Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2018 14:39 Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ólafur Ísleifsson óháður þingmaður en áður þingmaður Flokks fólksins segir að ákvörðun stjórnar flokksins að reka Karl Gauta Hjaltason og hann sjálfan hafi komið honum á óvart. Hann segist þó ekki gera lítið úr þeim mistökum hans að sitja þegjandi undir ljótum orðum sem féllu kvöldið 20. nóvember á bar skammt frá Alþingishúsinu og náðust á upptöku. „Ég vek hins vegar athygli á því að í umfjöllun fjölmiðla hafa ekki verið rakin til mín orð sem hægt er að túlka sem siðferðislega ámælisverð eða neikvæð í garð nokkurs manns. Ég yfirgaf þetta samkvæmi þegar ég sá að í óefni stefndi,“ sagði Ólafur í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla landsins. „Kemur spánskt fyrir sjónir að nærvera mín, en um leið hjáseta í hnífaköstum þessa orðljóta samkvæmis, þyki gild ástæða til brottreksturs úr stjórnmálaflokki.“ Ólafur og Karl Gauti, fyrrverandi flokksmenn Flokks fólksins voru á stjórnarfundi flokksins í gær reknir. Atkvæði voru greidd um ákvörðunina. Átta greiddu atkvæði með tillögunni en einn greiddi atkvæði á móti. „Með þessari stjórnarákvörðun sýnast ný viðmið vera sett í Flokki fólksins. Vonandi er að þeir sem eftir eru standist þær siðferðiskröfur sem til þeirra hljóta héðan í frá að vera gerðar. Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð,“ segir Ólafur. Ólafur segist ekki vera viss um að framtíðarhagsmunir flokksins hafi verið hafðir að leiðarljósi þegar ákvörðun stjórnarinnar um brottrekstur þeirra Ólafs og Karls Gauta var tekin. „Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórnin alla.“ Ólafur hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ólafur Ísleifsson óháður þingmaður en áður þingmaður Flokks fólksins segir að ákvörðun stjórnar flokksins að reka Karl Gauta Hjaltason og hann sjálfan hafi komið honum á óvart. Hann segist þó ekki gera lítið úr þeim mistökum hans að sitja þegjandi undir ljótum orðum sem féllu kvöldið 20. nóvember á bar skammt frá Alþingishúsinu og náðust á upptöku. „Ég vek hins vegar athygli á því að í umfjöllun fjölmiðla hafa ekki verið rakin til mín orð sem hægt er að túlka sem siðferðislega ámælisverð eða neikvæð í garð nokkurs manns. Ég yfirgaf þetta samkvæmi þegar ég sá að í óefni stefndi,“ sagði Ólafur í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla landsins. „Kemur spánskt fyrir sjónir að nærvera mín, en um leið hjáseta í hnífaköstum þessa orðljóta samkvæmis, þyki gild ástæða til brottreksturs úr stjórnmálaflokki.“ Ólafur og Karl Gauti, fyrrverandi flokksmenn Flokks fólksins voru á stjórnarfundi flokksins í gær reknir. Atkvæði voru greidd um ákvörðunina. Átta greiddu atkvæði með tillögunni en einn greiddi atkvæði á móti. „Með þessari stjórnarákvörðun sýnast ný viðmið vera sett í Flokki fólksins. Vonandi er að þeir sem eftir eru standist þær siðferðiskröfur sem til þeirra hljóta héðan í frá að vera gerðar. Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð,“ segir Ólafur. Ólafur segist ekki vera viss um að framtíðarhagsmunir flokksins hafi verið hafðir að leiðarljósi þegar ákvörðun stjórnarinnar um brottrekstur þeirra Ólafs og Karls Gauta var tekin. „Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórnin alla.“ Ólafur hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43
Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14
Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15