Fjölmörg mál afgreidd á lokametrunum á Alþingi fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2018 20:00 Þær stöllur úr Vinstri grænum, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, áttu góða stund á þinginu í vikunni sem ljósmyndari Vísis fangaði. vísir/vilhelm Fjáraukalög, fjármál stjórnmálasamtaka og stuðningur við við útgáfu bóka á íslensku voru meðal mála sem rædd voru á Alþingi í dag, síðasta dag þingsins fyrir jólaleyfi. Þá voru ræddar ýmsar breytingar á lögum vegna afnáms laga um uppreist æru. Eitt af hefðbundnum lokaverkum Alþingis hverju sinni er veiting ríkisborgararéttar en að þessu sinni veitir Alþingi tuttugu og sex einstaklingum víðs vegar að úr heiminum ríkisborgararétt. Þá samþykkti Alþingi tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun þingfunda. „Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nauðsyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín Að svo mæltu tóku þingmenn að afgreiða þau mál sem ljúka þarf fyrir jólaleyfi eins og fjáraukalög. En þar á að afgreiða fjárútlát sem voru tímabundin, ófyrirséð og óhjákvæmileg á þessu ári. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fleiri þingmenn í stjórnarandstöðunni vildu meina að þar væru útgjaldaliðir sem ættu heima annars staðar. „Og hefði átt að gera ráð fyrir í áætlunum og í fjárlögum fyrir árið 2018. En svo vantar hér inn atriði sem sannarlega eru ófyrirséð og óhjákvæmileg,“ sagði Oddný. Þá var frumvarp allra formanna flokka á Alþingi um skýrari ákvæði um fjármál stjórnmálasamtaka afgreitt á þinginu. Forsætisráðherra sagði m.a. nýmæli að nöfn allra lögaðila sem styrktu stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber. „Í þessu frumvarpi eru lagðar til mikilvægar breytingar í átt til aukins gagnsæis þegar kemur að fjármálum stjórnmálaflokkanna. Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli.“ Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata telur frumvarpið einnig til mikilla bóta. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka,“ sagði Helgi Hrafn. Þá náði frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um endurgreiðslu ríkisins á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku fram að ganga. Margir þingmenn tóku undir með ráðherra að þetta væri mikilvægt skref til stuðnings íslenskunni. „Þetta er algerlega nýmæli sem við erum að fara í hér. Ég er sannfærð um að þetta markar þáttaskil. En þessi aðgerð er liður í heilstæðri nálgun til þess að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34 Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Fjáraukalög, fjármál stjórnmálasamtaka og stuðningur við við útgáfu bóka á íslensku voru meðal mála sem rædd voru á Alþingi í dag, síðasta dag þingsins fyrir jólaleyfi. Þá voru ræddar ýmsar breytingar á lögum vegna afnáms laga um uppreist æru. Eitt af hefðbundnum lokaverkum Alþingis hverju sinni er veiting ríkisborgararéttar en að þessu sinni veitir Alþingi tuttugu og sex einstaklingum víðs vegar að úr heiminum ríkisborgararétt. Þá samþykkti Alþingi tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun þingfunda. „Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nauðsyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín Að svo mæltu tóku þingmenn að afgreiða þau mál sem ljúka þarf fyrir jólaleyfi eins og fjáraukalög. En þar á að afgreiða fjárútlát sem voru tímabundin, ófyrirséð og óhjákvæmileg á þessu ári. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fleiri þingmenn í stjórnarandstöðunni vildu meina að þar væru útgjaldaliðir sem ættu heima annars staðar. „Og hefði átt að gera ráð fyrir í áætlunum og í fjárlögum fyrir árið 2018. En svo vantar hér inn atriði sem sannarlega eru ófyrirséð og óhjákvæmileg,“ sagði Oddný. Þá var frumvarp allra formanna flokka á Alþingi um skýrari ákvæði um fjármál stjórnmálasamtaka afgreitt á þinginu. Forsætisráðherra sagði m.a. nýmæli að nöfn allra lögaðila sem styrktu stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber. „Í þessu frumvarpi eru lagðar til mikilvægar breytingar í átt til aukins gagnsæis þegar kemur að fjármálum stjórnmálaflokkanna. Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli.“ Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata telur frumvarpið einnig til mikilla bóta. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka,“ sagði Helgi Hrafn. Þá náði frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um endurgreiðslu ríkisins á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku fram að ganga. Margir þingmenn tóku undir með ráðherra að þetta væri mikilvægt skref til stuðnings íslenskunni. „Þetta er algerlega nýmæli sem við erum að fara í hér. Ég er sannfærð um að þetta markar þáttaskil. En þessi aðgerð er liður í heilstæðri nálgun til þess að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34 Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34
Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53