Laumaði hryðjuverkaplotti í glósubók keppinautar síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:50 Bræðurnir á góðri stund. Hinn handtekni er vinstra megin við miðju en krikketstjörnun má sjá hægra megin við stúlkuna í rauða kjólnum. Vísir/getty Bróðir ástralskrar krikketstjörnu hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa laumað fyrirætlunum um hryðjuverk í glósubók annars manns. Málið má rekja til handtöku sem ástralska lögreglan framkvæmdi í ágúst síðastliðnum. Þá hafði hún hendur í hári námsmanns frá Sri Lanka sem grunaður var um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Sönnunargögnin var að finna í glósubók hans þar sem finna mátti ráðabrugg um hvernig skyldi meðal annars sprengja upp óperuhúsið í Sydney og ráða þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Turnbull, af dögum. Námsmaðurinn, hinn 25 ára gamli Kamer Nizamdeen, var vistaður í einangrun í rúman mánuð milli þess sem hann var yfirheyrður um meintar fyrirætlanir sínar. Hann var þó að lokum látinn laus í upphafi októbermánaðar eftir að lögreglumönnum mistókst að tengja rithönd hans við þá sem fannst í glósubókinni. Nizamdeen er nú fluttur aftur heim til Sri Lanka og segist ætla að leita réttar síns vegna málsins. Ætla má að ástralska ríkið þurfi að greiða skaðabætur vegna einangrunarvistarinnar sem námsmaðurinn var látinn sæta.Metnaðarfullir keppinautar Það var svo í dag sem ástralska lögreglan greindi frá því að fyrrnefndur krikketstjörnubróðir, Arsalan Khawaja, hafi játað að hafa falsað hryðjuverkaplottið. Hann er sagður hafa verið handtekinn í morgun en grunur um aðkomu hans að málinu er talinn hafa kviknað í nóvember, þegar hann var yfirheyrður eftir að Nizmadeen hafði verið látinn laus. Þrátt fyrir að ástralska lögreglan hafi ekki viljað gefa upp hvers vegna talið er að Khawaja hafi laumað hryðjuverkaáformum í glósubókina segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að þeir Nizamdeen og Khawaja hafi verið „keppinautar“ á vinnustað sínum, háskólanum í Nýju Suður-Wales. Málið er nú til rannsóknar hjá þarlendum lögregluyfirvöldum og munu þau ekki tjá sig frekar um málið af virðingu við fjölskyldu hins handtekna. Meðal fjölskyldumeðlima hans er bróðirinn Usman Khawaja, sem lýst er sem einni skærustu krikketstjörnu Ástrala. Hann mun næst munda kylfuna í landsleik gegn Indlandi á fimmtudaginn. Ástralía Eyjaálfa Indland Srí Lanka Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Bróðir ástralskrar krikketstjörnu hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa laumað fyrirætlunum um hryðjuverk í glósubók annars manns. Málið má rekja til handtöku sem ástralska lögreglan framkvæmdi í ágúst síðastliðnum. Þá hafði hún hendur í hári námsmanns frá Sri Lanka sem grunaður var um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Sönnunargögnin var að finna í glósubók hans þar sem finna mátti ráðabrugg um hvernig skyldi meðal annars sprengja upp óperuhúsið í Sydney og ráða þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Turnbull, af dögum. Námsmaðurinn, hinn 25 ára gamli Kamer Nizamdeen, var vistaður í einangrun í rúman mánuð milli þess sem hann var yfirheyrður um meintar fyrirætlanir sínar. Hann var þó að lokum látinn laus í upphafi októbermánaðar eftir að lögreglumönnum mistókst að tengja rithönd hans við þá sem fannst í glósubókinni. Nizamdeen er nú fluttur aftur heim til Sri Lanka og segist ætla að leita réttar síns vegna málsins. Ætla má að ástralska ríkið þurfi að greiða skaðabætur vegna einangrunarvistarinnar sem námsmaðurinn var látinn sæta.Metnaðarfullir keppinautar Það var svo í dag sem ástralska lögreglan greindi frá því að fyrrnefndur krikketstjörnubróðir, Arsalan Khawaja, hafi játað að hafa falsað hryðjuverkaplottið. Hann er sagður hafa verið handtekinn í morgun en grunur um aðkomu hans að málinu er talinn hafa kviknað í nóvember, þegar hann var yfirheyrður eftir að Nizmadeen hafði verið látinn laus. Þrátt fyrir að ástralska lögreglan hafi ekki viljað gefa upp hvers vegna talið er að Khawaja hafi laumað hryðjuverkaáformum í glósubókina segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að þeir Nizamdeen og Khawaja hafi verið „keppinautar“ á vinnustað sínum, háskólanum í Nýju Suður-Wales. Málið er nú til rannsóknar hjá þarlendum lögregluyfirvöldum og munu þau ekki tjá sig frekar um málið af virðingu við fjölskyldu hins handtekna. Meðal fjölskyldumeðlima hans er bróðirinn Usman Khawaja, sem lýst er sem einni skærustu krikketstjörnu Ástrala. Hann mun næst munda kylfuna í landsleik gegn Indlandi á fimmtudaginn.
Ástralía Eyjaálfa Indland Srí Lanka Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira