Innlent

Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls

Jakob Bjarnar skrifar
Og þá voru eftir fjórir. Steingrímur, Þórunn og Guðjón hafa sagt sig frá umfjöllun vegna vanhæfis.
Og þá voru eftir fjórir. Steingrímur, Þórunn og Guðjón hafa sagt sig frá umfjöllun vegna vanhæfis. alþingi
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar, hefur sagt sig frá umfjöllun um Klausturmál í nefndinni. Það hafa einnig Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokks og Guðjón S. Brjánsson, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Samfylkingar gert.

Fréttabladid.is greinir frá þessu og það hefur Viljinn einnig gert. Óvíst er um hvort fleiri nefndarmenn segi sig einnig frá umfjöllun nefndarinnar um þetta hitamál en þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram kvörtun sem lýtur að meintu vanhæfi. Víst er, eðli máls samkvæmt, að í nefndinni eru pólitískir andstæðingar þeirra þingmanna sem til umfjöllunar eru. Þannig má leiða líkur að því, ef málum er þannig upp stillt, að nefndin sé í öllu falli vanhæf til að taka á málum sem snúa að þingheimi.

Vísi hefur ekki tekist að ná í Steingrím J. vegna málsins en þeir nefndarmenn sem eftir sitja og ekki er vitað hvort treysti sér til að fjalla um Klausturmálið eru þá Brynjar Níelsson Sjálfstæðisflokki, Jón Þór Ólafsson Pírötum, Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki og svo Miðflokksmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson. Engir varamenn eru í nefndinni en áheyrnarfulltrúar eru þau Þorsteinn Víglundsson og Inga Sæland.


Tengdar fréttir

Forseti Alþingis segir engin bein viðurlög við brotum þingmanna á siðareglum

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×