Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2018 13:09 Lögregla hefur haft nóg að gera vegna innbrota í nóvember og virðist ekkert lát á í jólamánuðinum, desember. Vísir/Vilhelm Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. Brotist var inn í hús í Lindahverfi í gær og Kórahverfi í dag. Í síðarnefnda tilfellinu var barn og tveir hundar heima á tíunda tímanum þegar þjófarnir létu greipar sópa. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna innbrotanna í gær og í dag. Verklagið hafi verið svipað. Gluggar spenntir upp og skartgripum og úrum stolið ásamt fleira smádóti. Í innbrotinu í morgun virðist sá sem var heima ekki hafa orðið þjófanna var og líklega heldur ekki þjófarnir. Íbúi í Kórahverfinu varð var við handtöku á leikvelli í Austurkór í morgun. Heimir segir að þjófar með fíknivanda hafi verið handteknir með stolna muni. Þó ekki þá sem stolið var í fyrrnefndum innbrotum. Heimir beinir þeim tilmælum til fólks að loka gluggum vel og minnir á mikilvægi nágrannavörslu. Lögreglan hefur varað við því að erlendur brotahópur sé kominn hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn. Af þessu tilefni biður lögreglan íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að vera vel á verði, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum. Heimir bendir á að það séu oft hús á jaðarsvæðum sem þjófar brjótist inn í. Hús við enda gatna þar sem er göngustígur, trjágróður eða jafnvel ekkert öðru megin við húsið. Lögreglumál Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Sjá meira
Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. Brotist var inn í hús í Lindahverfi í gær og Kórahverfi í dag. Í síðarnefnda tilfellinu var barn og tveir hundar heima á tíunda tímanum þegar þjófarnir létu greipar sópa. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna innbrotanna í gær og í dag. Verklagið hafi verið svipað. Gluggar spenntir upp og skartgripum og úrum stolið ásamt fleira smádóti. Í innbrotinu í morgun virðist sá sem var heima ekki hafa orðið þjófanna var og líklega heldur ekki þjófarnir. Íbúi í Kórahverfinu varð var við handtöku á leikvelli í Austurkór í morgun. Heimir segir að þjófar með fíknivanda hafi verið handteknir með stolna muni. Þó ekki þá sem stolið var í fyrrnefndum innbrotum. Heimir beinir þeim tilmælum til fólks að loka gluggum vel og minnir á mikilvægi nágrannavörslu. Lögreglan hefur varað við því að erlendur brotahópur sé kominn hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn. Af þessu tilefni biður lögreglan íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að vera vel á verði, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum. Heimir bendir á að það séu oft hús á jaðarsvæðum sem þjófar brjótist inn í. Hús við enda gatna þar sem er göngustígur, trjágróður eða jafnvel ekkert öðru megin við húsið.
Lögreglumál Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Sjá meira