Fækkun viðhaldsdaga gæti aukið tekjur af virkjunum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2018 21:15 Matthildur María Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur er verkefnisstjóri í viðhalds- og endurbótaverkefnum Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sérfræðingar Landsvirkjunar leita nú leiða til að stytta viðhaldstíma virkjana en hver dagur sem sparast gefur færi á verulegum tekjuauka. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tekjur Landsvirkjunar á þessu ári stefna í að verða nærri 60 milljarðar króna, eða yfir 160 milljónir króna á hverjum einasta degi að jafnaði. Nærri helmingur raforkuframleiðslu fyrirtækisins er á Þjórsársvæðinu. Starfsmennirnir sem þar sjá um að stöðvarnar gangi snurðulaust allan sólarhringinn hafa því verðmætt fjöregg í höndunum. Þeirra á meðal er vélaverkfræðingurinn Matthildur María Guðmundsdóttir, en hún stýrir núna áhugaverðu verkefni á svæðinu. „Hvernig við getum stytt viðhaldsstoppin á vélunum. Í staðinn fyrir að vera kannski viku, - að stytta það niður í fimm daga eða fjóra,“ segir Matthildur. Frá Hrauneyjafossvirkjun. Hún er næststærsta virkjunin á Þjórsársvæðinu, á eftir Búrfellsvirkjun 1.Mynd/Landsvirkjun.Landsvirkjunarmenn gefa ekki upp tekjur af einstökum virkjunum. Þó má áætla að verðmæti raforku frá virkjun eins og Hrauneyjafossi geti numið tólf til fjórtán milljónum króna á dag, en þar eru þrjár aflvélar. Það felast því mikil tækifæri í því að stytta þann tíma sem fer í ársskoðun á hverri vél. Hver vél er tekin í ástandsskoðun á hverju ári en ársskoðanir eru misstórar, að sögn Matthildar. „Það eru núna átján vélar á svæðinu sem þurfa að fara í þetta ferli. Og ef þetta er alltaf vika sem hver skoðun tekur, alveg lágmark, þá eru það náttúrlega bara átján vikur á árinu sem fara í ársskoðun,“ segir Matthildur. Nýjasta aflvélin, í Búrfelli 2, er sú nítjánda í röðinni á svæðinu en hún fer í fyrstu ársskoðun á næsta ári. Rætt var við Matthildi og fleiri starfsmenn á Þjórsársvæðinu í þættinum „Um land allt“, sem frumsýndur var á Stöð 2 þann 3. desember. Þáttinn má nálgast á efnisveitum Sýnar. Frétt Stöðvar 2 í kvöld má sjá hér: Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Sérfræðingar Landsvirkjunar leita nú leiða til að stytta viðhaldstíma virkjana en hver dagur sem sparast gefur færi á verulegum tekjuauka. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tekjur Landsvirkjunar á þessu ári stefna í að verða nærri 60 milljarðar króna, eða yfir 160 milljónir króna á hverjum einasta degi að jafnaði. Nærri helmingur raforkuframleiðslu fyrirtækisins er á Þjórsársvæðinu. Starfsmennirnir sem þar sjá um að stöðvarnar gangi snurðulaust allan sólarhringinn hafa því verðmætt fjöregg í höndunum. Þeirra á meðal er vélaverkfræðingurinn Matthildur María Guðmundsdóttir, en hún stýrir núna áhugaverðu verkefni á svæðinu. „Hvernig við getum stytt viðhaldsstoppin á vélunum. Í staðinn fyrir að vera kannski viku, - að stytta það niður í fimm daga eða fjóra,“ segir Matthildur. Frá Hrauneyjafossvirkjun. Hún er næststærsta virkjunin á Þjórsársvæðinu, á eftir Búrfellsvirkjun 1.Mynd/Landsvirkjun.Landsvirkjunarmenn gefa ekki upp tekjur af einstökum virkjunum. Þó má áætla að verðmæti raforku frá virkjun eins og Hrauneyjafossi geti numið tólf til fjórtán milljónum króna á dag, en þar eru þrjár aflvélar. Það felast því mikil tækifæri í því að stytta þann tíma sem fer í ársskoðun á hverri vél. Hver vél er tekin í ástandsskoðun á hverju ári en ársskoðanir eru misstórar, að sögn Matthildar. „Það eru núna átján vélar á svæðinu sem þurfa að fara í þetta ferli. Og ef þetta er alltaf vika sem hver skoðun tekur, alveg lágmark, þá eru það náttúrlega bara átján vikur á árinu sem fara í ársskoðun,“ segir Matthildur. Nýjasta aflvélin, í Búrfelli 2, er sú nítjánda í röðinni á svæðinu en hún fer í fyrstu ársskoðun á næsta ári. Rætt var við Matthildi og fleiri starfsmenn á Þjórsársvæðinu í þættinum „Um land allt“, sem frumsýndur var á Stöð 2 þann 3. desember. Þáttinn má nálgast á efnisveitum Sýnar. Frétt Stöðvar 2 í kvöld má sjá hér:
Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00
Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00