náði frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um endurgreiðslu ríkisins á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku fram að ganga. Margir þingmenn tóku undir með ráðherra að þetta væri mikilvægt skref til stuðnings íslenskunni. „Þetta er algerlega nýmæli sem við erum að fara í hér. Ég er sannfærð um að þetta markar þáttaskil. En þessi aðgerð er liður í heilstæðri nálgun til þess að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34 Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34
Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53