Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. desember 2018 07:15 Jóhann Helgason á Laugavegi þar sem hann samdi Söknuð við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar í bakhúsi sem hann var þá nýfluttur í. Fréttablaðið/Anton Brink „Við höfum ekkert um þetta að segja,“ segir Naila Saleh, skrifstofustjóri hjá Universal Music í Stokkhólmi, um málshöfðun Jóhanns Helgasonar á hendur Rolf Løvland, Universal og fleirum í Los Angeles í Bandaríkjunum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu i gær hefur Jóhann stefnt Rolf Løvland og ýmsum fyrirtækjum fyrir dómstól í Los Angeles fyrir stuld á laginu Söknuði frá 1977. Jóhann segir að lagið You Raise Me Up sem Løvland sendi frá sér 2001 sé í raun lagið Söknuður. You Raise Me Up mun vera eitt ábatasamasta lag allra tíma. Fjallað var um málið á afþreyingarfréttavefnum tmz.com í gær. „Hann má eiga það að þetta hljómar MJÖG líkt,“ skrifar tmz.com um fullyrðingar Jóhanns. Auk þess að leita til útgáfufyrirtækis Løvlands, Universal, falaðist Fréttablaðið eftir viðbrögðum frá Løvland sjálfum í gær. Ekkert svar barst en Fréttablaðið vitnaði á sínum tíma til viðbragða hans við blaðamannafundi í apríl í vor þar sem Jóhann boðaði málshöfðun síðar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland þá við Verdens Gang í Noregi. Eftir blaðamannafundinn í apríl sagði Martin Ingeström, forstjóri Universal í Stokkhómi, í svari til Fréttablaðsins að nefndir á vegum höfundarréttarsamtakanna STIM í Svíþjóð og Tono í Noregi hefðu þegar skorið úr um að ekki væri um lagastuld að ræða. Samkvæmt sérfræðingum á vegum íslensku höfundarréttarsamtakanna STEFs voru líkindi laganna á hinn bóginn talin 97 prósent. Mikil áhersla er lögð á það í stefnu lögmanns Jóhanns, Michaels Machat, að rökstyðja það að Rolf Løvland hafi heyrt Söknuð áður en hann sendi You Raise Me Up frá sér. Segir í stefnunni að Løvland hafi á Eurovision í Júgóslavíu árið 1990 fengið kassettu með kynningu á íslenskum lögum, þar með töldum Söknuði. Hljómsveitin Stjórnin hafi keppt fyrir Ísland og Løvland hafi á næstu árum átt samstarf við Sigríði Beinteinsdóttur, bæði í Noregi og á Íslandi. Þá nefnir Machat að útgáfa Gísla Helgasonar á Söknuði hafi verið á lagalista allra Icelandair-véla frá 1992 og út árið 1996. Løvland hafi flogið til og frá Íslandi á árunum 1994 og 1995. Hann hafi verið við upptökur í hljóðverinu Sýrlandi. „Starfsfólk íslensku útvarpsstöðvanna getur staðfest að Söknuður, sem er sígilt lag flutt af einum ástsælasta söngvara þjóðarinnar, hafi fengið stöðuga útvarpsspilun frá útgáfu árið 1977. Í hljóðverinu Sýrlandi var oft kveikt á íslensku útvarpsstöðvunum RÚV og Bylgjunni á hvíldarsvæðinu,“ segir í stefnunni. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
„Við höfum ekkert um þetta að segja,“ segir Naila Saleh, skrifstofustjóri hjá Universal Music í Stokkhólmi, um málshöfðun Jóhanns Helgasonar á hendur Rolf Løvland, Universal og fleirum í Los Angeles í Bandaríkjunum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu i gær hefur Jóhann stefnt Rolf Løvland og ýmsum fyrirtækjum fyrir dómstól í Los Angeles fyrir stuld á laginu Söknuði frá 1977. Jóhann segir að lagið You Raise Me Up sem Løvland sendi frá sér 2001 sé í raun lagið Söknuður. You Raise Me Up mun vera eitt ábatasamasta lag allra tíma. Fjallað var um málið á afþreyingarfréttavefnum tmz.com í gær. „Hann má eiga það að þetta hljómar MJÖG líkt,“ skrifar tmz.com um fullyrðingar Jóhanns. Auk þess að leita til útgáfufyrirtækis Løvlands, Universal, falaðist Fréttablaðið eftir viðbrögðum frá Løvland sjálfum í gær. Ekkert svar barst en Fréttablaðið vitnaði á sínum tíma til viðbragða hans við blaðamannafundi í apríl í vor þar sem Jóhann boðaði málshöfðun síðar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland þá við Verdens Gang í Noregi. Eftir blaðamannafundinn í apríl sagði Martin Ingeström, forstjóri Universal í Stokkhómi, í svari til Fréttablaðsins að nefndir á vegum höfundarréttarsamtakanna STIM í Svíþjóð og Tono í Noregi hefðu þegar skorið úr um að ekki væri um lagastuld að ræða. Samkvæmt sérfræðingum á vegum íslensku höfundarréttarsamtakanna STEFs voru líkindi laganna á hinn bóginn talin 97 prósent. Mikil áhersla er lögð á það í stefnu lögmanns Jóhanns, Michaels Machat, að rökstyðja það að Rolf Løvland hafi heyrt Söknuð áður en hann sendi You Raise Me Up frá sér. Segir í stefnunni að Løvland hafi á Eurovision í Júgóslavíu árið 1990 fengið kassettu með kynningu á íslenskum lögum, þar með töldum Söknuði. Hljómsveitin Stjórnin hafi keppt fyrir Ísland og Løvland hafi á næstu árum átt samstarf við Sigríði Beinteinsdóttur, bæði í Noregi og á Íslandi. Þá nefnir Machat að útgáfa Gísla Helgasonar á Söknuði hafi verið á lagalista allra Icelandair-véla frá 1992 og út árið 1996. Løvland hafi flogið til og frá Íslandi á árunum 1994 og 1995. Hann hafi verið við upptökur í hljóðverinu Sýrlandi. „Starfsfólk íslensku útvarpsstöðvanna getur staðfest að Söknuður, sem er sígilt lag flutt af einum ástsælasta söngvara þjóðarinnar, hafi fengið stöðuga útvarpsspilun frá útgáfu árið 1977. Í hljóðverinu Sýrlandi var oft kveikt á íslensku útvarpsstöðvunum RÚV og Bylgjunni á hvíldarsvæðinu,“ segir í stefnunni.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20
Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15
Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30
Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45
Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30