Rúnar: Er ekki ennþá nóvember? Arnar Helgi Magnússon skrifar 2. desember 2018 22:39 Rúnar tók við Stjörnunni fyrir tímabilið Vísir/bára „Við unnum allavega. Hvernig við förum að því að gefa þeim víti hérna í lokin, úff. Við þökkum bara fyrir að hafa fengið tvö stig en ekki eitt,“ sagði Rúnar Sigtryggson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn á Selfyssingum í kvöld. „Mér fannst við tapa öllum „strúktúr“ í seinni hálfleik. Eins mikið og ég hrósaði Aroni fyrir leikstjórnendahlutverkið eftir síðasta leik gegn ÍR þá var hún ekki nógu góð í kvöld á móti Selfyssingum, samt höfum við þetta. Hann vildi síðan gera þetta spennandi í lokin með þessari ótrúlegu sendingu þegar fjórar sekúndur voru eftir.“ Rúnar segir að það hafi verið virkilega skemmtilegt að koma og spila í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Það var frábær stemning hérna í kvöld og þetta er skemmtilegasti útivöllurinn í deildinni, ég held það það sé alveg pottþétt.“ Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax þriggja marka forystu þegar einungis tæpar sex mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir leikhléið breyttist leikur Stjörnunnar og þeir unnu sig inn í leikinn. Hvað sagði Rúnar í leikhléinu? „Ég man það ekki. Ég man að við fórum í tvöfaldar skiptingar en höfðum ekki verið í neinum skiptingum, við settum Árna inn í vörnina og Garðar inn í sóknina. Við fórum síðan í 5+1 vörn og það gerði útslagið fannst mér.“ „Þeir töpuðu boltanum tvisvar í röð og við náðum að jafna leikinn, ég man þetta ekki alveg. Ég get ekki útskýrt þetta. Nóvember má bara halda áfram.“ Sveinbjörn Pétursson tók ekki þátt í leiknum vegna óhapps sem að hann varð fyrir í upphitun. „Skömmu eftir að ég gaf þér liðsuppstillinguna þá fékk hann bolta í augað og sá ekkert, þannig að hann var ekki með í dag.“ Sigurður Ingiberg var flottur í fjarveru Bubba í markinu. „Já, Sigurður var 70% í síðasta leik og hann var flottur í dag.“ Ummæli Rúnars fyrir mótið vöktu athygli þegar hann talaði um að sitt lið yrði ekki tilbúið fyrr en í nóvember. Rúnar laug því engu enda hefur liðið nú unnið fimm leiki í röð. „Er ekki ennþá nóvember? Við erum að komast í gang og það voru nokkur atriði sem ég var búinn að fara yfir. Nýr þjálfari kemur með aðrar áherslur og mér finnst vera gangur í þessu. Það er klassi að fá tvö stig út úr svona jöfnum leik á erfiðum útivelli. Þetta er allt til fyrirmyndar í kvöld,“ sagði Rúnar Sigtrygggsson. Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Við unnum allavega. Hvernig við förum að því að gefa þeim víti hérna í lokin, úff. Við þökkum bara fyrir að hafa fengið tvö stig en ekki eitt,“ sagði Rúnar Sigtryggson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn á Selfyssingum í kvöld. „Mér fannst við tapa öllum „strúktúr“ í seinni hálfleik. Eins mikið og ég hrósaði Aroni fyrir leikstjórnendahlutverkið eftir síðasta leik gegn ÍR þá var hún ekki nógu góð í kvöld á móti Selfyssingum, samt höfum við þetta. Hann vildi síðan gera þetta spennandi í lokin með þessari ótrúlegu sendingu þegar fjórar sekúndur voru eftir.“ Rúnar segir að það hafi verið virkilega skemmtilegt að koma og spila í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Það var frábær stemning hérna í kvöld og þetta er skemmtilegasti útivöllurinn í deildinni, ég held það það sé alveg pottþétt.“ Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax þriggja marka forystu þegar einungis tæpar sex mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir leikhléið breyttist leikur Stjörnunnar og þeir unnu sig inn í leikinn. Hvað sagði Rúnar í leikhléinu? „Ég man það ekki. Ég man að við fórum í tvöfaldar skiptingar en höfðum ekki verið í neinum skiptingum, við settum Árna inn í vörnina og Garðar inn í sóknina. Við fórum síðan í 5+1 vörn og það gerði útslagið fannst mér.“ „Þeir töpuðu boltanum tvisvar í röð og við náðum að jafna leikinn, ég man þetta ekki alveg. Ég get ekki útskýrt þetta. Nóvember má bara halda áfram.“ Sveinbjörn Pétursson tók ekki þátt í leiknum vegna óhapps sem að hann varð fyrir í upphitun. „Skömmu eftir að ég gaf þér liðsuppstillinguna þá fékk hann bolta í augað og sá ekkert, þannig að hann var ekki með í dag.“ Sigurður Ingiberg var flottur í fjarveru Bubba í markinu. „Já, Sigurður var 70% í síðasta leik og hann var flottur í dag.“ Ummæli Rúnars fyrir mótið vöktu athygli þegar hann talaði um að sitt lið yrði ekki tilbúið fyrr en í nóvember. Rúnar laug því engu enda hefur liðið nú unnið fimm leiki í röð. „Er ekki ennþá nóvember? Við erum að komast í gang og það voru nokkur atriði sem ég var búinn að fara yfir. Nýr þjálfari kemur með aðrar áherslur og mér finnst vera gangur í þessu. Það er klassi að fá tvö stig út úr svona jöfnum leik á erfiðum útivelli. Þetta er allt til fyrirmyndar í kvöld,“ sagði Rúnar Sigtrygggsson.
Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira