Ekki stætt á því að vera áfram Alþingismenn vegna Klausturshneykslisins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. desember 2018 15:36 „Þegar litið er til þeirra kvenna á þingi sem þeir töluðu um, þeirra kvenna úti í þjóðfélaginu, minnihlutahópa, þjóðarinnar allrar og virðingu Alþingis þá sé ég ekki, persónulega, að þessum mönnum sé stætt áfram á Alþingi.“ Vísir/Ernir Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar telur þeim þingmönnum sem tóku þátt í slæmu umtali á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn ekki lengur stætt á því að starfa áfram á Alþingi. Þetta sagði hún í Silfrinu á RÚV í morgun. „Þegar litið er til þeirra kvenna á þingi sem þeir töluðu um, þeirra kvenna úti í þjóðfélaginu, minnihlutahópa, þjóðarinnar allrar og virðingu Alþingis þá sé ég ekki, persónulega, að þessum mönnum sé stætt áfram á Alþingi.“ Hanna Katrín segist gera sér grein fyrir því að enginn annar en þingmennirnir sjálfir geti tekið ákvörðun um að víkja en þetta sé hennar persónulega skoðun. Hanna Katrín segir það skjóta skökku við að hlusta á kvenfyrirlitningartal á Klaustursupptökunum á sama tíma og þjóðin hefur verið glöð og stolt yfir því að vera í fararbroddi í jafnréttismálum.„Þetta er bara rothögg“ „Við höfum verið að leiða „He for She“. Þetta hefur verið flaggskipið í íslensku utanríkisþjónustunni undanfarin ár og við hlotið lof fyrir. Þarna ætluðu karlmenn að standa upp og yfirgefa ef þeir heyrðu aðra karlmenn tala svona. Þetta er bara rothögg. Það er bara ekkert hægt að lýsa því öðruvísi,“ segir Hanna Katrín. Orðræðan hafi verið kynferðisleg með ofbeldisívafi Hann Katrín segir að orðræðan á Klaustursupptökunum hefði verið „kynferðisleg og með einhverju ofbeldisívafi“. Orðræðan væri alvarlegt og þyrfti að stoppa. „Í þessu tilfelli og við þær aðstæður sem voru uppi og þau orð sem voru látin falla; þessi særandi, meiðandi, ljóta orðræða um samþingmenn, um konur almennt, um minnihlutahópa af hálfu fólks sem eru kjörnir fulltrúar, sama fólks og á að vera að gæta hagsmuna þess, sem á að leiða þjóðina, sem eru að kalla eftir virðingu og kvarta undan virðingarleysi,“ segir Hanna Katrín sem lýsir upplifun sinni af atburðunum. Kristallast þörfin fyrir #Metoo Hún hafi verið algjörlega uppgefin eftir að hafa marglesið allar fréttirnar um málið. Hanna Katrín sagði þá talsmáta þingmannanna sex sem sátu að sumbli á Klausturbarnum kristalla þörfina fyrir #Metoo byltinguna. Hanna Katrín segist hafa unnið vel með öllum þeim þingmönnum sem eiga í hlut í Klaustursupptökunum og því sé það enn erfiðara fyrir hana að segja sína meiningu sem er sú að þingmönnunum sé ekki stætt á því að halda áfram á Alþingi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði.“ 2. desember 2018 13:08 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar telur þeim þingmönnum sem tóku þátt í slæmu umtali á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn ekki lengur stætt á því að starfa áfram á Alþingi. Þetta sagði hún í Silfrinu á RÚV í morgun. „Þegar litið er til þeirra kvenna á þingi sem þeir töluðu um, þeirra kvenna úti í þjóðfélaginu, minnihlutahópa, þjóðarinnar allrar og virðingu Alþingis þá sé ég ekki, persónulega, að þessum mönnum sé stætt áfram á Alþingi.“ Hanna Katrín segist gera sér grein fyrir því að enginn annar en þingmennirnir sjálfir geti tekið ákvörðun um að víkja en þetta sé hennar persónulega skoðun. Hanna Katrín segir það skjóta skökku við að hlusta á kvenfyrirlitningartal á Klaustursupptökunum á sama tíma og þjóðin hefur verið glöð og stolt yfir því að vera í fararbroddi í jafnréttismálum.„Þetta er bara rothögg“ „Við höfum verið að leiða „He for She“. Þetta hefur verið flaggskipið í íslensku utanríkisþjónustunni undanfarin ár og við hlotið lof fyrir. Þarna ætluðu karlmenn að standa upp og yfirgefa ef þeir heyrðu aðra karlmenn tala svona. Þetta er bara rothögg. Það er bara ekkert hægt að lýsa því öðruvísi,“ segir Hanna Katrín. Orðræðan hafi verið kynferðisleg með ofbeldisívafi Hann Katrín segir að orðræðan á Klaustursupptökunum hefði verið „kynferðisleg og með einhverju ofbeldisívafi“. Orðræðan væri alvarlegt og þyrfti að stoppa. „Í þessu tilfelli og við þær aðstæður sem voru uppi og þau orð sem voru látin falla; þessi særandi, meiðandi, ljóta orðræða um samþingmenn, um konur almennt, um minnihlutahópa af hálfu fólks sem eru kjörnir fulltrúar, sama fólks og á að vera að gæta hagsmuna þess, sem á að leiða þjóðina, sem eru að kalla eftir virðingu og kvarta undan virðingarleysi,“ segir Hanna Katrín sem lýsir upplifun sinni af atburðunum. Kristallast þörfin fyrir #Metoo Hún hafi verið algjörlega uppgefin eftir að hafa marglesið allar fréttirnar um málið. Hanna Katrín sagði þá talsmáta þingmannanna sex sem sátu að sumbli á Klausturbarnum kristalla þörfina fyrir #Metoo byltinguna. Hanna Katrín segist hafa unnið vel með öllum þeim þingmönnum sem eiga í hlut í Klaustursupptökunum og því sé það enn erfiðara fyrir hana að segja sína meiningu sem er sú að þingmönnunum sé ekki stætt á því að halda áfram á Alþingi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði.“ 2. desember 2018 13:08 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði.“ 2. desember 2018 13:08
Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41
Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38