Innlent

RÚV fær tapið bætt

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Frumpvarp ráðherra verður kynnt í janúar.
Frumpvarp ráðherra verður kynnt í janúar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Boðað frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla verður lagt fram í janúar og kveður á um endurgreiðslur vegna ritstjórnarkostnaðar fyrir árið 2019.

„Þetta verður fyrsti liður í því að setja samkeppnisumhverfi íslenskra fjölmiðla á svipaðan stað og það sem gerist á Norðurlöndum. Við eigum langt í land hvað það varðar, það verður að segjast eins og er, en þetta verður einn liður í að færa okkur nær,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Aðspurð um breytingar á rekstrarumhverfi RÚV segir ráðherra að ekki standi til að skerða þjónustu RÚV við landsmenn. Unnið sé að tillögum um þrengri ramma um auglýsingasölu hjá RÚV og búa þannig til rými fyrir einkaaðila á auglýsingamarkaði. Tekjuskerðing sem RÚV verði fyrir verði bætt upp með öðrum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×