Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2018 13:58 Kristján Loftsson gengur svo langt að segja að fjölgun ferðamanna á Íslandi sé hvalveiðum að þakka. YouTube Fjallað er um hvalveiðar Kristjáns Loftssonar í nýrri heimildarmynd sem breska fyrirtækið Journeyman Pictures gefur út. Þar er Kristján sagður „hataðasti maður Íslands“ en myndin ber heitið Iceland´s Most Hated Man: On The Ground In The War On Whaling. Myndin segir frá hvalveiðum Íslendinga sem eru sagðar ögra dýraverndarsinnum um heim allan. Í myndinni segir Kristján hvalveiðar hans vera sjálfbærar og að vísindin séu með honum í liði. Kvikmyndagerðarmaðurinn sem ræðir við Kristján er danskur blaðamaður að nafni Jakob Krogh en hann segir Kristján vera ókrýndan konung hvalveiða á Íslandi.Meðlimur Sea Shepherd fylgist með verkun hvals í Hvalfirði.YouTubeSjónum kvikmyndagerðarmannanna er beint að tveimur meðlimum samtakanna Sea Shepherd sem fylgist með hvalveiðum Kristjáns. „Fólk eins og hann heldur að það geti komist upp með allt. Honum er alveg sama,“ segir Josh Riley, meðlimur Sea Shepherd, í myndinni. Kristján segir í myndinni að þessi dýraverndarsamtök séu afar grimm. „Þau myndu drepa þig ef það kæmi til þess,“ segir Kristján. Hann segir þær þjóðir sem mótmæla hvalveiðum hvað harðast hafa á árum áður veitt hvali og farið flatt á eigin græðgi með ofveiðum. Fjallað er áhyggjur sumra af því að hvalveiðar myndu hafa slæm áhrif á ferðamennsku á Íslandi. Í myndinni kemur fram að frá því hvalveiðar voru leyfðar á ný sé ekki að sjá að þær hafi haft neikvæð áhrif á komur ferðamanna til landsins.Rætt er við Stefán Úlfarsson í myndinni sem rekur 3 Frakka.YouTubeKristján fullyrðir að rekja megi fjölgun ferðamanna hér á landi til hvalveiða. „Fólk er áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fær það hvergi annars staðar í heiminum. Sumir segja að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Það er eins fáránlegt og það getur orðið.“ Í myndinni er sagt frá því að Sea Shepherd hafi reynt að stöðva Kristján í 32 ár. Árið 1986 var tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. sökkt í Reykjavíkurhöfn en Kristján segir þetta til marks um þau skemmdarverk sem þessi samtök hafa unnið. Þá er rætt við Stefán Úlfarsson sem rekur veitingastaðinn 3 Frakka þar sem boðið er upp á hvalkjöt. Stefán segist hafa orðið fyrir mótmælum úr öllum heimshornum. Veitingastaðurinn selji um tvö tonn af hvalkjöti á ári.Kristján og blaðamaðurinn Jakob Krogh.YouTubeHann segir marga þessa mótmælenda sem senda honum haturspóst ekki vera í tengslum við náttúruna. Dagbjartur Arelíusson bruggar hvalbjór úr Borgarnesi og notast við hvalaeistu. Hann segist hafa fengið fjölda haturspósta þar sem hann er meðal annars spurður hvort hann vilji ekki bara nota eigin eistu við bjórframleiðsluna? Kristján segist ekki óttast dýraverndarsinna sem hafa reynt að stöðva hann. „Þetta eru skræfur og ég mun ekki beygja mig fyrir þeim. Þau bíða eftir því.“ Hann er að lokum spurður hve lengi hann ætli sér að halda hvalveiðum áfram. Svarið er stutt og hnitmiðað: „Að eilífu.“ Hvalveiðar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Fjallað er um hvalveiðar Kristjáns Loftssonar í nýrri heimildarmynd sem breska fyrirtækið Journeyman Pictures gefur út. Þar er Kristján sagður „hataðasti maður Íslands“ en myndin ber heitið Iceland´s Most Hated Man: On The Ground In The War On Whaling. Myndin segir frá hvalveiðum Íslendinga sem eru sagðar ögra dýraverndarsinnum um heim allan. Í myndinni segir Kristján hvalveiðar hans vera sjálfbærar og að vísindin séu með honum í liði. Kvikmyndagerðarmaðurinn sem ræðir við Kristján er danskur blaðamaður að nafni Jakob Krogh en hann segir Kristján vera ókrýndan konung hvalveiða á Íslandi.Meðlimur Sea Shepherd fylgist með verkun hvals í Hvalfirði.YouTubeSjónum kvikmyndagerðarmannanna er beint að tveimur meðlimum samtakanna Sea Shepherd sem fylgist með hvalveiðum Kristjáns. „Fólk eins og hann heldur að það geti komist upp með allt. Honum er alveg sama,“ segir Josh Riley, meðlimur Sea Shepherd, í myndinni. Kristján segir í myndinni að þessi dýraverndarsamtök séu afar grimm. „Þau myndu drepa þig ef það kæmi til þess,“ segir Kristján. Hann segir þær þjóðir sem mótmæla hvalveiðum hvað harðast hafa á árum áður veitt hvali og farið flatt á eigin græðgi með ofveiðum. Fjallað er áhyggjur sumra af því að hvalveiðar myndu hafa slæm áhrif á ferðamennsku á Íslandi. Í myndinni kemur fram að frá því hvalveiðar voru leyfðar á ný sé ekki að sjá að þær hafi haft neikvæð áhrif á komur ferðamanna til landsins.Rætt er við Stefán Úlfarsson í myndinni sem rekur 3 Frakka.YouTubeKristján fullyrðir að rekja megi fjölgun ferðamanna hér á landi til hvalveiða. „Fólk er áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fær það hvergi annars staðar í heiminum. Sumir segja að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Það er eins fáránlegt og það getur orðið.“ Í myndinni er sagt frá því að Sea Shepherd hafi reynt að stöðva Kristján í 32 ár. Árið 1986 var tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. sökkt í Reykjavíkurhöfn en Kristján segir þetta til marks um þau skemmdarverk sem þessi samtök hafa unnið. Þá er rætt við Stefán Úlfarsson sem rekur veitingastaðinn 3 Frakka þar sem boðið er upp á hvalkjöt. Stefán segist hafa orðið fyrir mótmælum úr öllum heimshornum. Veitingastaðurinn selji um tvö tonn af hvalkjöti á ári.Kristján og blaðamaðurinn Jakob Krogh.YouTubeHann segir marga þessa mótmælenda sem senda honum haturspóst ekki vera í tengslum við náttúruna. Dagbjartur Arelíusson bruggar hvalbjór úr Borgarnesi og notast við hvalaeistu. Hann segist hafa fengið fjölda haturspósta þar sem hann er meðal annars spurður hvort hann vilji ekki bara nota eigin eistu við bjórframleiðsluna? Kristján segist ekki óttast dýraverndarsinna sem hafa reynt að stöðva hann. „Þetta eru skræfur og ég mun ekki beygja mig fyrir þeim. Þau bíða eftir því.“ Hann er að lokum spurður hve lengi hann ætli sér að halda hvalveiðum áfram. Svarið er stutt og hnitmiðað: „Að eilífu.“
Hvalveiðar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira