Rúnar: Er ekki ennþá nóvember? Arnar Helgi Magnússon skrifar 2. desember 2018 22:39 Rúnar tók við Stjörnunni fyrir tímabilið Vísir/bára „Við unnum allavega. Hvernig við förum að því að gefa þeim víti hérna í lokin, úff. Við þökkum bara fyrir að hafa fengið tvö stig en ekki eitt,“ sagði Rúnar Sigtryggson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn á Selfyssingum í kvöld. „Mér fannst við tapa öllum „strúktúr“ í seinni hálfleik. Eins mikið og ég hrósaði Aroni fyrir leikstjórnendahlutverkið eftir síðasta leik gegn ÍR þá var hún ekki nógu góð í kvöld á móti Selfyssingum, samt höfum við þetta. Hann vildi síðan gera þetta spennandi í lokin með þessari ótrúlegu sendingu þegar fjórar sekúndur voru eftir.“ Rúnar segir að það hafi verið virkilega skemmtilegt að koma og spila í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Það var frábær stemning hérna í kvöld og þetta er skemmtilegasti útivöllurinn í deildinni, ég held það það sé alveg pottþétt.“ Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax þriggja marka forystu þegar einungis tæpar sex mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir leikhléið breyttist leikur Stjörnunnar og þeir unnu sig inn í leikinn. Hvað sagði Rúnar í leikhléinu? „Ég man það ekki. Ég man að við fórum í tvöfaldar skiptingar en höfðum ekki verið í neinum skiptingum, við settum Árna inn í vörnina og Garðar inn í sóknina. Við fórum síðan í 5+1 vörn og það gerði útslagið fannst mér.“ „Þeir töpuðu boltanum tvisvar í röð og við náðum að jafna leikinn, ég man þetta ekki alveg. Ég get ekki útskýrt þetta. Nóvember má bara halda áfram.“ Sveinbjörn Pétursson tók ekki þátt í leiknum vegna óhapps sem að hann varð fyrir í upphitun. „Skömmu eftir að ég gaf þér liðsuppstillinguna þá fékk hann bolta í augað og sá ekkert, þannig að hann var ekki með í dag.“ Sigurður Ingiberg var flottur í fjarveru Bubba í markinu. „Já, Sigurður var 70% í síðasta leik og hann var flottur í dag.“ Ummæli Rúnars fyrir mótið vöktu athygli þegar hann talaði um að sitt lið yrði ekki tilbúið fyrr en í nóvember. Rúnar laug því engu enda hefur liðið nú unnið fimm leiki í röð. „Er ekki ennþá nóvember? Við erum að komast í gang og það voru nokkur atriði sem ég var búinn að fara yfir. Nýr þjálfari kemur með aðrar áherslur og mér finnst vera gangur í þessu. Það er klassi að fá tvö stig út úr svona jöfnum leik á erfiðum útivelli. Þetta er allt til fyrirmyndar í kvöld,“ sagði Rúnar Sigtrygggsson. Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
„Við unnum allavega. Hvernig við förum að því að gefa þeim víti hérna í lokin, úff. Við þökkum bara fyrir að hafa fengið tvö stig en ekki eitt,“ sagði Rúnar Sigtryggson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn á Selfyssingum í kvöld. „Mér fannst við tapa öllum „strúktúr“ í seinni hálfleik. Eins mikið og ég hrósaði Aroni fyrir leikstjórnendahlutverkið eftir síðasta leik gegn ÍR þá var hún ekki nógu góð í kvöld á móti Selfyssingum, samt höfum við þetta. Hann vildi síðan gera þetta spennandi í lokin með þessari ótrúlegu sendingu þegar fjórar sekúndur voru eftir.“ Rúnar segir að það hafi verið virkilega skemmtilegt að koma og spila í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Það var frábær stemning hérna í kvöld og þetta er skemmtilegasti útivöllurinn í deildinni, ég held það það sé alveg pottþétt.“ Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax þriggja marka forystu þegar einungis tæpar sex mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir leikhléið breyttist leikur Stjörnunnar og þeir unnu sig inn í leikinn. Hvað sagði Rúnar í leikhléinu? „Ég man það ekki. Ég man að við fórum í tvöfaldar skiptingar en höfðum ekki verið í neinum skiptingum, við settum Árna inn í vörnina og Garðar inn í sóknina. Við fórum síðan í 5+1 vörn og það gerði útslagið fannst mér.“ „Þeir töpuðu boltanum tvisvar í röð og við náðum að jafna leikinn, ég man þetta ekki alveg. Ég get ekki útskýrt þetta. Nóvember má bara halda áfram.“ Sveinbjörn Pétursson tók ekki þátt í leiknum vegna óhapps sem að hann varð fyrir í upphitun. „Skömmu eftir að ég gaf þér liðsuppstillinguna þá fékk hann bolta í augað og sá ekkert, þannig að hann var ekki með í dag.“ Sigurður Ingiberg var flottur í fjarveru Bubba í markinu. „Já, Sigurður var 70% í síðasta leik og hann var flottur í dag.“ Ummæli Rúnars fyrir mótið vöktu athygli þegar hann talaði um að sitt lið yrði ekki tilbúið fyrr en í nóvember. Rúnar laug því engu enda hefur liðið nú unnið fimm leiki í röð. „Er ekki ennþá nóvember? Við erum að komast í gang og það voru nokkur atriði sem ég var búinn að fara yfir. Nýr þjálfari kemur með aðrar áherslur og mér finnst vera gangur í þessu. Það er klassi að fá tvö stig út úr svona jöfnum leik á erfiðum útivelli. Þetta er allt til fyrirmyndar í kvöld,“ sagði Rúnar Sigtrygggsson.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira