Lögreglan hefur ekki frumkvæði að rannsókn um meint pólitísk hrossakaup þingmanna Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 2. desember 2018 14:06 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki hafa fengið formlega ábendingu frá forsætisnefnd Alþingis. Fréttablaðið/Ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið formlega ábendingu frá forsætisnefnd um að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað við skipan í sendiherrastöður. Samtal þingmanna um meint pólitísk hrossakaup með sendiherrastöður náðist á upptöku og var gert opinbert í kjölfarið. Lögreglan hefur aftur á móti fengið ábendingar frá borgurum landsins vegna málsins. Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá þessu.Lögfræðingur lögreglunnar hefur þó hlustað á upptökuna. Samkvæmt fréttum Stundarinnar og DV sem unnar eru upp úr upptökunum kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins eigi að hafa greint félögum sínum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn ætti inni hjá honum greiða fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í embætti sendiherra í Washington. Inntur eftir viðbrögðum sagðist Gunnar Bragi hafa logið á upptökunni en þrátt fyrir þá staðhæfingu má heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins staðfesta frásögn Gunnars með því að segja að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi fylgt málinu eftir og að Gunnar Bragi ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum að því er fram kemur á Stundinni. „Við fyrstu sýn þá er sendiherrastöður undanþegnar auglýsingaskyldu þannig að við þyrftum þá að sjá hvernig þessum málum ber að hátta samkvæmt forsætisnefnd. Mér skilst á fjölmiðlum að forsætisnefnd ætli sér að fjalla um þetta mál svo við myndum væntanlega bíða ábendinga frá þeim,“ segir Sigríður. „Við höfum ekki fjallað opinberlega um þetta mál. Þetta hefur rétt komið til tals en öll okkar þekking á þessu máli kemur frá fjölmiðlum þannig að við myndum vilja kynna okkur þetta betur áður en við tjáum okkur frekar um það,“ segir Sigríður. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði, í Silfrinu í morgun, einboðið að ríkissaksóknari opnaði rannsókn á því hvort brot gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, hafi verið framið með meintum pólitískum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti. Sjá nánar: Telur rétt að ríkissaksóknari opini rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58 Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið formlega ábendingu frá forsætisnefnd um að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað við skipan í sendiherrastöður. Samtal þingmanna um meint pólitísk hrossakaup með sendiherrastöður náðist á upptöku og var gert opinbert í kjölfarið. Lögreglan hefur aftur á móti fengið ábendingar frá borgurum landsins vegna málsins. Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá þessu.Lögfræðingur lögreglunnar hefur þó hlustað á upptökuna. Samkvæmt fréttum Stundarinnar og DV sem unnar eru upp úr upptökunum kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins eigi að hafa greint félögum sínum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn ætti inni hjá honum greiða fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í embætti sendiherra í Washington. Inntur eftir viðbrögðum sagðist Gunnar Bragi hafa logið á upptökunni en þrátt fyrir þá staðhæfingu má heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins staðfesta frásögn Gunnars með því að segja að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi fylgt málinu eftir og að Gunnar Bragi ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum að því er fram kemur á Stundinni. „Við fyrstu sýn þá er sendiherrastöður undanþegnar auglýsingaskyldu þannig að við þyrftum þá að sjá hvernig þessum málum ber að hátta samkvæmt forsætisnefnd. Mér skilst á fjölmiðlum að forsætisnefnd ætli sér að fjalla um þetta mál svo við myndum væntanlega bíða ábendinga frá þeim,“ segir Sigríður. „Við höfum ekki fjallað opinberlega um þetta mál. Þetta hefur rétt komið til tals en öll okkar þekking á þessu máli kemur frá fjölmiðlum þannig að við myndum vilja kynna okkur þetta betur áður en við tjáum okkur frekar um það,“ segir Sigríður. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði, í Silfrinu í morgun, einboðið að ríkissaksóknari opnaði rannsókn á því hvort brot gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, hafi verið framið með meintum pólitískum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti. Sjá nánar: Telur rétt að ríkissaksóknari opini rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58 Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58
Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31
Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27
Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22
„Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04