Sigursælasta körfuboltakona Serbíu þjálfar lið Skallagríms Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2018 10:00 Biljana Stankovic í leik með serbneska landsliðinu. Vísir/EPA Skallagrímur er búið að finna nýjan þjálfara á kvennaliðið sitt í Domino´s deildinni. Biljana Stanković mun taka við liðinu af Ara Gunnarssyni. Skallagrímur segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni en hér er á ferðinni goðsögn úr sernbeskum kvennakörfubolta. Biljana Stanković er 44 ára gömul og hefur síðustu ár þjálfað yngri flokka hjá hjá Kris Kros Pancevo í Serbíu auk þess að vera aðstoðarþjálfari hjá yngri kvennalandsliðum Serbíu. Ari Gunnarsson var rekinn á dögunum og Guðrún Ósk Ámundadóttir stýrði Skallagrímsliðinu í tapi á móti Keflavík í gær. Skallagrímsliðið er í sjötta sæti deildarinnar með þrjá sigra og sjö töp. Biljana Stanković átti sjálf glæsilegan leikmannaferil og á að baki fjölda titla með félagsliðunum sem hún lék með m.a. Hemofarm, Partizan og Radivoj Korać. Stanković varð alls ellefu sinnum meistari í Júgóslavíu og seinna Serbíu en hún lék sem leikstjórnandi. Stanković er sigursælasta körfuboltakonan í sögu Serbíu með alls 24 titla á 28 tímabilum en síðasta tímabikið hennar var veturinn 2016-17. Hún lék yfir 100 landsleiki með Serbíu og var fyrirliði liðsins í sjö ár þar sem hún náði að leika með liðinu áþremur Evrópumótum og einu heimsmeistaramóti. Biljana lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum og hefur einbeitt sér að þjálfun síðan og menntað sig í þeim fræðum í heimalandi sínu. Biljana kemur til landsins á fimmtudaginn og stýrir Skallagrími í sínum fyrsta leik gegn Stjörnunni á útivelli á laugardaginn. Dominos-deild kvenna Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Skallagrímur er búið að finna nýjan þjálfara á kvennaliðið sitt í Domino´s deildinni. Biljana Stanković mun taka við liðinu af Ara Gunnarssyni. Skallagrímur segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni en hér er á ferðinni goðsögn úr sernbeskum kvennakörfubolta. Biljana Stanković er 44 ára gömul og hefur síðustu ár þjálfað yngri flokka hjá hjá Kris Kros Pancevo í Serbíu auk þess að vera aðstoðarþjálfari hjá yngri kvennalandsliðum Serbíu. Ari Gunnarsson var rekinn á dögunum og Guðrún Ósk Ámundadóttir stýrði Skallagrímsliðinu í tapi á móti Keflavík í gær. Skallagrímsliðið er í sjötta sæti deildarinnar með þrjá sigra og sjö töp. Biljana Stanković átti sjálf glæsilegan leikmannaferil og á að baki fjölda titla með félagsliðunum sem hún lék með m.a. Hemofarm, Partizan og Radivoj Korać. Stanković varð alls ellefu sinnum meistari í Júgóslavíu og seinna Serbíu en hún lék sem leikstjórnandi. Stanković er sigursælasta körfuboltakonan í sögu Serbíu með alls 24 titla á 28 tímabilum en síðasta tímabikið hennar var veturinn 2016-17. Hún lék yfir 100 landsleiki með Serbíu og var fyrirliði liðsins í sjö ár þar sem hún náði að leika með liðinu áþremur Evrópumótum og einu heimsmeistaramóti. Biljana lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum og hefur einbeitt sér að þjálfun síðan og menntað sig í þeim fræðum í heimalandi sínu. Biljana kemur til landsins á fimmtudaginn og stýrir Skallagrími í sínum fyrsta leik gegn Stjörnunni á útivelli á laugardaginn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira