Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:33 Maríanna H. Helgadóttir er formaður stjórnar sjúkrasjóðs BHM. Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM en þar segir að undanfarna mánuði hafi umsóknum um sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði bandalagsins fjölgað umtalsvert. Hafi þetta haft í för með sér mjög aukinn kostnað fyrir sjóðinn en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Því þurfi að breyta úthlutunarreglunum. Nú verða sjúkradagpeningar greiddir að hámarki í níu mánuði í stað tólf mánaða áður. Þá verður gleraugnastyrkur lækkaður sem og styrkur vegna laser- eða augnsteinaskiptaaðgerða. Heilsuræktarstyrkur lækkar jafnframt sem og fæðingarstyrkur. Maríanna H. Helgadóttir, formaður stjórnar sjóðsins, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að aðsókn í sjóðinn hafi keyrt um þverbak í nóvember. „Til að setja þetta í samhengi voru árið 2016 greiddar 72 milljónir í sjúkradagpeningum yfir árið en það sem af er þessu ári eru það 132 milljónir,“ sagði Maríanna. Hún sagði erfitt að segja til um hvað valdi aukinni aðsókn í sjóðinn. Heilmikil streita sé þó í samfélaginu og það gæti verið eitt af því sem skýri aukinn fjölda umsókna. Stefnt sé að því að reyna að fá sjúkradagpeningavottorð frá öllum þeim félagsmönnum sem sækja um sjúkradagpeninga. Þannig sé mögulega hægt að greina hver aðalvandinn sé. Greiðsla úr sjúkrasjóðum hefur aukist til muna hjá fleiri stéttarfélögum, til að mynda hjá VR eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í sumar. Þá var greint frá því að greiðsla sjúkradagpeninga hefði aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006 að teknu tilliti til þróunar launa. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM en þar segir að undanfarna mánuði hafi umsóknum um sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði bandalagsins fjölgað umtalsvert. Hafi þetta haft í för með sér mjög aukinn kostnað fyrir sjóðinn en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Því þurfi að breyta úthlutunarreglunum. Nú verða sjúkradagpeningar greiddir að hámarki í níu mánuði í stað tólf mánaða áður. Þá verður gleraugnastyrkur lækkaður sem og styrkur vegna laser- eða augnsteinaskiptaaðgerða. Heilsuræktarstyrkur lækkar jafnframt sem og fæðingarstyrkur. Maríanna H. Helgadóttir, formaður stjórnar sjóðsins, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að aðsókn í sjóðinn hafi keyrt um þverbak í nóvember. „Til að setja þetta í samhengi voru árið 2016 greiddar 72 milljónir í sjúkradagpeningum yfir árið en það sem af er þessu ári eru það 132 milljónir,“ sagði Maríanna. Hún sagði erfitt að segja til um hvað valdi aukinni aðsókn í sjóðinn. Heilmikil streita sé þó í samfélaginu og það gæti verið eitt af því sem skýri aukinn fjölda umsókna. Stefnt sé að því að reyna að fá sjúkradagpeningavottorð frá öllum þeim félagsmönnum sem sækja um sjúkradagpeninga. Þannig sé mögulega hægt að greina hver aðalvandinn sé. Greiðsla úr sjúkrasjóðum hefur aukist til muna hjá fleiri stéttarfélögum, til að mynda hjá VR eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í sumar. Þá var greint frá því að greiðsla sjúkradagpeninga hefði aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006 að teknu tilliti til þróunar launa.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45