Ekki stætt á því að vera áfram Alþingismenn vegna Klausturshneykslisins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. desember 2018 15:36 „Þegar litið er til þeirra kvenna á þingi sem þeir töluðu um, þeirra kvenna úti í þjóðfélaginu, minnihlutahópa, þjóðarinnar allrar og virðingu Alþingis þá sé ég ekki, persónulega, að þessum mönnum sé stætt áfram á Alþingi.“ Vísir/Ernir Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar telur þeim þingmönnum sem tóku þátt í slæmu umtali á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn ekki lengur stætt á því að starfa áfram á Alþingi. Þetta sagði hún í Silfrinu á RÚV í morgun. „Þegar litið er til þeirra kvenna á þingi sem þeir töluðu um, þeirra kvenna úti í þjóðfélaginu, minnihlutahópa, þjóðarinnar allrar og virðingu Alþingis þá sé ég ekki, persónulega, að þessum mönnum sé stætt áfram á Alþingi.“ Hanna Katrín segist gera sér grein fyrir því að enginn annar en þingmennirnir sjálfir geti tekið ákvörðun um að víkja en þetta sé hennar persónulega skoðun. Hanna Katrín segir það skjóta skökku við að hlusta á kvenfyrirlitningartal á Klaustursupptökunum á sama tíma og þjóðin hefur verið glöð og stolt yfir því að vera í fararbroddi í jafnréttismálum.„Þetta er bara rothögg“ „Við höfum verið að leiða „He for She“. Þetta hefur verið flaggskipið í íslensku utanríkisþjónustunni undanfarin ár og við hlotið lof fyrir. Þarna ætluðu karlmenn að standa upp og yfirgefa ef þeir heyrðu aðra karlmenn tala svona. Þetta er bara rothögg. Það er bara ekkert hægt að lýsa því öðruvísi,“ segir Hanna Katrín. Orðræðan hafi verið kynferðisleg með ofbeldisívafi Hann Katrín segir að orðræðan á Klaustursupptökunum hefði verið „kynferðisleg og með einhverju ofbeldisívafi“. Orðræðan væri alvarlegt og þyrfti að stoppa. „Í þessu tilfelli og við þær aðstæður sem voru uppi og þau orð sem voru látin falla; þessi særandi, meiðandi, ljóta orðræða um samþingmenn, um konur almennt, um minnihlutahópa af hálfu fólks sem eru kjörnir fulltrúar, sama fólks og á að vera að gæta hagsmuna þess, sem á að leiða þjóðina, sem eru að kalla eftir virðingu og kvarta undan virðingarleysi,“ segir Hanna Katrín sem lýsir upplifun sinni af atburðunum. Kristallast þörfin fyrir #Metoo Hún hafi verið algjörlega uppgefin eftir að hafa marglesið allar fréttirnar um málið. Hanna Katrín sagði þá talsmáta þingmannanna sex sem sátu að sumbli á Klausturbarnum kristalla þörfina fyrir #Metoo byltinguna. Hanna Katrín segist hafa unnið vel með öllum þeim þingmönnum sem eiga í hlut í Klaustursupptökunum og því sé það enn erfiðara fyrir hana að segja sína meiningu sem er sú að þingmönnunum sé ekki stætt á því að halda áfram á Alþingi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði.“ 2. desember 2018 13:08 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar telur þeim þingmönnum sem tóku þátt í slæmu umtali á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn ekki lengur stætt á því að starfa áfram á Alþingi. Þetta sagði hún í Silfrinu á RÚV í morgun. „Þegar litið er til þeirra kvenna á þingi sem þeir töluðu um, þeirra kvenna úti í þjóðfélaginu, minnihlutahópa, þjóðarinnar allrar og virðingu Alþingis þá sé ég ekki, persónulega, að þessum mönnum sé stætt áfram á Alþingi.“ Hanna Katrín segist gera sér grein fyrir því að enginn annar en þingmennirnir sjálfir geti tekið ákvörðun um að víkja en þetta sé hennar persónulega skoðun. Hanna Katrín segir það skjóta skökku við að hlusta á kvenfyrirlitningartal á Klaustursupptökunum á sama tíma og þjóðin hefur verið glöð og stolt yfir því að vera í fararbroddi í jafnréttismálum.„Þetta er bara rothögg“ „Við höfum verið að leiða „He for She“. Þetta hefur verið flaggskipið í íslensku utanríkisþjónustunni undanfarin ár og við hlotið lof fyrir. Þarna ætluðu karlmenn að standa upp og yfirgefa ef þeir heyrðu aðra karlmenn tala svona. Þetta er bara rothögg. Það er bara ekkert hægt að lýsa því öðruvísi,“ segir Hanna Katrín. Orðræðan hafi verið kynferðisleg með ofbeldisívafi Hann Katrín segir að orðræðan á Klaustursupptökunum hefði verið „kynferðisleg og með einhverju ofbeldisívafi“. Orðræðan væri alvarlegt og þyrfti að stoppa. „Í þessu tilfelli og við þær aðstæður sem voru uppi og þau orð sem voru látin falla; þessi særandi, meiðandi, ljóta orðræða um samþingmenn, um konur almennt, um minnihlutahópa af hálfu fólks sem eru kjörnir fulltrúar, sama fólks og á að vera að gæta hagsmuna þess, sem á að leiða þjóðina, sem eru að kalla eftir virðingu og kvarta undan virðingarleysi,“ segir Hanna Katrín sem lýsir upplifun sinni af atburðunum. Kristallast þörfin fyrir #Metoo Hún hafi verið algjörlega uppgefin eftir að hafa marglesið allar fréttirnar um málið. Hanna Katrín sagði þá talsmáta þingmannanna sex sem sátu að sumbli á Klausturbarnum kristalla þörfina fyrir #Metoo byltinguna. Hanna Katrín segist hafa unnið vel með öllum þeim þingmönnum sem eiga í hlut í Klaustursupptökunum og því sé það enn erfiðara fyrir hana að segja sína meiningu sem er sú að þingmönnunum sé ekki stætt á því að halda áfram á Alþingi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði.“ 2. desember 2018 13:08 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði.“ 2. desember 2018 13:08
Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41
Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38