Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2018 15:48 Austurvöllur er ansi jólalegur þessa dagana. Klaustur bar má sjá í bakgrunni, á milli Dómkirkjunnar og Alþingis. Vísir/Vilhelm Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forseti Alþingis, gerði ráð fyrir. Hún segir það að hluta til vegna þess að um er að ræða ný lög og að þetta sé í fyrsta sinn sem nefndin fái mál til umfjöllunar. Nefndin hefur enn ekki hafið störf en hún hefur fundað einu sinni til að undirbúa vinnuna. Lagaskrifstofa Alþingis safnar nú gögnum vegna málsins og mun nefndin hefja störf þegar því er lokið.Ekkert annað erindi borist forsætisnefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustri, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ef Siðanefndin ætlaði að kalla eftir upptökum af samtalinu á Klaustri ætti að kalla eftir öllum upptökum af samtölum þingmanna sem til eru. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi þyrfti forsætisnefnd þó sérstaklega að berast erindi þess efnis sem hún þyrfti þá að vísa til siðanefndar. „Forsætisnefnd ákveður hvað hún felur siðanefndinni að gera. Siðanefndin tekur engar slíkar ákvarðanir,“ segir Ásta Ragnheiður í samtali við Vísi. Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður Lagadeildar Alþingis, segir að undirbúningsvinna sé í fullum gangi og að einungis eitt mál sé á borði nefndarinnar. Hann segir að nú sé verði að afla gagna, bæði frumgagna sem og umfjöllunar úr fjölmiðlum. Síðan muni Alþingi einnig afla upplýsinga frá þingmönnum og segir að yfirleitt sé gert ráð fyrir skriflegri gagnaöflun. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Siðanefnd ætlar að vinna hratt Siðanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman í fyrsta sinn til að skoða samskipti þingmanna á barnum Klaustri. 4. desember 2018 06:00 Vilja fá upptökurnar af samtali þingmannana á Klaustri Siðanefnd hefur verið kölluð saman í fyrsta skipti síðan hún var stofnuð árið 2016. 4. desember 2018 20:49 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forseti Alþingis, gerði ráð fyrir. Hún segir það að hluta til vegna þess að um er að ræða ný lög og að þetta sé í fyrsta sinn sem nefndin fái mál til umfjöllunar. Nefndin hefur enn ekki hafið störf en hún hefur fundað einu sinni til að undirbúa vinnuna. Lagaskrifstofa Alþingis safnar nú gögnum vegna málsins og mun nefndin hefja störf þegar því er lokið.Ekkert annað erindi borist forsætisnefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustri, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ef Siðanefndin ætlaði að kalla eftir upptökum af samtalinu á Klaustri ætti að kalla eftir öllum upptökum af samtölum þingmanna sem til eru. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi þyrfti forsætisnefnd þó sérstaklega að berast erindi þess efnis sem hún þyrfti þá að vísa til siðanefndar. „Forsætisnefnd ákveður hvað hún felur siðanefndinni að gera. Siðanefndin tekur engar slíkar ákvarðanir,“ segir Ásta Ragnheiður í samtali við Vísi. Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður Lagadeildar Alþingis, segir að undirbúningsvinna sé í fullum gangi og að einungis eitt mál sé á borði nefndarinnar. Hann segir að nú sé verði að afla gagna, bæði frumgagna sem og umfjöllunar úr fjölmiðlum. Síðan muni Alþingi einnig afla upplýsinga frá þingmönnum og segir að yfirleitt sé gert ráð fyrir skriflegri gagnaöflun.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Siðanefnd ætlar að vinna hratt Siðanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman í fyrsta sinn til að skoða samskipti þingmanna á barnum Klaustri. 4. desember 2018 06:00 Vilja fá upptökurnar af samtali þingmannana á Klaustri Siðanefnd hefur verið kölluð saman í fyrsta skipti síðan hún var stofnuð árið 2016. 4. desember 2018 20:49 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09
Siðanefnd ætlar að vinna hratt Siðanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman í fyrsta sinn til að skoða samskipti þingmanna á barnum Klaustri. 4. desember 2018 06:00
Vilja fá upptökurnar af samtali þingmannana á Klaustri Siðanefnd hefur verið kölluð saman í fyrsta skipti síðan hún var stofnuð árið 2016. 4. desember 2018 20:49